Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Friðsömum mótmælendum vísað af þingpöllum

Héldu á borða þar sem þing­heim­ur var hvatt­ur til að virða barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Friðsömum mótmælendum vísað af þingpöllum

Mótmælendur sem hvöttu þingheim til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna voru beðnir um að yfirgefa þingpalla meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. „Borðinn var hirtur, við vorum rekin út og nöfnin okkar skráð niður,“ segir einn þeirra sem stóðu að mótmælunum í samtali við Stundina.

Aðgerðin var skipulögð af Ungum jafnaðarmönnum, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og sneri að málum sem verið hafa í umræðunni undanfarna daga, brottvísun hælisleitendanna Hanyie og Mary og fjölskyldna þeirra. Þingflokkur Samfylkingarinnar ætlar leggja fram frumvarp á morgun þess efnis að stúlkurnar og fjölskyldur þeirra fái ríkisborgararétt.

Í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem send var fjölmiðlum í kvöld er bent á að aldrei í sögu mannkyns hafi fleiri börn verið á flótta en nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól,“ segir þar. Er þess krafist að stjórnvöld stöðvi þegar í stað brottvísanir á börnum sem koma frá átakasvæðum og sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þá er kallað eftir því að útlendingalög og framkvæmd þeirra verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar og fólki verði auðveldað að setjast hér að, hvort sem um ræðir veitingu atvinnuleyfa, alþjóðlegrar verndar eða ríkisborgararéttar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, birtir stöðuuppfærslu á Facebook um mótmælin. „Lögreglan var rétt í þessu að vísa friðsælum og þöglum mótmælendum á brott af áhorfendapalli þingsins fyrir að halda á lofti skilaboðum um sð virða barnasáttmálann,“ skrifar hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár