Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fallin vegna leyndar í máli barnaníðings

Björt fram­tíð sleit stjórn­ar­sam­starf­inu vegna trún­að­ar­brests sem teng­ist máli Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar, dæmds kyn­ferð­is­brota­manns. Fað­ir for­sæt­is­ráð­herra veitti Hjalta með­mæli en því var hald­ið leyndu fyr­ir al­menn­ingi, Al­þingi og sam­starfs­flokk­um sjálf­stæð­is­manna í rík­is­stjórn.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fallin vegna leyndar í máli barnaníðings
Ríkisstjórn Íslands Mynd: Stjórnarráðið

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Tilkynnt var um málið á Facebook-síðu flokksins eftir að fundi lauk, en ástæða stjórnarslitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Seinna í nótt sendi þingflokkur Viðreisnar frá sér yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að boðað verði til kosninga sem fyrst. 

Hjalti Sigurjón var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni nær daglega í tólf ár. Stundin greindi frá því þann 25. ágúst síðastliðinn að Hjalti hefði fengið uppreist æru, og í gær var staðfest að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, væri einn þeirra sem veitt hefðu Hjalta meðmæli vegna umsóknar hans.

Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér af mikilli hörku fyrir því að leynd ríki um nöfn umsækjenda um uppreist æru, meðmælenda þeirra og málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins. Þetta var gert undir þeim formerkjum að um viðkvæmar persónuupplýsingar væri að ræða sem ættu lögum samkvæmt að fara leynt.

Engu að síður viðurkenndi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, í gærkvöldi að hafa greint Bjarna Benediktssyni frá því í sumar að faðir hans hefði veitt Hjalta Sigurjóni meðmæli. Svo virðist sem þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð. 

Í yfirlýsingu Viðreisnar, sem send var út um fjögurleytið í nótt, kemur fram að fréttir gærdagsins af málsmeðferð um uppreist æru hafi vakið sterk viðbrögð meðal flokksmanna líkt og í samfélaginu öllu. „Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varða,“ segir í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár