Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar

Ill­ugi Jök­uls­son seg­ir frá rann­sókn á ómerktri fjölda­gröf í Skotlandi þar sem 400 barns­lík eru sögð hvíla

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar
Frá munaðarleysingjahælinu Smyllum - Þarna virðist allt leika í lyndi. En svo var ekki alltaf.

Um það bil 400 börn, allt niður í hvítvoðunga, er talin liggja í ómerktri gröf við munaðarleysingjahæli sem kaþólskar nunnur ráku í Lanark í Skotlandi og starfaði milli 1864 til 1981. Á þeim tíma bjuggu meira en 11.000 börn á hælinu og voru í umsjá nunnanna. 

Þessi uppgötvun kemur í kjölfar uppljóstrana í mars um að 800 barnslík hafi fundist í ómerktri fjöldagröf við heimili fyrir ógiftar mæður sem nunnur ráku í Tuam á Írlandi.

Fjöldagröf barnanna í Skotlandi er að finna í kirkjugarði sem kenndur er við Maríu guðsmóður og er steinsnar frá Smyllum Park munaðarleysingjahælinu. 

Um nokkra hríð hefur illur grunur beinst að þessu hæli og fullyrt hefur verið að börn hafi sætt þar illri meðferð, verið barin, niðurlægð og sætt einelti af hálfu nunnanna og annarra starfsmanna. Nunnurnar hafa þvertekið fyrir það, sem og fullyrðingar um að dánartíðni barna hafi verið miklu hærri í Smyllum Park en eðlilegt mætti teljast.

Reglan hefur sagt að 120 börn hafi dáið á hælinu, meðan það var starfandi, en nú virðist sem sé komið í ljós að þau hafi verið miklu fleiri.

Og sá grunur hefur vaknað að svo mikill barnadauði stafi beinlínis af hinum illa aðbúnaði og jafnvel að einhverju leyti af ofbeldi. 

Bæði Guardian og BBC skýra frá þeirri rannsókn á þessari nýjustu hryllingssögu úr sögu kaþólsku kirkjunnar sem nú er að hefjast.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár