Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisstjórnin herðir útlendingastefnuna og sviptir fólk réttinum til framfærslufjár

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen setti ný­lega reglu­gerð sem skerð­ir lífs­kjör hæl­is­leit­enda sem feng­ið hafa synj­un og bíða eft­ir að vera send­ir úr landi.

Ríkisstjórnin herðir útlendingastefnuna og sviptir fólk réttinum til framfærslufjár

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur ákveðið að svipta útlendinga réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Komi hælisleitandi frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun jafnframt fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir.

Þetta kemur fram í nýrri reglugerð sem ráðherra undirritaði á dögunum. Reglurnar veita yfirvöldum talsvert svigrúm til að synja fólki um hæli sem kemur frá ríkjum sem eru ekki í hópi þeirra ríkja sem íslensk stjórnvöld telja „örugg“. Jafnvel þótt umsækjandi um hæli komi til dæmis frá Sýrlandi eða Írak getur nú hælisumsókn hans talist „bersýnilega tilhæfulaus“ ef Útlendingastofnun telur málsástæður hans „byggjast á fjarstæðukenndri frásögn“. Þá fela hinar nýju reglur í sér að ákvörðunum Útlendingastofnunar í forgangsmálum þarf ekki að fylgja rökstuðningur. 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur hert talsvert á stefnu Íslands í hælismálum frá því hún tók við stjórnartaumunum í janúar á þessu ári. Eitt af fyrstu verkum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra var að lýsa því yfir á fundi á Möltu að íslensk stjórnvöld hefðu efasemdir um fyrirhugaðar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni og áform um aukna samábyrgð Evrópuríkja í flóttamannamálum. 

Í sama mánuði var haft eftir Sigríði í viðtali við RÚV að íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að láta það átölulaust ef hælisleitendur myndu „misnota velvild Íslendinga“. Skömmu síðar kallaði svo Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir því að hópi hælisleitenda sem hann telur að leiti hingað til lands til að „misnota velferðarkerfið“ yrði mætt „með hörðum stálhnefa“.

Í mars lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um að girt yrði varanlega fyrir að kærur hælisleitenda frestuðu réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um brottvísun í tilvikum þar sem hælisumsókn hefur verið metin bersýnilega tilhæfulaus og umsækjandi kemur frá landi sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Alþingi samþykkti lögin þann 6. apríl, en Rauði krossinn á Íslandi og Lögmannafélagið höfðu gagnrýnt lagabreytingarnar og varað við því að með þeim væri réttaröryggi hælisleitenda skert og mannréttindum þeirra ógnað. 

Allir þingmenn stjórnarmeirihlutans samþykktu frumvarpið, enginn þeirra gerði grein fyrir atkvæði sínu og dómsmálaráðherra og varaformaður allsherjarnefndar voru einu stjórnarliðarnir sem stigu upp í pontu og tjáðu sig um lögin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár