Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Friðsömum mótmælendum vísað af þingpöllum

Héldu á borða þar sem þing­heim­ur var hvatt­ur til að virða barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Friðsömum mótmælendum vísað af þingpöllum

Mótmælendur sem hvöttu þingheim til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna voru beðnir um að yfirgefa þingpalla meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. „Borðinn var hirtur, við vorum rekin út og nöfnin okkar skráð niður,“ segir einn þeirra sem stóðu að mótmælunum í samtali við Stundina.

Aðgerðin var skipulögð af Ungum jafnaðarmönnum, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og sneri að málum sem verið hafa í umræðunni undanfarna daga, brottvísun hælisleitendanna Hanyie og Mary og fjölskyldna þeirra. Þingflokkur Samfylkingarinnar ætlar leggja fram frumvarp á morgun þess efnis að stúlkurnar og fjölskyldur þeirra fái ríkisborgararétt.

Í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem send var fjölmiðlum í kvöld er bent á að aldrei í sögu mannkyns hafi fleiri börn verið á flótta en nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól,“ segir þar. Er þess krafist að stjórnvöld stöðvi þegar í stað brottvísanir á börnum sem koma frá átakasvæðum og sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þá er kallað eftir því að útlendingalög og framkvæmd þeirra verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar og fólki verði auðveldað að setjast hér að, hvort sem um ræðir veitingu atvinnuleyfa, alþjóðlegrar verndar eða ríkisborgararéttar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, birtir stöðuuppfærslu á Facebook um mótmælin. „Lögreglan var rétt í þessu að vísa friðsælum og þöglum mótmælendum á brott af áhorfendapalli þingsins fyrir að halda á lofti skilaboðum um sð virða barnasáttmálann,“ skrifar hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
2
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Byggjum við af gæðum?
5
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár