Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjölmiðlaeigendur styrktu Viðreisn um samtals tvær milljónir

Hlut­haf­ar í Hring­braut, Frétta­tím­an­um sál­uga og Kjarn­an­um styrktu Við­reisn á stof­nári flokks­ins.

Fjölmiðlaeigendur styrktu Viðreisn um samtals tvær milljónir

Eigendur Hringbrautar, Fréttatímans og Kjarnans styrktu Viðreisn samtals um meira en tvær milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi flokksins.

Aðaleigandi Hringbrautar, Sigurður Arngrímsson, styrkti flokkinn um meira en milljón þegar allt er tekið saman. 400 þúsund krónur voru gefnar í gegnum félag hans Saffron Holding, sem á 99,18 prósenta hlut í Hringbraut og er í eigu félagsins Saffron Holding Malta Ltd. á Möltu; 400 þúsund krónur komu frá Sigurði milligöngulaust og um 400 þúsund krónur í gegnum félagið Ursus Maritimus (sem nú heitir Maritimus Investors) sem hann á 75 prósenta hlut í. Guðmundur Örn Jóhannsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Hringbrautar og er fyrrverandi aðaleigandi stöðvarinnar, styrkti flokkinn um 310 þúsund krónur.

Dexter fjár­fest­ing­ar ehf., félag Sigurðar Gísla Pálmasonar sem átti 18 prósenta hlut í Fréttatímanum sáluga, styrkti Viðreisn um 400 þúsund krónur. Þá styrkti Miðeind, félag Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis sem á 15,98 prósenta hlut í Kjarnanum, flokkinn um 200 þúsund krónur. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár