Laust fyrir klukkan ellefu að kvöldi þann 1. desember 1825 dó maður nokkur í viðhafnarstofu í sýslumannshöllinni í rússnesku smáborginni Taganrog sem er innst í Asovssjó, innhafi Svartahafs. Maðurinn hafði legið nær meðvitundarlaus í tvo sólarhringa eftir að hafa veikst snögglega tveimur vikum fyrr.
Veikindi hans höfðu alls ekki virst slæm framan af. Hann virtist bara vera með frekar slæmt kvef. En síðustu daga hafði skyndilega dregið hratt af honum uns hann missti meðvitund.
Og dó svo.
Dularfullur dauðdagi
Einkalæknir hans sagði seinna að hann væri ekki viss um hver kvillinn hefði verið sem dró manninn til dauða, kannski taugaveiki, já, það hlýtur eiginlega að hafa verið taugaveiki fyrst sjúklingurinn dó svo skyndilega, hann hafði jú verið prýðilega hraustur áður en hann kvefaðist, enda stór og sterklegur og ekki nema 47 ára gamall.

Einkalæknir …
Athugasemdir