Framsæknar hvítar konur hafa lengi verið skotspónn MAGA-hreyfingar Donalds Trumps forseta, en árásir á þennan lýðfræðilega hóp hafa orðið sérstaklega grimmilegar undanfarnar vikur.
Fjölmargir íhaldssamir álitsgjafar hafa brugðist við drápi innflytjendalögreglumanns á Rene Good, 37 ára bandarískri konu í Minneapolis sem mótmælti hörku gegn innflytjendum, með því að rægja hana.
Útvarpsmaðurinn Erick Erickson bjó til skammstöfun til að lýsa Good – „AWFUL“, eða Affluent White Female Urban Liberal (vel stæð, hvít, frjálslynd kona úr þéttbýli).
„Hvítar frjálslyndar konur eru krabbamein fyrir þjóðina. Þær hafa engin raunveruleg vandamál, svo þeim leiðist“ og taka upp baráttu annarra, skrifaði hægrisinnaði grínistinn Vincent Oshana á X.
„Þær vilja bara finnast þær vera mikilvægar.“
Dálkahöfundurinn David Marcus vísaði á meðan með fyrirlitningu til kvenkyns aðgerðasinna, eins og Good, sem mótmæltu aðgerðum Trumps í innflytjendamálum sem „skipulagðar klíkur af vínmömmum“.
Kosningaréttur kvenna „harmleikur“
Árásirnar koma samhliða tvíþættri sókn á hægri væng bandarískra stjórnmála – gegn nútíma femínisma og með upprisu karlmennskuímyndar.
Bylgja tjáningar gegn réttindum kvenna reis strax eftir kjör Donalds Trump Bandaríkjaforseta, með 4600% fjölgun samfélagsmiðlafærlsna með yfirlýsingum eins og „þinn líkami, mitt val“ og „komdu þér aftur í eldhúsið“ fyrsta sólarhringinn eftir kosningasigurinn í nóvember 2024.



















































Athugasemdir (1)