Samskiptin öll milli Trump og norrænu leiðtoganna

„Kveðja, Jon­as og Al­ex,“ sagði í lok skila­boða for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og Finn­lands til Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem hann svar­aði með al­var­legri hót­un.

Samskiptin öll milli Trump og norrænu leiðtoganna
Stubb og Trump Alexander Stubb, forseti Finnlands, hitti Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í október. Þeir hafa náð vel saman, einna helst vegna sameiginlegs áhuga á golfiðkun. Mynd: AFP

Norskir fjölmiðlar hafa nú birt öll samskipti forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, og Alexander Stubb, forseta Finnlands, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem leiddu til ógnandi svars frá þeim síðarnefnda. 

Norrænu leiðtogarnir vildu freista þess að bera klæði á vopnin eftir að Trump tilkynnti um 10% og svo 25% refsitolla á nokkur Evrópuríki sem styðja fullveldi Grænlands gegn ásælni Trumps og áformum um að innlima landið með valdi inn í Bandaríkin.

„Kæri forseti, kæri Donald – varðandi samskiptin yfir Atlantshafið – varðandi Grænland, Gasa, Úkraínu – og tollatilkynningu þína í gær.

Þú þekkir afstöðu okkar í þessum málum. En við teljum að við ættum öll að vinna að því að róa ástandið og draga úr spennu – það er svo mikið að gerast í kringum okkur þar sem við þurfum að standa saman.

Við leggjum til símtal við þig seinna í dag – annaðhvort með okkur báðum eða hvorum í sínu lagi – láttu okkur vita hvað þú kýst! Bestu kveðjur – Alex og Jonas.“

Svar Trumps hefur verið skilið sem svo að hann hafni fullveldi Danmerkur og Grænlands, og í raun fleiri ríkja. Þá felst í því undirliggjandi hótun um að beita hernaði. 

Trump ávarpaði aðeins Jonas Gahr Støre, þrátt fyrir að hann hafi átt í góðum samskiptum við Finnlandsforseta.

Skilaboðin voru eftirfarandi, í gegnum sendiherra:

„Kæri sendiherra:

Trump forseti hefur beðið um að eftirfarandi skilaboð, sem deilt var með Jonas Gahr Støre forsætisráðherra, verði áframsend til [nafn þjóðhöfðingja/ríkisstjórnarleiðtoga] yðar

„Kæri Jonas: Í ljósi þess að land þitt ákvað að veita mér ekki friðarverðlaun Nóbels fyrir að hafa stöðvað ÁTTA stríð PLÚS, finnst mér ég ekki lengur skuldbundinn til að hugsa eingöngu um frið, þótt hann verði ávallt í fyrirrúmi, heldur get ég nú hugsað um það sem er gott og rétt fyrir Bandaríki Norður-Ameríku. Danmörk getur ekki varið það land fyrir Rússlandi eða Kína, og hvers vegna eiga þeir yfirleitt „eignarrétt“? Það eru engin skrifleg skjöl, það er aðeins vegna þess að bátur lenti þar fyrir hundruðum ára, en við létum báta lenda þar líka. Ég hef gert meira fyrir NATO en nokkur annar frá stofnun þess, og nú ætti NATO að gera eitthvað fyrir Bandaríkin. Heimurinn er ekki öruggur nema við höfum ALGJÖRA og FULLA stjórn á Grænlandi. Takk fyrir! DJT forseti“

Norsk stjórnvöld hafa reynt að leiða Trump fyrir sjónir að það er sérstök nóbelsnefnd sem ákvarðar hverjir fá friðarverðlaun Nóbels, en hún er skipuð af norska Stórþinginu.

Trump fékk í síðustu viku verðlaunapeninginn að gjöf frá Mariu Corinu Machado, friðarverðlaunahafa Nóbels, eftir að hafa kvartað sáran undan því að fá ekki verðlaunin.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Svei mér þá ef hann á ekki meira bágt en Maduro
    1
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Táknmyndin um að endur-gefa friðarverðlaun Nóbels er ótrúlega truflandi ...grefur undan öllu fyrirtækinu ... bættu við hugmyndinni um hver nýi viðtakandinn var og holan sem verið er að grafa fer frá djúpum til botnlaus.
    1
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      Þessi "gjöf" er auðvitað algerlega marklaus, það er ekki hægt að yfirfæra verðlaunin þó það sé hægt að láta fólk fá pappír og orðu. En sammála, þetta grefur undan verðlaununum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár