Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Alþjóðadómstóllinn segir byggðir Ísraels í Palestínu ólöglegar

Byggð­um Ísra­els á landi Palestínu er við­hald­ið í bága við al­þjóða­lög, seg­ir í úr­skurði Al­þjóða­dóm­stóls­ins í Haag. Máli Suð­ur-Afr­íku þar sem Ísra­el er sak­að um þjóð­armorð er ekki lok­ið.

Alþjóðadómstóllinn segir byggðir Ísraels í Palestínu ólöglegar
Mótmæli við Alþingi Hernaði Ísraels á Gaza hefur verið mótmælt á Íslandi eins og víðar um heim. Mynd: Golli

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að vera Ísraels í Palestínu sé ólögleg og að henni eigi að ljúka „eins fljótt og auðið er“.

Þetta kemur fram í úrskurðinum sem Nawaf Salam, forseti dómstólsins, las upp í dag. Úrskurðurinn er ráðgefandi og ekki bindandi og byggir á máli sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setti fram árið 2022.

Salam sagði Ísrael brjóta Genfarsáttmálann með framferði sínu en þar segir að hernámslið skuli ekki flytja óbreytta borgara sína yfir á það svæði sem hernumið hefur verið.

„Byggðir Ísraels á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, og stjórnin sem fylgir þeim, hafa verið settar upp og er viðhaldið í bága við alþjóðalög,“ las Salam upp úr niðurstöðu 15 manna dómstólsins, að því fram kemur á Al Jazeera.

Hann bætti því við að stefna Ísraels á svæðum Palestínu væri ígildi innlimunar svæðanna og að Ísrael mismunaði palestínsku fólki á svæðunum.

Beðið eftir þjóðarmorðs-málinu

Suður-Afríka rekur annað mál fyrir dómstólnum þar sem því er haldið fram að Ísrael fremji þjóðarmorð með hernaði sínum á Gaza. Bráðabirgðarniðurstaða hefur þegar verið birt í málinu og skipaði dómstóllinn Ísrael að koma í veg fyrir þjóðarmorð og tryggja það að hjálpargögn berist íbúum Gaza.

Þá skipaði dómstóllinn Ísrael að stöðva innreið sína í Rafah vegna hættu fyrir þau hundruð þúsunda Palestínumanna sem leita skjóls í borginni, sem er staðsett syðst á Gaza. Árásir Ísrael á Gaza hafa þó haldið áfram og sýndi rannsókn í fræðiritinu Lancet að yfir 186.000 dauðsföll hafi orðið vegna hernaðarins í Gaza síðustu misseri.

„Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“

Árásunum hefur verið mótmælt á Íslandi undanfarin misseri. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sagði í mars að atburðirnir væru „hryllilegir“ og nýkjörinn forseti Íslands, Halla Tómasdóttir sagðist fyrir forsetakosningar vera hryggbrotin yfir því sem væri að gerast á Gaza.

„Þetta er að kremja í mér hjartað og ég held að okkur líði öllum alveg ótrúlega illa út af þessu,“ sagði Halla. „Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Þetta er löngu vitað og mín skoðun er sú að yfirgangur og ólögleg landtaka ísraelskra harðlínu og öfgatrúarhópa er undirliggjandi rót þess ofbeldis sem ríkir á þeim slóðum.
    Ekki bætir þar úr að hamas sem ætti að vera málsvari palestínumanna er bara skósveinn Irans og hefur sem markmið að valda upplausn og skapa píslarvotta.
    ESB hefur lagt bann á vörur sem eru framleiddar af ísraelskum fyrirtækjum á svæðum Palestínu en seldar undir "made in Israel". M.a. eru það Sodastream tæki sem eru svo vinsæl meðal íslendinga ...
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár