Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Trump og Vance rífast við Zelensky í Hvíta húsinu

Rúss­ar fagna eft­ir að Trump Banda­ríkja­for­seti og JD Vance vara­for­seti gerðu lít­ið úr Zelen­sky Úkraínu­for­seta í Hvíta hús­inu fyr­ir skemmstu. Mynd­band sýn­ir átök­in.

Átök í Hvíta húsinu Zelensky Úkraínuforseti yfirgaf Hvíta húsið án þess að boðaður blaðamannafundur hefði verið haldinn eftir þessi samskipti við forseta og varaforseta Bandaríkjanna.

Eftir rifrildi við Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta yfirgaf Volodymyr Zelensky Hvíta húsið fyrir skemmstu án þess að skrifa undir samning um að veita Bandaríkjamönnum aðgang að auðlindum Úkraínu, eins og Trump hafði boðað. 

Forsetinn og varaforsetinn gerðu lítið úr Úkraínuforseta á fundi fyrir framan fréttamenn. Samskiptin sjást á meðfylgjandi myndbandi, en orðaskiptin koma í kjölfar þess að Zelensky segir Trump að stríðið varði alla og að Bandaríkin muni finna fyrir því í framtíðinni, þótt hafið aðskilji þau.

„Þú ert í engri aðstöðu til að stýra því hvernig okkur mun líða. Okkur mun líða mjög vel og finnast við sterk. Þú ert ekki í góðri stöðu. Þú hefur leyft þér að vera í slæmri stöðu,“ segir Trump og bætir síðan við: „Þú ert ekki með góð spil á hendi.“

„Ég er ekki að spila á spil,“ svarar Zelensky. „Ég er forseti í stríði.“

„Þú ert í veðmáli með líf milljóna. Þú ert í veðmáli um þriðju heimsstyrjöldina og það sem þú ert að gera er vanvirðing við þetta land,“ segir Trump síðar.

Varaforsetinn JD Vance grípur þá inn í og segir: „Hefur þú sagt „takk fyrir“ einu sinni á öllum þessum fundi?“

Zelensky gerir þá tilraun til að svara fyrir sig með orðunum: „Vinsamlegast. Þið haldið að ef þið talið mjög hátt um þetta stríð getið þið bjargað…“ En Trump grípur inn í og fullyrðir: „Þið eruð ekki að vinna þetta. Þið hafið fjandi gott tækifæri til að sleppa ágætlega frá þessu vegna okkar.“

Rússar fagna

Samskiptin áttu sér stað fyrir framan hóp fréttamanna. Fréttamönnum alþjóðlegu fréttaveitanna AP og Reuters var ekki gefinn aðgangur, en Hvíta húsið hefur meinað AP aðgang eftir að fréttaveitan ákvað að taka ekki upp nýtt nafn á Mexíkóflóa í alþjóðlegum fréttum, en samkvæmt forsetatilskipun Trumps á hann að heita Ameríkuflói. Engu að síður var fulltrúa rússnesks ríkisfjölmiðils veittur aðgangur. Fyrrverandi forseti Rússlands, Dmitri Medvedev, fagnaði orðaskiptunum á X með þeim orðum að Zelensky væri ósvífið svín sem hefði loksins fengið skell í Hvíta húsinu. Þá sagði hann rétt hjá Trump að Zelensky væri að hætta á þriðju heimstyrjöldina.

Gagnrýndur fyrir klæðaburð

Snemma fundar hafði Zelensky verið gagnrýndur fyrir að mæta ekki í jakkafötum í Hvíta húsið, en hann hefur ákveðið að klæðast aðeins jakkafötum eftir að stríðinu er lokið.

„Ég mun klæðast jakkafötum þegar stríðinu er lokið, já,“ svaraði Zelensky fréttamanni á ensku. „Kannsk einhverjum eins og þínum, já, kannski einhverjum betri. Ég veit það ekki, við munum sjá til. Kannski einhver ódýrari, takk fyrir.

Frábært sjónvarp

Undir lokin bað Trump Zelensky um að koma aftur þegar hann væri „tilbúinn fyrir frið“.

Þegar fréttamaður spurði Donald Trump hvað myndi gerast ef Rússar brytu gegn hugsanlegu vopnahléi svaraði forsetinn: „Hvað ef hvað sem er? Hvað ef sprengja fellur á hausinn á þér einmitt núna? Þeir brutu þetta með Biden, af því að þeir bera ekki virðingu fyrir Biden. Þeir báru ekki virðingu fyrir Obama. Þeir bera virðingu fyrir mér.

Eftir lok samtalsins kom Trump að máli við fréttamenn með orðunum: „Þetta verður frábært sjónvarp. Það get ég sagt.“

Zelensky þakkaði Bandaríkjamönnum, forsetanum og þinginu á samfélagsmiðlinum X fyrir stuðninginn og móttökurnar. Hann sagði Úkraínu þarfnast varanlegs friðar og vera að vinna að því.

Í kvöld hafa margir stjórnmálamenn lýst stuðningi við Úkraínu. Á meðal þeirra er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem segir á samfélagsmiðlinum X:

„Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í viðleitni fyrir réttlátum og varanlegum friði andspænis tilefnislausum og ólöglegum árásum Rússa.

Samtal forsetanna í Hvíta húsinuTrump og Vance þrýsta á Zelensky að sýna þakklæti og samþykkja afarkosti Rússa.
Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þetta "fór ekki úr böndunum" þetta var vísvitandi fyrirsát að hálfu Vance og Trump. Fara þjóðarleiðtogar að verða spenntir fyrir því að heimsækja Hvíta húsið ef þeir mega eiga von á því að lenda í Jerry Springer sirkus. Er hægt og er til einhvers að ræða við þessa menn?
    27
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu