Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bara peð í þessum heimi

Fyrst hún var hætt í mynd­list­ar­námi ákvað Ás­gerð­ur Heim­is­dótt­ir, 24 ára, að ferð­ast um Ind­land í fjóra mán­uði með kær­ast­an­um sín­um.

Bara peð í þessum heimi

Eftir að ég hætti á sjónlistarbraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík í fyrra leið mér frekar ömurlega. Sem fimm ára stelpa var ég send á myndlistarnámskeið á meðan aðrir krakkar voru í ballett eða íþróttum því ég var svo óð í að teikna. Ég fékk mikla útrás í listum, en ég fæ líka útrás í mörgum öðrum áhugamálum þannig að ég vissi ekki hvort ég vildi gera list að ævistarfi mínu eða ekki.

Í kjölfarið tók ég ákvörðun um að ferðast til Indlands með kærastanum mínum, en við vorum þar frá janúar og fram í apríl. Við tókum skeifu í gegnum landið frá Kerala í suðri til Rajasthan í norðri og síðan aftur suður til Góa. Ferðin var ótrúleg og það var mikið menningarsjokk að koma aftur heim til Íslands eftir þetta ferðalag, en síðan duttum við aftur í rútínuna bakvið hversdagslífið.

Margir vinir mínir hafa farið í heimsreisu eftir menntaskóla og sumir þeirra hafa „frelsast“ í Indlandi, en góð vinkona mín sagði mér að ég hefði verið eina manneskjan sem kom aftur og var ekki gjörsamlega breytt. Ég held að það sé vegna þess að mér finnst eins og ég sé alltaf að breytast og þróast með hverjum deginum.

Ég held að því meira sem þú ferðast, því meira sérðu, og því meira minnkar þú; þú sérð að tilvera þín er stórmerkileg, en á sama tíma alls ekki. Maður er bara peð í þessum heimi, og á meðan að peð getur fellt konunginn þá getur það líka bara ferðast svolítið um skákborðið og notið útsýnisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár