Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ritstjóri segir að Bjarni hafi útilokað sig varanlega fyrir að gefa like

Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist ætla að snið­ganga fjöl­miðla­mann­inn Sig­ur­jón M. Eg­ils­son var­an­lega, vegna þess að Sig­ur­jón læk­aði Face­book-færslu um að ætt­ingj­ar Bjarna hafi feng­ið tæki­færi til að forða fjár­mun­um sín­um fyr­ir banka­hrun­ið. Sig­ur­jón var­ar við áhrif­um þess að stjórn­mála­menn úti­loki og eingangri fjöl­miðla­menn. Bjarni kom ein­ung­is í selt við­tal á Hring­braut, sem reynd­ist vera brot á lög­um um fjöl­miðla og lýð­ræð­is­leg­um grund­vall­ar­regl­um.

Ritstjóri segir að Bjarni hafi útilokað sig varanlega fyrir að gefa like
Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra tilkynnti þáttarstjórnanda og ritstjóra að hann hefði ákveðið að sniðganga hann, samkvæmt frásögn af samtali í vitna viðurvist. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þá ákvörðun að sniðganga fjölmiðlamanninn Sigurjón M. Egilsson vegna þess að sá síðarnefndi hafði „lækað“ færslu með gagnrýni á viðskipti ættingja hans, samkvæmt frásögn Sigurjóns. 

Sigurjón hefur nú greint opinberlega frá samtali hans og Bjarna, sem átti sér stað í vitna viðurvist í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Samtalið átti sér stað skömmu fyrir alþingiskosningar í október í fyrra, þegar Bjarni var á leið í förðun fyrir upptökur á keyptri umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn.

Sigurjón M. EgilssonEr einn reyndasti fjölmiðlamaður landsins, fyrrverandi fréttaritstjóri Fréttablaðsins og ritstjóri Hringbrautar, DV, Mannlífs og Blaðsins, og þáttarstjórnandi á þjóðmálaþáttunum Sprengisandi og Þjóðbraut, svo eitthvað sé nefnt.

Sigurjón lýsti samtalinu í pistli á vefsíðunni Miðjunni.is, sem hann ritstýrir: „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í heyrandi hljóði að hann ætlaði aldrei að tala við mig framar. En hvers vegna? Jú, hann sagði mig hafa borið út óhróður um sig og fjölskyldu sína. Það er rangt, hjá þér, svaraði ég. Hann gaf sig ekki, hækkaði róminn og gaf sig ekki. Ég bar enn af mér sakir. Hann sá af sér, dró aðeins í land og sagði mig hafa lækað færslu á Facebook sem hann væri ekki sáttur við. Ég spurði hvort ákvörðun hans um að tala aldrei framar við mig breyttist við þetta. Nei. Hann lagði áherslu á neiið.“

Misjafnt aðgengi að upplýsingum

Færslan sem Sigurjón lækaði er birt hér fyrir neðan. Færslan var skrifuð af Gunnari Smára Egilssyni, þá ritstjóra Fréttatímans, sem er bróðir Sigurjóns. Í henni er rætt um umfjöllun Kastljóssins, sem leiddi í ljós að frænka Bjarna hefði fengið upplýsingar úr Seðlabankanum um að neyðarlög á bankana væri yfirvofandi. Þannig hafi ætttingjar Bjarna fengið tækifæri til að forða fjármunum frá efnahagshruninu. Áður hefur verið greint frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, náði að selja fyrir hálfan milljarð króna í peningamarkaðssjóði Glitnis dagana fyrir yfirtöku ríkisins á bankanum og senda úr landi. Bjarni sjálfur var á meðal  örfárra stjórnmála- eða athafnamanna sem funduðu í höfuðstöðvum Stoða nóttina fyrir yfirtöku ríkisins á bankanum. Þá hefur einnig verið fjallað um að Bjarni sjálfur seldi hlutabréf sín í Glitni í febrúar 2008, á sama tíma og rætt var um gríðarlega erfiðleika íslenska bankakerfisins í innsta hring stjórnmála- og embættismanna.

Færsla Gunnars Smára var eftirfarandi: „Engey er víða. Áður en neyðarlögin voru sett hringdi Sturla Pálsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, í konu sína, Helgu Jónsdóttir, eins og fram kom í Kastljósi, og upplýsti um yfirvofandi aðgerðir bankans. Helga er dóttir Guðrúnar Sveinsdóttur, systur þeirra Einars og Benedikts Sveinssonar, stórtækra fjárfesta. Benedikt er faðir Bjarna, sem nú er fjármálaráðherra. Hann og Helga eru systkinabörn. Áður en neyðarlögin voru sett fengu Engeyingar því viðvörun og svigrúm til að bjarga sínu. Algjörir snillingar.“

Sem fyrr segir var það ákvörðun Sigurjóns að gefa færslunni „læk“ sem olli því að núverandi forsætisráðherra ætlaði aldrei að ræða aftur við hann.

Þöggun gagnvart fjölmiðlum

Sigurjón segist ekki hafa áhyggjur af eigin stöðu, heldur fjölmiðla almennt, vegna tilhneigingar sem þessarar að jarðarsetja eða útiloka ákveðna fjölmiðlamenn vegna gagnrýni. 

„Hversu margir blaðamenn, fréttamenn eða aðrir hafa þurft að þola ámóta og ég hef lýst hér? Ég er viss um að þeir eru margir.“

Í samtali við Stundina lýsir Sigurjón atburðarásinni með þeim hætti að hann hafi reynt að fá Bjarna í umræðuþátt á Hringbraut fyrir kosningar, þegar Bjarni kom inn á Hringbraut í öðrum erindagjörðum. „Þetta var þannig að ég var að reyna að ná sambandi við Bjarna til að fá hann í viðtal í þáttinn hjá mér fyrir kosningar. Ég náði engu sambandi við hann, og ekki við Svanhildi Hólm heldur. Á meðan ég er í þessu þá gengur hann inn í fyrirtækið,“ segir Sigurjón. „Þá var hann að fara í þátt sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði keypt, kynningarþátt fyrir kosningarnar.“

Samkvæmt Sigurjóni hafnaði Bjarni því að koma í umræðuþátt Sigurjóns og svaraði því til að hann skyldi senda einhvern annan úr Sjálfstæðisflokknum sér í stað. Svo fór að Sigríður Andersen, sem síðar átti eftir að verða dómsmálaráðherra, mætti í þáttinn í stað formannsins. Sigríður var í þriðja sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Stundin hefur ekki náð tali af starfsmönnum Hringbrautar sem áttu að hafa orðið vitni að samtalinu. Stundin sendi Bjarna Benediktssyni skilaboð og bauð honum að tjá sig um samtalið og viðmið sín í viðskiptum við fjölmiðla eða fjölmiðlamenn. 

Þess ber að geta að Bjarni neitaði, einn flokksformanna, að svara spurningum Stundarinnar fyrir sérstakt kosningablað fyrir alþingiskosningarnar í fyrra.

Seld viðtöl voru lögbrot

Svo fór því að Bjarni Benediktsson kom einungis í viðtal á Hringbraut í umfjöllun sem keypt var af Sjálfstæðisflokknum. Þáttarstjórnandi var ekki hinn óflokksbundni Sigurjón M. Egilsson, heldur Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Fjölmiðlanefnd komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í júní að birting seldra umræðuþátta um stjórnmálaflokka væri lögbrot. Þannig hafi Hringbraut brotið lög um fjölmiðla og lýðræðislegar grundvallarreglur þegar birt var seld umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn og tvo aðra stjórnmálaflokka, Framsóknarflokkinn og Viðreisn. 

„Þættirnir eiga það allir sameiginlegt að vera stýrt af frambjóðendum flokkanna eða flokksbundnum einstaklingum innan þess stjórnmálaafls sem um er fjallað hverju sinni og virðist vera sem ritstjórn þáttanna hafi að öllu leyti verið í höndum stjórnmálaflokkanna sjálfra,“ segir í umfjöllun Fjölmiðlanefndar.

„Að mati fjölmiðlanefndar er fagleg og vönduð umræða fjölmiðla fólgin í því að þeir leitist við að varpa ljósi á mismunandi hliðar mála. Á það ekki síst við í aðdraganda kosninga þegar fjallað er um stefnu og áherslumál þeirra stjórnmálaafla sem bjóða fram hverju sinni. Fjölmiðlar eru vettvangur umræðu og upplýsinga og hafa skoðanamyndandi áhrif. Því er mikilvægt að umfjöllun þeirra einkennist af hlutlægni og jafnræðis sé gætt milli sjónarmiða, flokka og frambjóðenda. Fjölmiðlanefnd getur ekki fallist á þau sjónarmið forsvarsmanna Hringbrautar að ekkert samhengi sé á milli bréfsins sem Hringbraut sendi a.m.k sjö stjórnmálaflokkum sem buðu fram í Alþingiskosningunum þann 29. október 2016 og kosningaþátta sem fjölmiðlaveitan miðlaði í aðdraganda kosninganna. Þá hafa engar skýringar borist fjölmiðlanefnd á því hvers vegna einungis var fjallað um þrjú af þeim tólf stjórnmálaöflum sem buðu fram í umræddum kosningum. Þó er upplýst að framboðin keyptu auglýsingar eða greiddu fyrir kosningaþættina sérstaklega,“ sagði í úrskurði nefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár