Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Katrín: Engin sátt um sveltistefnu í heilbrigðis- og menntamálum

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar ganga í ber­högg við ákall kjós­enda um upp­bygg­ingu inn­viða og aukna vel­ferð.

Katrín: Engin sátt um sveltistefnu í heilbrigðis- og menntamálum

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar einkennast af sveltistefnu og ganga í berhögg við ákall kjósenda í síðustu kosningum um að blásið yrði til sóknar í heilbrigðis- og menntamálum og uppbyggingu innviða. 

„Þarna er lagt til að sveltistefnan sem boðuð var í fjármálaáætlun verði lögfest. Stóra myndin er sú að samneyslan dregst saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hún hefur dregist saman frá árinu 2013 um tæp 4 prósentustig. Þótt þetta skýrist auðvitað að hluta til af þáttum á borð við minnkandi atvinnuleysi, þá er það svo að ákall kjósenda fyrir um ári var að blásið yrði til sóknar í heilbrigðismálum, skólamálum og kjörum aldraðra og öryrkja,“ segir Katrín í samtali við Stundina.

„Vaxta- og barnabætur eru á niðurleið og þetta bitnar á ungu barnafólki. Svo er ekki komið til móts við það sem háskólarnir og framhaldsskólarnir hafa kallað eftir og sagt þurfa til að geta staðið undir nafni.“

Ekki komið til móts við vilja fjárlaganefndar

Katrín bendir á að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í vor hafi verið kallað eftir því að aðhaldskrafan á framhaldsskóla yrði endurskoðuð og að viðbótarféð sem háskólastiginu var úthlutað á fjárlagaárinu 2017 héldist áfram í fjárlögum fyrir árið 2018.

„Mér sýnist ekki vera komið til móts við þessar ábendingar,“ segir Katrín. Að því er fram kemur í greinargerð fjárlagafrumvarpsins mun aðeins helmingur af hinu 1,078 milljarða framlagi á yfirstandandi fjárlagaári haldast í fjárlögum næsta árs.

Tveggja prósenta aðhaldskröfu ríkisstjórnarinnar gagnvart framhaldsskólastiginu verður fylgt eftir og felur í sér að framlögin eru 576,8 milljónum lægri en þau væru ella. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir niðurfellingum á tímabundnum framlögum til málaflokksins. 

Hefur áhyggjur af vaxandi þunga
einkareksturs í heilbrigðisþjónustu

Katrín segist fagna því að umhverfisskattar hækki og að auðvitað sé ánægjulegt að staðið sé við áform um byggingu nýs spítala. Hins vegar sé óásættanlegt að rekstri sjúkrahúsanna sé sniðinn jafn þröngur stakkur og raun ber vitni.

Eins og Stundin greindi frá í dag er aðeins gert ráð fyrir 597 milljóna aukningu til reksturs og þjónustu Landspítalans og 75 milljóna aukningu til Sjúkrahússins á Akureyri. „Ég trúi ekki að það sé sátt um þetta. Þetta er ekki það sem kallað var eftir í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Katrín.

Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að veitt verði heimild til aukins samstarfs sjúkrahúsa og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við einkafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. „Við höfum auðvitað lýst áhyggjum af vaxandi þunga einkareksturs í heilbrigðismálum og viljum auðvitað vita hvað nákvæmlega á að felast í þessari heimild,“ segir Katrín. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár