Karlmennskudýrkun og vaxandi kvenhatur í Bandaríkjunum

Eft­ir að full­trúi ICE-sveit­ar Trumps drap konu hef­ur MAGA-hreyf­ing­in beint spjót­um sín­um að frjáls­lynd­um kon­um.

Karlmennskudýrkun og vaxandi kvenhatur í Bandaríkjunum
MAGA-hreyfingin Stuðningsmenn Bandaríkjaforseta hafa horft til óskilgreindrar, mikilfenglegrar fortíðar og vilja sumir þeirra vinda ofan af réttindabaráttu kvenna. Mynd: Shutterstock

Framsæknar hvítar konur hafa lengi verið skotspónn MAGA-hreyfingar Donalds Trumps forseta, en árásir á þennan lýðfræðilega hóp hafa orðið sérstaklega grimmilegar undanfarnar vikur.

Fjölmargir íhaldssamir álitsgjafar hafa brugðist við drápi innflytjendalögreglumanns á Rene Good, 37 ára bandarískri konu í Minneapolis sem mótmælti hörku gegn innflytjendum, með því að rægja hana.

Útvarpsmaðurinn Erick Erickson bjó til skammstöfun til að lýsa Good – „AWFUL“, eða Affluent White Female Urban Liberal (vel stæð, hvít, frjálslynd kona úr þéttbýli).

„Hvítar frjálslyndar konur eru krabbamein fyrir þjóðina. Þær hafa engin raunveruleg vandamál, svo þeim leiðist“ og taka upp baráttu annarra, skrifaði hægrisinnaði grínistinn Vincent Oshana á X.

„Þær vilja bara finnast þær vera mikilvægar.“

Dálkahöfundurinn David Marcus vísaði á meðan með fyrirlitningu til kvenkyns aðgerðasinna, eins og Good, sem mótmæltu aðgerðum Trumps í innflytjendamálum sem „skipulagðar klíkur af vínmömmum“.

Kosningaréttur kvenna „harmleikur“

Árásirnar koma samhliða tvíþættri sókn á hægri væng bandarískra stjórnmála – gegn nútíma femínisma og með upprisu karlmennskuímyndar.

Bylgja tjáningar gegn réttindum kvenna reis strax eftir kjör Donalds Trump Bandaríkjaforseta, með 4600% fjölgun samfélagsmiðlafærlsna með yfirlýsingum eins og „þinn líkami, mitt val“ og „komdu þér aftur í eldhúsið“ fyrsta sólarhringinn eftir kosningasigurinn í nóvember 2024.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • S
    Stefán skrifaði
    Hvað kemur karlmennskudýrkun kvenhatri við. —Ég elska að vera karl. Ég elska líka konur. —Þetta er svo aumkunarverður feminismi, að ná jafnrétti fram, með því að draga annað kynið niður. —Ég styð feminisma sem snýst um að styrkja konur, en ekki þessa ömurð sem snýst um að gera karla aumari. —Þetta er samfélag sem sér framfarir í að minka alla niður í jöfnu, í stað þess að ná því besta fram úr fólki. —Vænlegt til árangurs, eða þannig.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár