Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Segir háar lánalínur til Carbfix stefnubreytingu

Borg­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að tólf millj­arða króna lánalína Orku­veit­unn­ar til Car­bfix vera stefnu­breyt­ingu frá því sem var sam­þykkt áð­ur. Hún vill því um­ræðu inn­an borg­ar­stjórn­ar, en til­laga þess eðl­is var frest­að á fundi Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Segir háar lánalínur til Carbfix stefnubreytingu
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir segir stefnubreytingu í lánalínu til Carbfix

„Ég er að fara fram á það að Orkuveitan ákveði að setja sér einhvern ramma í fjárfestingum til Carbfix,“ segir Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en hún á jafnframt sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hún lagði fram tillögu á fundi Orkuveitunnar sem fram fór í gær þar sem farið var fram á að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að leggja fyrir eigendur að taka afstöðu til fjárframlaga og framtíðaráforma um stuðning við Carbfix. 

Úr tæpum þremur milljörðum í tólf 

Enn fremur bendir Ragnhildur á að heildarupphæð brúarlána OR sem þegar hafa verið veitt til Carbfix sé rétt innan við 5% af eigin fé Orkuveitunnar samkvæmt árshlutareikningi fyrir fyrri hluta árs 2024. Orkuveitan veitti Carbfix fyrst brúarlán árið 2023 upp á 2,8 milljarða króna á meðan beðið var eftir samningum við fjárfesta í Coda Terminal-verkefninu. Lánið var svo hækkað með samþykki stjórnar Orkuveitunnar upp í 7 milljarða snemma árs 2024. Í …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir á þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þessari ógætilegu meðferð almannafjár. Vona að hún haldi ótrauð áfram.

    Því miður væri þetta carbfix ævintýri alls ekki í fyrsta sinn sem Orkuveitan fer út í skurð og tapar stórfé vegna gæluverkefna sem standa utan hlutverks fyrirtækisins. Orkuveitan á bara að útvega neytendum orku á hagvæmu verði. Afþökkum öll áhættusöm gæluverkefni stjórnenda.

    Hafa formaður stjórnar Orkuveitunnar og forstjóri stuðning almennings til að taka þessa fjárhagslegu áhættu? Allt tap af þessu gæluverkefni mun að lokum bitna á heimilunum í hærra orkuverði. Niðurdæling á CO2 mun ekki hafa nein mælanleg áhrif á loftslag heimsins. Engin.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Það verður að gera auknar kröfur til opinberra aðila að gæta vel hagsmuni okkar allra einkum og sérlílagi þegar vitað er um að fyrirtæki sem hafa misjafnt orð fer á sér við að gera sér að féþúfu að græða á trausti annarra.
    1
  • Julius Valsson skrifaði
    Net Zero Banking Alliance (NZBA) er samstarfsverkefni fjármálastofnana og Sameinuðu þjóðanna, sem var sett á laggirnar árið 2021, miðar að því að ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þetta verkefni dró fljótt til sín nokkra af stærstu bönkum heimsins, sem höfðu skýr markmið með áherslu á að samþætta sjálfbæra starfshætti, samræma útlán, fjárfestingar og fjármagnsmarkaði og að stuðla að hinu háleita "núllmarkmiði" Sameinuðu þjóðanna.
    Á síðustu vikum hafa allir stærstu bankar Bandaríkjanna og Kanada dregið sig út úr Net Zero Banking Alliance (NZBA). Þessir bankar eru Goldman Sachs, Morgan Stanley, Citigroup, Wells Fargo og Bank of America og nú síðast JPMorgan Chase og stærstu bankar Kanada: BMO, National Bank, TD Bank Group and CIBC.
    Þessir risabankar í USA og Kanada hafa greint stöðuna og eru nú að forða sér frá fyrirséðu tapi ef ekki hruni á hlutabréfum í græna orkugeiranum. Græna bólan er nefnilega alveg komin að því að springa eins og allar bólur sem grundaðar eru á pólitískri hugmyndafræði sem aftur byggir á blekkingum og fölsuðum gögnum um meinta hlýnun af mannavöldum.
    -3
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Hélt að það væri almenn sátt um að Orkuveitan sinnti og einbeitti sér að sinni kjarnastarfsemi í almannaþágu. Þetta Carbfix ævintýri er augljóslega ekki þar inni. Þar fyrir utan hringja allar viðvörunarbjöllur, ef áhættufǰárfestar treysta sér ekki til að leggja í púkkið og nú á að mjólka fyrirtæki í eigu almennings og lífeyrissjóði til að fjármagna heila klabbið.
    6
    • PG
      Palli Garðarsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að sjá launagreiðslur þessa fyrirtækis, kæmi mér ekki á óvart að það sé fátt um láglaunafólk þar.
      6
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er rosalegt! er almenningur að fjármagna þetta ævintýraplott? Hverjir bera ábyrgð á því? Greinilega reið þessi Kjartan Magnússon á vaðið árið 2023 þegar hann var í stjórn. Hverjir nákvæmlega bera ábyrgð á þessum fjáraustri í einkafélag? Eða hverjir eiga eiginlega þetta félag? Og hverjir eru nákvæmlega að setja peninga í það?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár