Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar

Ill­ugi Jök­uls­son seg­ir frá rann­sókn á ómerktri fjölda­gröf í Skotlandi þar sem 400 barns­lík eru sögð hvíla

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar
Frá munaðarleysingjahælinu Smyllum - Þarna virðist allt leika í lyndi. En svo var ekki alltaf.

Um það bil 400 börn, allt niður í hvítvoðunga, er talin liggja í ómerktri gröf við munaðarleysingjahæli sem kaþólskar nunnur ráku í Lanark í Skotlandi og starfaði milli 1864 til 1981. Á þeim tíma bjuggu meira en 11.000 börn á hælinu og voru í umsjá nunnanna. 

Þessi uppgötvun kemur í kjölfar uppljóstrana í mars um að 800 barnslík hafi fundist í ómerktri fjöldagröf við heimili fyrir ógiftar mæður sem nunnur ráku í Tuam á Írlandi.

Fjöldagröf barnanna í Skotlandi er að finna í kirkjugarði sem kenndur er við Maríu guðsmóður og er steinsnar frá Smyllum Park munaðarleysingjahælinu. 

Um nokkra hríð hefur illur grunur beinst að þessu hæli og fullyrt hefur verið að börn hafi sætt þar illri meðferð, verið barin, niðurlægð og sætt einelti af hálfu nunnanna og annarra starfsmanna. Nunnurnar hafa þvertekið fyrir það, sem og fullyrðingar um að dánartíðni barna hafi verið miklu hærri í Smyllum Park en eðlilegt mætti teljast.

Reglan hefur sagt að 120 börn hafi dáið á hælinu, meðan það var starfandi, en nú virðist sem sé komið í ljós að þau hafi verið miklu fleiri.

Og sá grunur hefur vaknað að svo mikill barnadauði stafi beinlínis af hinum illa aðbúnaði og jafnvel að einhverju leyti af ofbeldi. 

Bæði Guardian og BBC skýra frá þeirri rannsókn á þessari nýjustu hryllingssögu úr sögu kaþólsku kirkjunnar sem nú er að hefjast.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár