„Er þetta bróðir minn?“

Sagt hef­ur ver­ið frá dul­ar­full­um guðs­manni í Síberíu á 19. öld sem sum­ir héldu að væri Al­ex­and­er 1. Rússa­keis­ari. Það var reynd­ar margt grun­sam­legt við dauða keis­ar­ans.

„Er þetta bróðir minn?“
Banabeð Alexanders 1. — að því er sagt er!

Laust fyrir klukkan ellefu að kvöldi þann 1. desember 1825 dó maður nokkur í viðhafnarstofu í sýslumannshöllinni í rússnesku smáborginni Taganrog sem er innst í Asovssjó, innhafi Svartahafs. Maðurinn hafði legið nær meðvitundarlaus í tvo sólarhringa eftir að hafa veikst snögglega tveimur vikum fyrr.

Veikindi hans höfðu alls ekki virst slæm framan af. Hann virtist bara vera með frekar slæmt kvef. En síðustu daga hafði skyndilega dregið hratt af honum uns hann missti meðvitund.

Og dó svo.

Dularfullur dauðdagi

Einkalæknir hans sagði seinna að hann væri ekki viss um hver kvillinn hefði verið sem dró manninn til dauða, kannski taugaveiki, já, það hlýtur eiginlega að hafa verið taugaveiki fyrst sjúklingurinn dó svo skyndilega, hann hafði jú verið prýðilega hraustur áður en hann kvefaðist, enda stór og sterklegur og ekki nema 47 ára gamall.

Alexander 1. keisari— Dó hann eða dó hann ekki?

Einkalæknir …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár