Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Katrín: Engin sátt um sveltistefnu í heilbrigðis- og menntamálum

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar ganga í ber­högg við ákall kjós­enda um upp­bygg­ingu inn­viða og aukna vel­ferð.

Katrín: Engin sátt um sveltistefnu í heilbrigðis- og menntamálum

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar einkennast af sveltistefnu og ganga í berhögg við ákall kjósenda í síðustu kosningum um að blásið yrði til sóknar í heilbrigðis- og menntamálum og uppbyggingu innviða. 

„Þarna er lagt til að sveltistefnan sem boðuð var í fjármálaáætlun verði lögfest. Stóra myndin er sú að samneyslan dregst saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hún hefur dregist saman frá árinu 2013 um tæp 4 prósentustig. Þótt þetta skýrist auðvitað að hluta til af þáttum á borð við minnkandi atvinnuleysi, þá er það svo að ákall kjósenda fyrir um ári var að blásið yrði til sóknar í heilbrigðismálum, skólamálum og kjörum aldraðra og öryrkja,“ segir Katrín í samtali við Stundina.

„Vaxta- og barnabætur eru á niðurleið og þetta bitnar á ungu barnafólki. Svo er ekki komið til móts við það sem háskólarnir og framhaldsskólarnir hafa kallað eftir og sagt þurfa til að geta staðið undir nafni.“

Ekki komið til móts við vilja fjárlaganefndar

Katrín bendir á að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í vor hafi verið kallað eftir því að aðhaldskrafan á framhaldsskóla yrði endurskoðuð og að viðbótarféð sem háskólastiginu var úthlutað á fjárlagaárinu 2017 héldist áfram í fjárlögum fyrir árið 2018.

„Mér sýnist ekki vera komið til móts við þessar ábendingar,“ segir Katrín. Að því er fram kemur í greinargerð fjárlagafrumvarpsins mun aðeins helmingur af hinu 1,078 milljarða framlagi á yfirstandandi fjárlagaári haldast í fjárlögum næsta árs.

Tveggja prósenta aðhaldskröfu ríkisstjórnarinnar gagnvart framhaldsskólastiginu verður fylgt eftir og felur í sér að framlögin eru 576,8 milljónum lægri en þau væru ella. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir niðurfellingum á tímabundnum framlögum til málaflokksins. 

Hefur áhyggjur af vaxandi þunga
einkareksturs í heilbrigðisþjónustu

Katrín segist fagna því að umhverfisskattar hækki og að auðvitað sé ánægjulegt að staðið sé við áform um byggingu nýs spítala. Hins vegar sé óásættanlegt að rekstri sjúkrahúsanna sé sniðinn jafn þröngur stakkur og raun ber vitni.

Eins og Stundin greindi frá í dag er aðeins gert ráð fyrir 597 milljóna aukningu til reksturs og þjónustu Landspítalans og 75 milljóna aukningu til Sjúkrahússins á Akureyri. „Ég trúi ekki að það sé sátt um þetta. Þetta er ekki það sem kallað var eftir í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Katrín.

Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að veitt verði heimild til aukins samstarfs sjúkrahúsa og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við einkafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. „Við höfum auðvitað lýst áhyggjum af vaxandi þunga einkareksturs í heilbrigðismálum og viljum auðvitað vita hvað nákvæmlega á að felast í þessari heimild,“ segir Katrín. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár