Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar

Ill­ugi Jök­uls­son seg­ir frá rann­sókn á ómerktri fjölda­gröf í Skotlandi þar sem 400 barns­lík eru sögð hvíla

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar
Frá munaðarleysingjahælinu Smyllum - Þarna virðist allt leika í lyndi. En svo var ekki alltaf.

Um það bil 400 börn, allt niður í hvítvoðunga, er talin liggja í ómerktri gröf við munaðarleysingjahæli sem kaþólskar nunnur ráku í Lanark í Skotlandi og starfaði milli 1864 til 1981. Á þeim tíma bjuggu meira en 11.000 börn á hælinu og voru í umsjá nunnanna. 

Þessi uppgötvun kemur í kjölfar uppljóstrana í mars um að 800 barnslík hafi fundist í ómerktri fjöldagröf við heimili fyrir ógiftar mæður sem nunnur ráku í Tuam á Írlandi.

Fjöldagröf barnanna í Skotlandi er að finna í kirkjugarði sem kenndur er við Maríu guðsmóður og er steinsnar frá Smyllum Park munaðarleysingjahælinu. 

Um nokkra hríð hefur illur grunur beinst að þessu hæli og fullyrt hefur verið að börn hafi sætt þar illri meðferð, verið barin, niðurlægð og sætt einelti af hálfu nunnanna og annarra starfsmanna. Nunnurnar hafa þvertekið fyrir það, sem og fullyrðingar um að dánartíðni barna hafi verið miklu hærri í Smyllum Park en eðlilegt mætti teljast.

Reglan hefur sagt að 120 börn hafi dáið á hælinu, meðan það var starfandi, en nú virðist sem sé komið í ljós að þau hafi verið miklu fleiri.

Og sá grunur hefur vaknað að svo mikill barnadauði stafi beinlínis af hinum illa aðbúnaði og jafnvel að einhverju leyti af ofbeldi. 

Bæði Guardian og BBC skýra frá þeirri rannsókn á þessari nýjustu hryllingssögu úr sögu kaþólsku kirkjunnar sem nú er að hefjast.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár