Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín: Engin sátt um sveltistefnu í heilbrigðis- og menntamálum

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar ganga í ber­högg við ákall kjós­enda um upp­bygg­ingu inn­viða og aukna vel­ferð.

Katrín: Engin sátt um sveltistefnu í heilbrigðis- og menntamálum

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar einkennast af sveltistefnu og ganga í berhögg við ákall kjósenda í síðustu kosningum um að blásið yrði til sóknar í heilbrigðis- og menntamálum og uppbyggingu innviða. 

„Þarna er lagt til að sveltistefnan sem boðuð var í fjármálaáætlun verði lögfest. Stóra myndin er sú að samneyslan dregst saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hún hefur dregist saman frá árinu 2013 um tæp 4 prósentustig. Þótt þetta skýrist auðvitað að hluta til af þáttum á borð við minnkandi atvinnuleysi, þá er það svo að ákall kjósenda fyrir um ári var að blásið yrði til sóknar í heilbrigðismálum, skólamálum og kjörum aldraðra og öryrkja,“ segir Katrín í samtali við Stundina.

„Vaxta- og barnabætur eru á niðurleið og þetta bitnar á ungu barnafólki. Svo er ekki komið til móts við það sem háskólarnir og framhaldsskólarnir hafa kallað eftir og sagt þurfa til að geta staðið undir nafni.“

Ekki komið til móts við vilja fjárlaganefndar

Katrín bendir á að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í vor hafi verið kallað eftir því að aðhaldskrafan á framhaldsskóla yrði endurskoðuð og að viðbótarféð sem háskólastiginu var úthlutað á fjárlagaárinu 2017 héldist áfram í fjárlögum fyrir árið 2018.

„Mér sýnist ekki vera komið til móts við þessar ábendingar,“ segir Katrín. Að því er fram kemur í greinargerð fjárlagafrumvarpsins mun aðeins helmingur af hinu 1,078 milljarða framlagi á yfirstandandi fjárlagaári haldast í fjárlögum næsta árs.

Tveggja prósenta aðhaldskröfu ríkisstjórnarinnar gagnvart framhaldsskólastiginu verður fylgt eftir og felur í sér að framlögin eru 576,8 milljónum lægri en þau væru ella. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir niðurfellingum á tímabundnum framlögum til málaflokksins. 

Hefur áhyggjur af vaxandi þunga
einkareksturs í heilbrigðisþjónustu

Katrín segist fagna því að umhverfisskattar hækki og að auðvitað sé ánægjulegt að staðið sé við áform um byggingu nýs spítala. Hins vegar sé óásættanlegt að rekstri sjúkrahúsanna sé sniðinn jafn þröngur stakkur og raun ber vitni.

Eins og Stundin greindi frá í dag er aðeins gert ráð fyrir 597 milljóna aukningu til reksturs og þjónustu Landspítalans og 75 milljóna aukningu til Sjúkrahússins á Akureyri. „Ég trúi ekki að það sé sátt um þetta. Þetta er ekki það sem kallað var eftir í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Katrín.

Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að veitt verði heimild til aukins samstarfs sjúkrahúsa og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við einkafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. „Við höfum auðvitað lýst áhyggjum af vaxandi þunga einkareksturs í heilbrigðismálum og viljum auðvitað vita hvað nákvæmlega á að felast í þessari heimild,“ segir Katrín. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár