Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nichole segir unnið að því að setja stjórn yfir Landspítalann

Formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar gant­ast með áform um að koma stjórn yf­ir Land­spít­al­ann. Áð­ur hef­ur hún gert at­huga­semd­ir við að for­stjóri spít­al­ans stundi „póli­tíska bar­áttu“ og „betli pen­ing” af Al­þingi.

Nichole segir unnið að því að setja stjórn yfir Landspítalann

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, vill ekki tjá sig um áform þess efnis að setja stjórn yfir Landspítalann og segir velferðarnefnd ekki koma að málinu. 

Í síðustu viku birti Nichole færslu á Facebook þar sem hún sagði að á Alþingi væri unnið að því hörðum höndum að hrinda í framkvæmd hugmynd sinni um að setja stjórn yfir LSH. Birti hún mynd af sér ásamt þingverði sem hélt á plástri og gantaðist með að stjórnin yrði „plástur-stjórn”. 

Stundin sendi Nichole fyrirspurn um málið og fékk þau svör að velferðarnefnd væri ekki að vinna að því að setja stjórn yfir Landspítalann. Aðspurð hvort hún eða þingflokkur Bjartrar framtíðar væru með slíkt þingmál í undirbúningi sagðist hún ekki vilja tjá sig um það. 

Nichole greindi frá því á Alþingi þann 24. maí síðastliðinn að hún hefði beitt sér fyrir því að sett yrði stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að  stunda „pólitíska baráttu“ og „betla pening” af Alþingi.

„Ég ætla að vera alveg hreinskilin. Það er ég sem er búin að vera að hlaupa hérna um þinghús og leggja fram hugmyndir um að setja stjórn yfir spítalann,“ sagði Nichole.

Stjórnendur Landspítalans höfðu þá skömmu áður gagnrýnt stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og leiðrétt rangar fullyrðingar stjórnarliða um heilbrigðismál. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár