Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjölmiðlaeigendur styrktu Viðreisn um samtals tvær milljónir

Hlut­haf­ar í Hring­braut, Frétta­tím­an­um sál­uga og Kjarn­an­um styrktu Við­reisn á stof­nári flokks­ins.

Fjölmiðlaeigendur styrktu Viðreisn um samtals tvær milljónir

Eigendur Hringbrautar, Fréttatímans og Kjarnans styrktu Viðreisn samtals um meira en tvær milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi flokksins.

Aðaleigandi Hringbrautar, Sigurður Arngrímsson, styrkti flokkinn um meira en milljón þegar allt er tekið saman. 400 þúsund krónur voru gefnar í gegnum félag hans Saffron Holding, sem á 99,18 prósenta hlut í Hringbraut og er í eigu félagsins Saffron Holding Malta Ltd. á Möltu; 400 þúsund krónur komu frá Sigurði milligöngulaust og um 400 þúsund krónur í gegnum félagið Ursus Maritimus (sem nú heitir Maritimus Investors) sem hann á 75 prósenta hlut í. Guðmundur Örn Jóhannsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Hringbrautar og er fyrrverandi aðaleigandi stöðvarinnar, styrkti flokkinn um 310 þúsund krónur.

Dexter fjár­fest­ing­ar ehf., félag Sigurðar Gísla Pálmasonar sem átti 18 prósenta hlut í Fréttatímanum sáluga, styrkti Viðreisn um 400 þúsund krónur. Þá styrkti Miðeind, félag Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis sem á 15,98 prósenta hlut í Kjarnanum, flokkinn um 200 þúsund krónur. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár