Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum

For­menn eða for­svars­menn allra stjórn­mála­flokka í fram­boði til Al­þing­is svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar, nema Bjarni Bene­dikts­son, sem hafn­aði því að svara spurn­ing­un­um. Stund­in birt­ir því spurn­ing­arn­ar án svara.

Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var eini forsvarsmaður stjórnmálaflokks í framboði til Alþingis sem neitaði að svara spurningum Stundarinnar í kosningaumfjöllun blaðsins sem kom út í dag

Stundin sendi spurningar á formenn allra flokka sem nú bjóða fram til Alþingis. Allir formenn tóku vel í erindi Stundarinnar og svöruðu spurningunum, nema Bjarni, sem hafnaði því að svara spurningum Stundarinnar.

Svör þess efnis bárust frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni Bjarna. Hún svaraði ekki spurningu um hverjar skýringarnar væru. Stundin bauð Bjarna að gera athugasemdir við spurningarnar, eða svara einungis hluta þeirra, þótt allar yrðu birtar, en því tilboði var ekki tekið. Því birtast í umfjöllun Stundarinnar svör frá formönnum eða forsvarsmönnum allra flokka í framboði til Alþingis, nema Sjálfstæðisflokksins. 

Lesa má spurningar og svör til annarra flokksformanna í Stundinni. Spurningarnar voru tvískiptar. Hluta spurninganna var beint til allra formanna og annar hluti þeirra samanstóð af gagnrýnum, sértækum spurningum um feril og stefnu viðkomandi flokka.

Að auki voru flokkarnir beðnir að svara nítján spurningum um grundvallarstefnumál neitandi eða játandi. Allir flokkar svöruðu þeim fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn. 

Sértækar spurningar Stundarinnar til formanns Sjálfstæðisflokksins

  • Hvernig telurðu Sjálfstæðisflokkinn hafa stuðlað að efnahagsbata á Íslandi síðasta kjörtímabilið?
  • Ertu tilbúinn til að stuðla að því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið ef þú verður áfram í ríkisstjórn?
  • Hvað þyrfti til þess að þú myndir fara í stjórnarsamstarf með Pírötum?
  • Sérðu eftir því að hafa staðið með samningaleiðinni í Icesave-málinu?
  • Þótti þér Davíð Oddsson standa sig vel sem seðlabankastjóri?
  • Hvers vegna er lögð svona lítil áhersla á fjárfestingu á vegum opinberra aðila í ríkisfjármálaáætlun þinni?
  • Hvers vegna vilduð þið hækka skatt á mat úr 7 í 11 prósent, þegar annar skattur er lækkaður? Kemur til greina að lækka hann aftur?
  • Hefurðu þá skoðun að verð á sykruðum matælum hafi ekki áhrif á neyslu þeirra, samanber rökstuðningur í frumvarpi sem fól í sér afnám sykurskatts?
  • Hvers vegna hefur þú ekki, á sama hátt og Sigmundur Davíð, þurft að bera ábyrgð á því að hafa bæði átt félag í aflandseyjum og sagt rangt til um það?
  • Finnst þér í lagi að ráðherrar eigi eða hafi átt aflandsfélög? 
  • Aðilar tengdir þér fjölskylduböndum hafa á kjörtímabilinu hlotið ríkisstyrki og skattaívilnanir, þegar kemur að verksmiðju Thorsil, og fengið forgang að kaupum á hlut ríkisins í Borgun. Hefurðu engar áhyggjur af því að fjölskyldu- og hagsmunatengsl þín skapi vantraust?
  • Hafa fjölskyldutengsl haft áhrif á þinn pólitíska feril? 
  • Árið 2009 vildirðu taka upp evru með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvers vegna viltu núna halda krónunni?
  • Telur þú að ráðherra sem staðinn er að því að leyna hagsmunaárekstrum ætti að segja af sér?
  • Finnst þér að ríkisstjórnin eigi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Í forystusætinu á RÚV sagðistu vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Hvernig?
  • Nú hefur þú kvartað undan fjölmiðlaumhverfinu hér á landi, munt þú beita þér fyrir því að styrkja stöðu fjölmiðla?
  • Af hverju skrifaðir þú ekki undir mótmælabréf til pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um skilyrðislaust bann við fóstureyðingum þar í landi? 
  • Finnst þér rétt að Sjálfstæðisflokkurinn sé í Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR)?
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár