Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Margvísleg brot á starfsleyfi í matreiðslu ISS fyrir skólabörn

Ræst­inga- og veit­inga­fyr­ir­tæk­ið ISS Ís­land hef­ur und­an­far­ið tek­ið yf­ir mat­reiðslu mál­tíða fyr­ir leik­skóla- og grunn­skóla­börn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir hafa ver­ið gerð­ar af heil­brigðis­eft­ir­lit­inu vegna hrein­læt­is, rekj­an­leika og innra eft­ir­lits í eld­húsi ISS, með­al ann­ars vegna myglu. Ný­legt út­boð vegna mat­ar fyr­ir grunn­skóla í Kópa­vogi, þar sem ISS átti næst­lægsta til­boð­ið, hef­ur ver­ið kært.

Margvísleg brot á starfsleyfi í matreiðslu ISS fyrir skólabörn
Samið um mat fyrir grunnskóla Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guðmundur Guðmundsson, forstjóri ISS, kynna samning um matreiðslu ISS fyrir grunnskóla og leikskóla í september síðastliðnum. Mynd: ISS Ísland

Matvælaframleiðsla ISS, sem framleiðir mat fyrir leikskóla, skólamötuneyti og öldrunarheimili, auk fjölda fyrirtækja, hefur ekki uppfyllt „kröfur um góða starfshætti sem settar eru fram í reglugerð um hollustuhætti sem varða matvæli“. 

Bæjarráð Kópavogs ákvað 15. júní síðastliðinn að semja við ISS um matseld fyrir tvo grunnskóla, Kópavogsskóla og Smáraskóla, til næstu þriggja ára. Útboðið hefur nú verið kært, þar sem tilboð lægstbjóðanda, Sölufélags garðyrkjumanna, var metið ógilt vegna skorts á gögnum. 

Tugir frávika greindust í eftirliti heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í janúar síðastliðnum og höfðu mörg þeirra verið greind strax í apríl 2016. Daginn eftir ákvörðun bæjarráðs Kópavogs, 16. júní síðastliðinn, fór heilbrigðiseftirlit aftur í vettvangsrannsókn hjá ISS og komst að því að lítið hafði verið um úrbætur. Hálfu ári eftir margvíslegar athugasemdir heilbrigðiseftirlitsins hafði engin úrbótaáætlun verið færð fram af fyrirtækinu og auk þess greindist „alvarlegt frávik“ frá starfsleyfi vegna slæms ástands, hita, rakaskemmda, „skordýraálags“ og fleira í uppþvottarými.

„Sem betur fer er ekki mikið um það.“

Þess ber að geta að algengt er að gerðar séu athugasemdir eftir eftirlitsferðir hjá matvælafyrirtækjum. Ekkert matvælafyrirtæki kemst fullkomlega athugasemdalaust í gegnum skoðun eftirlitsins, en þar sem ISS eldar fyrir viðkvæma hópa og í miklu magni eru gerðar sérstakar kröfur um verklag, sem ISS hefur ekki náð að uppfylla þrátt fyrir áskoranir heilbrigðiseftirlitsins.

Jón Ragnar Gunnarsson, fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins, segir að ekki sé algengt að alvarleg frávik greinist, en býst við að úrbætur séu í farvegi. „Það er ekki mjög algengt, nei. Það er eitthvað um það. Sem betur fer er ekki mikið um það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár