Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fara vextir núna „að húrra niður“?

„Al­veg hörmu­legt“ að verð­bólga hafi hald­ist yf­ir við­miði í fimm ár. Vext­ir á Ís­landi yf­ir sjö pró­sent, en frá tvö pró­sent í við­mið­un­ar­lönd­um.

Fara vextir núna „að húrra niður“?
Ásgeir Jónsson Vísar aftur til verkalýðsfélaganna um framtíð stýrivaxta. Mynd: Golli

„Það er það sem ég býst við, að verðbólga muni hjaðna hratt,“ sagði Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri við kynningu á vaxtaákvörðun seðlabankans í morgun. Þar var kynnt óvænt 0,25% stýrivaxtalækkun þrátt fyrir háa verðbólgu, sem kemur til vegna þess sem peningastefnunefndin kallar „raunverulega kólnun í kerfinu“. Þessar slæmu fréttir fyrir hagkerfi Íslands gætu á móti opnað á möguleikann á að veruleiki húsnæðiseigenda batni til muna næsta árið.

Á fundinum gekkst Þórarinn við því að það væri „alveg hörmulegt“ að verðbólga hefði verið yfir 2,5% viðmiði bankans í fimm ár. 

„Er þetta ásættanlegur tími? Auðvitað ekki. Fimm ár eru náttúrlega … Þetta er alveg hörmulegt. Það endurspeglast því að við erum með yfir sjö prósent vexti: Önnur lönd eru með vexti í einhverju tvö, þrjú, mesta lagi fjögur prósent. Það er þá birtingamynd yfir því að við erum frekar súr yfir þessu,“ sagði hann, en stýrivextir eru nú 7,25%.

Vegna vaxtahækkana Seðlabankans síðustu ár hafa óverðtryggðir húsnæðislánavextir farið vel yfir 10 prósent í sumum tilfellum, sem hefur leitt til þess að langflest ný húsnæðislán hafa verið verðtryggð.

Hagkerfið kólnar

Þórarinn G. Pétursson Varaseðlabankastjóri peningastefnu varar við því að treysta á að vextir húrri niður, en það sé þó mögulegt.

Vegna ýmissa áfalla í hagkerfi Íslands er nú kólnun yfirvofandi, sem mun þýða minni hagvöxtur en á móti lægri verðbólga, sem getur leitt til örrar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum. Horfur um hagvöxt hafa verið „færðar niður um tvær prósentur í heild“ í ár og næsta ári, sagði Þórarinn og bætti við að „atvinnuleysi [verði] hálfu prósentu meiri á næsta ári og ári þar á eftir.“

Aukið atvinnuleysi og kólnun almennt leiðir til þess að „um mitt næsta ár er verðbólgan hálfu prósentu minni en við spáðum í ágúst,“ sagði Þórarinn.

Eins og Heimildin fjallaði um í morgun leiðir þetta til þess að vertryggð lán verða hagstæðari en áður. Þau hafa verið ódýrari en óverðtryggð lán frá árinu 2023.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár