Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bara peð í þessum heimi

Fyrst hún var hætt í mynd­list­ar­námi ákvað Ás­gerð­ur Heim­is­dótt­ir, 24 ára, að ferð­ast um Ind­land í fjóra mán­uði með kær­ast­an­um sín­um.

Bara peð í þessum heimi

Eftir að ég hætti á sjónlistarbraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík í fyrra leið mér frekar ömurlega. Sem fimm ára stelpa var ég send á myndlistarnámskeið á meðan aðrir krakkar voru í ballett eða íþróttum því ég var svo óð í að teikna. Ég fékk mikla útrás í listum, en ég fæ líka útrás í mörgum öðrum áhugamálum þannig að ég vissi ekki hvort ég vildi gera list að ævistarfi mínu eða ekki.

Í kjölfarið tók ég ákvörðun um að ferðast til Indlands með kærastanum mínum, en við vorum þar frá janúar og fram í apríl. Við tókum skeifu í gegnum landið frá Kerala í suðri til Rajasthan í norðri og síðan aftur suður til Góa. Ferðin var ótrúleg og það var mikið menningarsjokk að koma aftur heim til Íslands eftir þetta ferðalag, en síðan duttum við aftur í rútínuna bakvið hversdagslífið.

Margir vinir mínir hafa farið í heimsreisu eftir menntaskóla og sumir þeirra hafa „frelsast“ í Indlandi, en góð vinkona mín sagði mér að ég hefði verið eina manneskjan sem kom aftur og var ekki gjörsamlega breytt. Ég held að það sé vegna þess að mér finnst eins og ég sé alltaf að breytast og þróast með hverjum deginum.

Ég held að því meira sem þú ferðast, því meira sérðu, og því meira minnkar þú; þú sérð að tilvera þín er stórmerkileg, en á sama tíma alls ekki. Maður er bara peð í þessum heimi, og á meðan að peð getur fellt konunginn þá getur það líka bara ferðast svolítið um skákborðið og notið útsýnisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár