Bara peð í þessum heimi

Fyrst hún var hætt í mynd­list­ar­námi ákvað Ás­gerð­ur Heim­is­dótt­ir, 24 ára, að ferð­ast um Ind­land í fjóra mán­uði með kær­ast­an­um sín­um.

Bara peð í þessum heimi

Eftir að ég hætti á sjónlistarbraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík í fyrra leið mér frekar ömurlega. Sem fimm ára stelpa var ég send á myndlistarnámskeið á meðan aðrir krakkar voru í ballett eða íþróttum því ég var svo óð í að teikna. Ég fékk mikla útrás í listum, en ég fæ líka útrás í mörgum öðrum áhugamálum þannig að ég vissi ekki hvort ég vildi gera list að ævistarfi mínu eða ekki.

Í kjölfarið tók ég ákvörðun um að ferðast til Indlands með kærastanum mínum, en við vorum þar frá janúar og fram í apríl. Við tókum skeifu í gegnum landið frá Kerala í suðri til Rajasthan í norðri og síðan aftur suður til Góa. Ferðin var ótrúleg og það var mikið menningarsjokk að koma aftur heim til Íslands eftir þetta ferðalag, en síðan duttum við aftur í rútínuna bakvið hversdagslífið.

Margir vinir mínir hafa farið í heimsreisu eftir menntaskóla og sumir þeirra hafa „frelsast“ í Indlandi, en góð vinkona mín sagði mér að ég hefði verið eina manneskjan sem kom aftur og var ekki gjörsamlega breytt. Ég held að það sé vegna þess að mér finnst eins og ég sé alltaf að breytast og þróast með hverjum deginum.

Ég held að því meira sem þú ferðast, því meira sérðu, og því meira minnkar þú; þú sérð að tilvera þín er stórmerkileg, en á sama tíma alls ekki. Maður er bara peð í þessum heimi, og á meðan að peð getur fellt konunginn þá getur það líka bara ferðast svolítið um skákborðið og notið útsýnisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár