Ísraelski herinn hóf í gærkvöld stórsókn inn í Gazaborg og hafa sprengjuárásir staðið yfir í alla nótt. Markmiðið er að hernema borgina. Yfirvöld í Ísrael hafa haldið því fram að á þriðja tug Hamasliða haldi til í borginni.
Aðgerðir hersins, sem hafa herst gríðarlega, hafa valdið miklum flótta almennra borgara út úr borginni.
Utanríkisráðherrar Þýskalands og Bretlands hafa báðir fordæmt árásina á Gazaborg.
SÞ segja þjóðarmorð í gangi
Að mati óháðrar alþjóðlegar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er Ísrael að fremja þjóðarmorð á Gaza. Er þetta í fyrsta sinn sem SÞ nota hugtakið um aðgerðir Ísraels gegn Palestínumönnum.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að draga megi þá niðurstöðu að fjórar af fimm aðgerðum þjóðarmorða, samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu þeirra, hafi átt sér stað síðan átökin milli Ísraels og Hamas hófust 2023.
Þær eru:
- Að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi
- Að valda alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða
- Að koma í kring skilyrðum sem séu …
Athugasemdir