Hækkandi matvöruverð verður til umfjöllunar í Pressu sem verður send út á vef Heimildarinnar í hádeginu í dag. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku, verða gestir þáttarins.
Í umfjöllun Heimildarinnar um hækkandi matvöruverð sem birtist í dag kemur fram að aldrei hafi verið meiri hagnaður fólginn í því að selja íslenskum neytendum matvöru. Þannig hafa hluthafar í stærstu matvörukeðjum landsins sjaldan fengið jafnmikið í vasann og nú, á sama tíma og matarkarfan hækkar stöðugt í verði.
Pressa hefst klukkan 12 að hádegi í dag og er þátturinn opinn öllum áskrifendum Heimildarinnar. Bæði er hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu og sem upptöku eftir útsendingu.
Athugasemdir