Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Margvísleg brot á starfsleyfi í matreiðslu ISS fyrir skólabörn

Ræst­inga- og veit­inga­fyr­ir­tæk­ið ISS Ís­land hef­ur und­an­far­ið tek­ið yf­ir mat­reiðslu mál­tíða fyr­ir leik­skóla- og grunn­skóla­börn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir hafa ver­ið gerð­ar af heil­brigðis­eft­ir­lit­inu vegna hrein­læt­is, rekj­an­leika og innra eft­ir­lits í eld­húsi ISS, með­al ann­ars vegna myglu. Ný­legt út­boð vegna mat­ar fyr­ir grunn­skóla í Kópa­vogi, þar sem ISS átti næst­lægsta til­boð­ið, hef­ur ver­ið kært.

Margvísleg brot á starfsleyfi í matreiðslu ISS fyrir skólabörn
Samið um mat fyrir grunnskóla Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guðmundur Guðmundsson, forstjóri ISS, kynna samning um matreiðslu ISS fyrir grunnskóla og leikskóla í september síðastliðnum. Mynd: ISS Ísland

Matvælaframleiðsla ISS, sem framleiðir mat fyrir leikskóla, skólamötuneyti og öldrunarheimili, auk fjölda fyrirtækja, hefur ekki uppfyllt „kröfur um góða starfshætti sem settar eru fram í reglugerð um hollustuhætti sem varða matvæli“. 

Bæjarráð Kópavogs ákvað 15. júní síðastliðinn að semja við ISS um matseld fyrir tvo grunnskóla, Kópavogsskóla og Smáraskóla, til næstu þriggja ára. Útboðið hefur nú verið kært, þar sem tilboð lægstbjóðanda, Sölufélags garðyrkjumanna, var metið ógilt vegna skorts á gögnum. 

Tugir frávika greindust í eftirliti heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í janúar síðastliðnum og höfðu mörg þeirra verið greind strax í apríl 2016. Daginn eftir ákvörðun bæjarráðs Kópavogs, 16. júní síðastliðinn, fór heilbrigðiseftirlit aftur í vettvangsrannsókn hjá ISS og komst að því að lítið hafði verið um úrbætur. Hálfu ári eftir margvíslegar athugasemdir heilbrigðiseftirlitsins hafði engin úrbótaáætlun verið færð fram af fyrirtækinu og auk þess greindist „alvarlegt frávik“ frá starfsleyfi vegna slæms ástands, hita, rakaskemmda, „skordýraálags“ og fleira í uppþvottarými.

„Sem betur fer er ekki mikið um það.“

Þess ber að geta að algengt er að gerðar séu athugasemdir eftir eftirlitsferðir hjá matvælafyrirtækjum. Ekkert matvælafyrirtæki kemst fullkomlega athugasemdalaust í gegnum skoðun eftirlitsins, en þar sem ISS eldar fyrir viðkvæma hópa og í miklu magni eru gerðar sérstakar kröfur um verklag, sem ISS hefur ekki náð að uppfylla þrátt fyrir áskoranir heilbrigðiseftirlitsins.

Jón Ragnar Gunnarsson, fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins, segir að ekki sé algengt að alvarleg frávik greinist, en býst við að úrbætur séu í farvegi. „Það er ekki mjög algengt, nei. Það er eitthvað um það. Sem betur fer er ekki mikið um það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár