Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bara peð í þessum heimi

Fyrst hún var hætt í mynd­list­ar­námi ákvað Ás­gerð­ur Heim­is­dótt­ir, 24 ára, að ferð­ast um Ind­land í fjóra mán­uði með kær­ast­an­um sín­um.

Bara peð í þessum heimi

Eftir að ég hætti á sjónlistarbraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík í fyrra leið mér frekar ömurlega. Sem fimm ára stelpa var ég send á myndlistarnámskeið á meðan aðrir krakkar voru í ballett eða íþróttum því ég var svo óð í að teikna. Ég fékk mikla útrás í listum, en ég fæ líka útrás í mörgum öðrum áhugamálum þannig að ég vissi ekki hvort ég vildi gera list að ævistarfi mínu eða ekki.

Í kjölfarið tók ég ákvörðun um að ferðast til Indlands með kærastanum mínum, en við vorum þar frá janúar og fram í apríl. Við tókum skeifu í gegnum landið frá Kerala í suðri til Rajasthan í norðri og síðan aftur suður til Góa. Ferðin var ótrúleg og það var mikið menningarsjokk að koma aftur heim til Íslands eftir þetta ferðalag, en síðan duttum við aftur í rútínuna bakvið hversdagslífið.

Margir vinir mínir hafa farið í heimsreisu eftir menntaskóla og sumir þeirra hafa „frelsast“ í Indlandi, en góð vinkona mín sagði mér að ég hefði verið eina manneskjan sem kom aftur og var ekki gjörsamlega breytt. Ég held að það sé vegna þess að mér finnst eins og ég sé alltaf að breytast og þróast með hverjum deginum.

Ég held að því meira sem þú ferðast, því meira sérðu, og því meira minnkar þú; þú sérð að tilvera þín er stórmerkileg, en á sama tíma alls ekki. Maður er bara peð í þessum heimi, og á meðan að peð getur fellt konunginn þá getur það líka bara ferðast svolítið um skákborðið og notið útsýnisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár