Ólafur Arnarson, hagfræðingur og rithöfundur, útilokar ekki endurkomu til Neytendasamtakanna, eftir að hafa sagt af sér í kjölfar harðrar gagnrýni og aðgerða stjórnar samtakanna vegna óhóflegra útgjalda hans.
Sjálfur segir Ólafur í yfirlýsingu að samtökin hafi „flotið hægt og bítandi að feigðarósi“ og skorti tekjuöflun, en hann hefur sætt hörðum ákúrum fyrir persónuleg fjármál sín og skuldar hann, samkvæmt heimildum Stundarinnar, nú yfir 20 milljónir króna í skatta og opinber gjöld.
Ólafur vakti athygli árið 2009 með bókinni Sofandi að feigðarósi, þar sem hann gagnrýndi harðlega íslensk stjórnvöld og samfélag fyrir að bregðast ekki við aðsteðjandi efnahagsvanda í aðdraganda bankahrunsins. Ólafur er fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður menntamálaráðherra, en starfaði lengi í fjármálageiranum. Hann var kjörinn formaður Neytendasamtakanna þann 22. október í fyrra með um 56 prósent atkvæða og lutu fjórir aðrir frambjóðendur í lægra haldi.
Strax í vikunni fyrir kosningar fóru þó spjótin að beinast að Ólafi vegna …
Athugasemdir