Nefndu breiðstræti eftir Trump

Nafn Don­alds Trump Banda­ríkja­forsta prýð­ir sí­fellt fleiri hluti.

Nefndu breiðstræti eftir Trump
Vígsla Meg Weinberger (t.v.), fulltrúadeildarþingmaður í Flórída, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, afhjúpa skilti með áletruninni „President Donald J. Trump Boulevard“ við vígsluathöfn á Mar-a-Lago á föstudag. Mynd: AFP

Þingmenn í Flórída samþykktu á dögunum að endurnefna hluta af Southern Boulevard, strætinu sem tengir flugvöllinn í Palm Beach við aðsetur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago. Vegurinn fær heitið President Donald Trump Boulevard.

Trump sagði nafngiftina „gríðarlegan heiður“ og sagðist myndu „muna þennan ótrúlega gjörning það sem eftir er lífs míns.“

Nafn Trumps skreytir nú sífellt fleiri hluti, bæði byggingar í Washington-borg, nýrrar útgáfu herskipa sjóhersins, landvistarleyfi fyrir ríka útlendinga, vefsíðu bandaríska alríkisins fyrir lyfseðilsskyld lyf og sparnaðarreikninga fyrir börn, á vegum ríkisins, fyrir utan menningarmiðstöðina Trump Kennedy Center.

Venjan fram að þessu hefur verið að nefna byggingar og minnismerki eftir forsetum eftir brotthvarf þeirra úr forsetastóli og þá eftir ákvörðun bandaríska þingsins.

Nafnaveislan yfir breiðstrætinu í Flórída var haldin degi eftir að Trump náði þeim langþráða áfanga að fá afhend friðarverðlaun Nóbels, eða að minnsta kosti verðlaunapeninginn, úr hendi friðarverðlaunahafans, Maríu Corinu Machado, sem Trump hefur sagt að njóti ekki nægrar virðingar í Venesúela til að taka við stjórn landsins eftir að Trump fyrirskipaði mannrán á forsetanum Niculás Maduro. Við tók varaforseti Maduros.

Gjörningurinn leiddi til þess að norska nóbelsnefndin lýsti því yfir að „verðlaunin sjálf - heiðurinn og viðurkenninguna - væri óaðskiljanlega tengd persónunni eða samtökunum sem norska nóbelsnefndin útnefnir.“

Nóbelsnefndin listaði síðan upp þá verðlaunahafa sem hefðu framselt eða gefið nóbelsverðlaunin, þar á meðal að norski rithöfundurinn Knut Hamsun sem valdi að afhenda áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, Jósef Göbbels, verðlaun sín í bókmenntum árið 1943, eftir fund þeirra í Þýskalandi nasismans á meðan hernámi þeirra á Noregi stóð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár