Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar

Ill­ugi Jök­uls­son seg­ir frá rann­sókn á ómerktri fjölda­gröf í Skotlandi þar sem 400 barns­lík eru sögð hvíla

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar
Frá munaðarleysingjahælinu Smyllum - Þarna virðist allt leika í lyndi. En svo var ekki alltaf.

Um það bil 400 börn, allt niður í hvítvoðunga, er talin liggja í ómerktri gröf við munaðarleysingjahæli sem kaþólskar nunnur ráku í Lanark í Skotlandi og starfaði milli 1864 til 1981. Á þeim tíma bjuggu meira en 11.000 börn á hælinu og voru í umsjá nunnanna. 

Þessi uppgötvun kemur í kjölfar uppljóstrana í mars um að 800 barnslík hafi fundist í ómerktri fjöldagröf við heimili fyrir ógiftar mæður sem nunnur ráku í Tuam á Írlandi.

Fjöldagröf barnanna í Skotlandi er að finna í kirkjugarði sem kenndur er við Maríu guðsmóður og er steinsnar frá Smyllum Park munaðarleysingjahælinu. 

Um nokkra hríð hefur illur grunur beinst að þessu hæli og fullyrt hefur verið að börn hafi sætt þar illri meðferð, verið barin, niðurlægð og sætt einelti af hálfu nunnanna og annarra starfsmanna. Nunnurnar hafa þvertekið fyrir það, sem og fullyrðingar um að dánartíðni barna hafi verið miklu hærri í Smyllum Park en eðlilegt mætti teljast.

Reglan hefur sagt að 120 börn hafi dáið á hælinu, meðan það var starfandi, en nú virðist sem sé komið í ljós að þau hafi verið miklu fleiri.

Og sá grunur hefur vaknað að svo mikill barnadauði stafi beinlínis af hinum illa aðbúnaði og jafnvel að einhverju leyti af ofbeldi. 

Bæði Guardian og BBC skýra frá þeirri rannsókn á þessari nýjustu hryllingssögu úr sögu kaþólsku kirkjunnar sem nú er að hefjast.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár