Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaðurinn skuldar yfir 20 milljónir í opinber gjöld

Stjórn­ar­tíð Ól­afs Arn­ar­son­ar hjá Neyt­enda­sam­tök­un­um hef­ur ein­kennst af úlfúð og erj­um á milli stjórn­ar­inn­ar og for­manns­ins. Ólaf­ur hef­ur sagt af sér sem formað­ur, en boð­ar mögu­lega end­ur­komu og kenn­ir stjórn sam­tak­anna um hvernig fór. Stjórn­in hef­ur gagn­rýnt hann fyr­ir að koma fjár­hag sam­tak­anna í hættu. Sjálf­ur skuld­ar Ólaf­ur yf­ir tutt­ugu millj­ón­ir króna í skatta.

Formaðurinn skuldar yfir 20 milljónir í opinber gjöld

Ólafur Arnarson, hagfræðingur og rithöfundur, útilokar ekki endurkomu til Neytendasamtakanna, eftir að hafa sagt af sér í kjölfar harðrar gagnrýni og aðgerða stjórnar samtakanna vegna óhóflegra útgjalda hans.

Sjálfur segir Ólafur í yfirlýsingu að samtökin hafi „flotið hægt og bítandi að feigðarósi“ og skorti tekjuöflun, en hann hefur sætt hörðum ákúrum fyrir persónuleg fjármál sín og skuldar hann, samkvæmt heimildum Stundarinnar, nú yfir 20 milljónir króna í skatta og opinber gjöld.

Ólafur vakti athygli árið 2009 með bókinni Sofandi að feigðarósi, þar sem hann gagnrýndi harðlega íslensk stjórnvöld og samfélag fyrir að bregðast ekki við aðsteðjandi efnahagsvanda í aðdraganda bankahrunsins. Ólafur er fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður menntamálaráðherra, en starfaði lengi í fjármálageiranum. Hann var kjörinn formaður Neytendasamtakanna þann 22. október í fyrra með um 56 prósent atkvæða og lutu fjórir aðrir frambjóðendur í lægra haldi.  

Strax í vikunni fyrir kosningar fóru þó spjótin að beinast að Ólafi vegna …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Neytendamál

Greiðslubyrðin tvöfaldaðist um mánaðarmót: „Það má ekkert koma upp á“
FréttirNeytendamál

Greiðslu­byrð­in tvö­fald­að­ist um mán­að­ar­mót: „Það má ekk­ert koma upp á“

Greiðslu­byrði af hús­næð­is­láni Gígju Skúla­dótt­ur tvö­fald­að­ist síð­ustu mán­að­ar­mót. Þeg­ar bú­ið er að greiða önn­ur mán­að­ar­leg gjöld stend­ur hún eft­ir með lít­ið á milli hand­anna til þess að verja í grunn nauð­synj­ar á borð mat. Hún seg­ir að lít­ið megi út af bregða án þess að hún lendi í fjár­hags­vand­ræð­um. Hún spyr hvernig venju­legu fólki tak­ist að lifa lífi sínu í nú­ver­andi efna­hags­ástandi.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
FréttirNeytendamál

Fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fé­lög keyptu upp stór­an hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár