Stuðningur við ríkisstjórnina fellur úr 34,1 prósentum niður í 27,2 prósent samkvæmt nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 18. ágúst.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn með mest fylgi íslenskra flokka en fellur úr 29,3 prósentum niður í 24,5 prósent. Vinstri græn eru þar á eftir með 20,5 prósent.
Viðreisn er með 6,0 prósent fylgi og Björt framtíð með 3,6 prósent.
Píratar mældust með 13,5 prósenta fylgi, Samfylkingin með 10,6 prósent, Framsókn með 10,1 prósent og Flokkur fólksins með 6,7 prósent.
Heildarfjöldi svarenda voru 955 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Athugasemdir