Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hvernig stjórnmálamenn hafi breytt almannatryggingakerfinu með vaxandi tekjutengingu lífeyris almannatrygginga. Nú er svo komið að skattlagning lífeyrisþega getur numið allt að 80%. Hvernig gat þetta gerst? Hvers vegna er öldruðum gert að búa við allt annað skattkerfi en öðrum þjóðfélagsþegnum? Hvaða markmið voru sett við stofnun almenna lífeyriskerfisins?
Mótun velferðarríkisins
Þegar þjóðríkin tóku að feta sig úr svörtum miðöldunum voru háværar kröfur um að tekið yrði á tilteknum þjóðfélagsvandamálum, einkum hvað varðaði aukið öryggi og réttlæti þegnanna í skiptingu lífskjara. Vegferðin til velferðarríkisins hófst og almannatryggingar voru án efa merkasta nýjungin í félagsskipan sem beitt var til þess að nálgast þetta markmið. Otto von Bismarck, járnkanslari Þýskalands, var fyrstur til þess að setja löggjöf um félagslegar lífskjaratryggingar. Bismarck var mikill þjóðernissinni og ákafur frjálshyggjumaður. Hann barðist gegn uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar og taldi hann sig með þessu gera betur við alþýðuna en vinstri menn boðuðu í …
Athugasemdir