Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Alþjóðadómstóllinn segir byggðir Ísraels í Palestínu ólöglegar

Byggð­um Ísra­els á landi Palestínu er við­hald­ið í bága við al­þjóða­lög, seg­ir í úr­skurði Al­þjóða­dóm­stóls­ins í Haag. Máli Suð­ur-Afr­íku þar sem Ísra­el er sak­að um þjóð­armorð er ekki lok­ið.

Alþjóðadómstóllinn segir byggðir Ísraels í Palestínu ólöglegar
Mótmæli við Alþingi Hernaði Ísraels á Gaza hefur verið mótmælt á Íslandi eins og víðar um heim. Mynd: Golli

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að vera Ísraels í Palestínu sé ólögleg og að henni eigi að ljúka „eins fljótt og auðið er“.

Þetta kemur fram í úrskurðinum sem Nawaf Salam, forseti dómstólsins, las upp í dag. Úrskurðurinn er ráðgefandi og ekki bindandi og byggir á máli sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setti fram árið 2022.

Salam sagði Ísrael brjóta Genfarsáttmálann með framferði sínu en þar segir að hernámslið skuli ekki flytja óbreytta borgara sína yfir á það svæði sem hernumið hefur verið.

„Byggðir Ísraels á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, og stjórnin sem fylgir þeim, hafa verið settar upp og er viðhaldið í bága við alþjóðalög,“ las Salam upp úr niðurstöðu 15 manna dómstólsins, að því fram kemur á Al Jazeera.

Hann bætti því við að stefna Ísraels á svæðum Palestínu væri ígildi innlimunar svæðanna og að Ísrael mismunaði palestínsku fólki á svæðunum.

Beðið eftir þjóðarmorðs-málinu

Suður-Afríka rekur annað mál fyrir dómstólnum þar sem því er haldið fram að Ísrael fremji þjóðarmorð með hernaði sínum á Gaza. Bráðabirgðarniðurstaða hefur þegar verið birt í málinu og skipaði dómstóllinn Ísrael að koma í veg fyrir þjóðarmorð og tryggja það að hjálpargögn berist íbúum Gaza.

Þá skipaði dómstóllinn Ísrael að stöðva innreið sína í Rafah vegna hættu fyrir þau hundruð þúsunda Palestínumanna sem leita skjóls í borginni, sem er staðsett syðst á Gaza. Árásir Ísrael á Gaza hafa þó haldið áfram og sýndi rannsókn í fræðiritinu Lancet að yfir 186.000 dauðsföll hafi orðið vegna hernaðarins í Gaza síðustu misseri.

„Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“

Árásunum hefur verið mótmælt á Íslandi undanfarin misseri. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sagði í mars að atburðirnir væru „hryllilegir“ og nýkjörinn forseti Íslands, Halla Tómasdóttir sagðist fyrir forsetakosningar vera hryggbrotin yfir því sem væri að gerast á Gaza.

„Þetta er að kremja í mér hjartað og ég held að okkur líði öllum alveg ótrúlega illa út af þessu,“ sagði Halla. „Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Þetta er löngu vitað og mín skoðun er sú að yfirgangur og ólögleg landtaka ísraelskra harðlínu og öfgatrúarhópa er undirliggjandi rót þess ofbeldis sem ríkir á þeim slóðum.
    Ekki bætir þar úr að hamas sem ætti að vera málsvari palestínumanna er bara skósveinn Irans og hefur sem markmið að valda upplausn og skapa píslarvotta.
    ESB hefur lagt bann á vörur sem eru framleiddar af ísraelskum fyrirtækjum á svæðum Palestínu en seldar undir "made in Israel". M.a. eru það Sodastream tæki sem eru svo vinsæl meðal íslendinga ...
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
4
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu