Skattbyrði barnafólks með lágar tekjur aukist umfram annarra

Tekju­lágt barna­fólk borg­ar mun meira í skatta nú en fyr­ir tæp­um tveim­ur ára­tug­um, sam­kvæmt út­tekt hag­deild­ar Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Barna­bæt­ur tekju­lágra, ein­stæðra for­eldra hafa helm­ing­ast.

Skattbyrði barnafólks með lágar tekjur aukist umfram annarra
Börn Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar með þeim hætti að þær hverfa ef tekjur hækka. Þær hafa því hlutverk fátæktarstyrks. Engu að síður hafa greiðslur barnabóta til tekjulágra minnkað verulega. Mynd: Heiða Helgadóttir

Barnabætur á Íslandi hafa stöðugt verið skertar á síðustu tveimur áratugum. Árið 1998 fengu einstæðir foreldrar með lágar tekjur 20 prósent af tekjum sínum í gegnum barnabætur. Núna er sama hlutfall um 9 prósent.

„Skattbyrði þessara barnafjölskyldna hefur því aukist umfram annarra,“ segir í úttekt hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Í úttektinni kemur fram að „pör með börn við miðgildi launa fá engar skattaívilnanir vegna framfærslu barna þrátt fyrir mun meiri framfærslubyrði en barnlausir“.

Þá hafa meðal annars húsaleigubætur einstæðra foreldra lækkað verulega, úr 14 prósent í 9 prósent af tekjum. Nýjar breytingar á húsnæðisbótakerfinu, sem innleiddar voru í janúar í ár, hafa ekki áhrif á pör með börn. „Þau fá eftir sem áður engan stuðning vegna húsnæðiskostnaðar,“ segir ASÍ. Sömu breytingar hafa í för með sér aukningu á húsnæðisbótum til einstæðra foreldra, en þeir eru engu að síður langt undir því sem var 1998.

Bótafjárhæðir lækka - skattbyrði eykst

„Rannsókn hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði launafólks 1998-2016 sýnir að skattbyrði hefur aukist umtalsvert, meðal annars vegna lækkandi barnabóta sem rekja má til nokkurra þátta. Bótafjárhæðir hafa hvorki haldið í við þróun launa né verðlags, skerðingarhlutföll vegna tekna hafa aukist allra síðustu ár og frá og með tekjuárinu 2010 voru allar barnabætur tekjutengdar, líka fyrir 7 ára og yngri,“ segir ASÍ.

Eðlismunur er á barnabótum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Hérlendis eru barnabætur greiddar sem eins konar fátæktarstyrkur, en á öðrum Norðurlöndum eru þær greiddar út óháð tekjum, samkvæmt greiningu ASÍ.

Lækkandi barnabætur Grafið sýnir hvernig barnabætur til fólks við neðri fjórðungsmörk í launum hafa helmingast sem hlutfall tekna á tæpum tveimur áratugum.
Aukin skattbyrði tekjulágraDregið hefur úr skattaívilnunum til barnafólks á síðustu tveimur áratugum.
Fækkun þeirra sem fá barnabæturEinstæðum foreldrum sem fá barnabætur hefur fækkað verulega.

Á tímabilinu 1998 til 2016 hafa margar ríkisstjórnir komið að hagstjórninni og ákvörðunum um dreifingu skattbyrði. Fyrsta hluta skeiðsins var Davíð Oddsson forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tæpum áratug síðar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ríkisstjórn, sem fór frá völdum eftir búsáhaldabyltinguna ári síðar. Árið 2009 tók við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur aftur við stjórnartaumunum árið 2013. Nú sitja í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð.

„Á sama tíma og fjármálaráðherra lýsir yfir áhyggjum af lækkandi fæðingartíðni dregur hann úr barnabótagreiðslum til launafólks, nema þeirra sem allra lægstar hafa tekjurnar,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár