Emmanuel Macron Frakklandsforseti vakti nokkra athygli um daginn þegar hann minntist þess að 75 ár væru liðin frá voðalegum hörmungum þegar mörg þúsund frönskum Gyðingum var smalað saman í París og þeir fluttir í útrýmingarbúðir Þjóðverja í Póllandi.
Við þetta tækifæri tók Marcon sterkar til orða en nokkur Frakklandsleiðtogi hefur áður gert um ábyrgð Frakka og franska ríkisins á þessum hörmulegu atburðum.
Það er í sjálfu sér fagnaðarefni, þótt önnur ummæli Macrons - sem skilja mátti þannig að andúð á framferði Ísraels nú á dögum væri framhald af Gyðingahatri fyrri tíma - væru mun umdeilanlegri. En Macron andmælti reyndar um leið og nokkuð kröftuglega byggðum ísraelskra landræningja á palestínsku landi og eru einn hesti þrándur í götu friðarumleitana þar um slóðir.
En ég ætlaði að tala um helförina í Frakklandi.
Þegar Frakkar gáfust upp fyrir Þjóðverjum eftir háðulegan ósigur á vígvellinum sumarið 1940 þá bjuggu um 330.000 Gyðingar á …
Athugasemdir