Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir vinnudaga þingmanna of langa: „Er ekki hægt að klára aðeins fyrr?“

Karólína Helga Sím­on­ar­dótt­ir, verð­andi þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, gagn­rýn­ir vinnu­um­hverf­ið.

Segir vinnudaga þingmanna of langa: „Er ekki hægt að klára aðeins fyrr?“

Varaþingkonan Karólína Helga Símonardóttir, sem tekur við þingsæti Theodóru S. Þorsteinsdóttur eftir áramót, gagnrýnir karllægt vinnuumhverfi á Alþingi í viðtali í Morgunblaðinu í dag og nefnir sérstaklega að vinnudagar séu langir.

„Það er bara spurning hvort þetta þurfi að vera svona, þarf alltaf að geyma allt til þess síðasta, er ekki hægt að klára aðeins fyrr og vera aðeins skipulagðari?“ er haft eftir Karólínu.

Sem kunnugt er þiggja þingmenn meira en 1,1 milljón í laun á mánuði og fá fleiri frídaga en flestar aðrar starfsstéttir. Þá eru engin viðurlög við því að þingmenn mæti ekki til vinnu mánuðum saman, sniðgangi atkvæðagreiðslur og nefndarfundi. 

Theodóra, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, tilkynnti í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina að hún ætlaði að hætta þingmennsku. Fullyrti hún að þingmenn kæmu „hvergi að neinni stefnu­mót­un eða ákv­arðana­töku um strauma og stefn­ur“ og gagnrýndi að flest mál sem væru samþykkt kæmu úr ráðuneyt­um í gegn­um rík­is­stjórn. Sjálf hefur Theodóra aldrei lagt fram þingmál, hvorki lagafrumvarp né þingsályktunartillögu.

Karólína Helga hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Seeds, en hún er mannfræðingur að mennt. Á vef Bjartrar framtíðar líkir hún sjálfri sér við vasahníf. „Hnífinn er hægt að nýta á marga vegu, hann er harðgerður, vinnusamur, þú veist alltaf að hverju þú gengur, hann er öllu viðbúin og alltaf til staðar. Þar er mér ágætlega lýst, ég er ekki mikið fyrir að berja mér á brjóst en ég hef ástríðu fyrir þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendi og klára þau af fagmennsku,“ skrifar hún.

Fram kemur að ástæða þess að Karólína valdi Bjarta framtíð sé fyrst og fremst sú að hún „trúi á þær hugsjónir sem Björt framtíð hefur fram að færa, meiri vinnu og minna tuð. Flokkur með framtíðarsýn í öllum málum, ekki skammtímalausnir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár