Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.

Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
Arnar vísaði út blaðamönnum, sem leigjandi á áfangaheimilinu á Kópavogsbraut hafði boðið inn, og neitaði að svara spurningum um rekstur Betra lífs. Mynd: Skjáskot úr myndbandi/Golli

Reykjavíkurborg styrkti áfangaheimili Betra lífs í fyrsta sinn árið 2020 þegar það veitti 5,7 milljónum króna í reksturinn. Þá um sumarið hafði Arnar Gunnar Hjálmtýsson, sem rekur Betra líf, sagt í styrkumsókn til borgarinnar að markmiðið með með áfangaheimilinu fyrir skjólstæðingana væri að „þau öðlist andlegt jafnvægi, aukna sjálfsvirðingu og betri hæfileika til að takast á við lífið. Við reynum að hjálpa þeim að vinna að því að eignast Betra líf án vímuefna.“

Alls fékk Betra líf fjórum sinnum styrk frá Reykjavíkurborg, alls yfir 24 milljónir króna.

„Blóð í dýnum sem og þvag og úrgangur. Salernin eru mjög óþrifaleg, saur á veggjum og gólfum.“
Úr málaskrá heilbrigðiseftirlitsins

Í ágústmánuði þetta sama ár, 2020, tveimur mánuðum eftir að Arnar sendi fyrstu styrkumsóknina til borgarinnar, leitaði íbúi á áfangaheimilinu Betra lífi í Fannborg til sameiginlegs heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness varðandi ástandið á áfangaheimilinu. Á þessum tímapunkti hafði áfangaheimilið ekki fagnað eins árs afmæli. Á fundi með fulltrúa eftirlitsins lýsti íbúinn ástandinu þannig að mikið væri um að íbúar væru að neyta áfengis og vímuefna um æð. „Slagsmál voru tíð og þar mæta handrukkarar,“ eins og segir í málaskrá eftirlitsins, sem Heimildin hefur undir höndum.

Hann lýsti einnig miklum óþrifnaði eins og: „Blóð í dýnum sem og þvag og úrgangur. Salernin eru mjög óþrifaleg, saur á veggjum og gólfum.“ Íbúinn kom á fundinn með krukku þar sem hann hafði safnað óhreinindum af gólfinu og límbandssýni af óhreinum rúmfötum. Hann hafði miklar áhyggjur af því hversu „óheilsusamlegt“ það væri að búa í Fannborg og minntist svo á að þegar hefði einn íbúi dáið á herbergi sínu.

Úr styrkumsókn Betra lífs til Reykjavíkurborgar frá 1. júlí 2020

Í styrkumsókninni fyrir árið 2020 skrifar Arnar ennfremur: „Við eigum í góðu samstarfi við Bergið headspace og Pieta-samtökin.“ Auk þess séu skjólstæðingar hans keyrðir til læknis og í viðtöl hjá félagsþjónustunni. Þetta kom fram þar sem umsækjandi átti að tilgreina hvernig innra starfi áfangaheimilisins væri háttað og hverjir væru helstu samstarfsaðilar. Í styrkumsókn fyrir árið 2021, undir sama lið, telur hann einnig upp Bergið headspace, Píeta-samtökin, og bætir við Barka sem eru pólsk samtök sem aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna og segist vera „í góðum samskiptum“ við þessi samtök. 

Úr styrkumsókn Betra lífs til Reykjavíkur frá 15. janúar 2021

Þegar Heimildin hafði samband við Bergið headspace sagði Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri: „Við höfum aldrei átt neitt samstarf við Betra líf“ og bætir við: „Ef þau setja það inn í styrkumsókn þá er það ekki rétt.“ Þá tekur hún fram að Bergið hafi ekki sent neinn til Betra lífs og ekkert samstarf sé í gangi, hvorki formlegt né óformlegt. 

Hjá Píeta-samtökunum fengust þau svör að „Píeta-samtökin kannast ekki við að hafa átt eða að eiga í samstarfi við áfangaheimili Betra lífs“. Gunnhildur Ólafsdóttir, sálfræðingur og fagstjóri hjá samtökunum, tekur fram að öllum sé velkomið að vísa skjólstæðingum til þeirra. „En ekki er um neitt formlegt samstarf að ræða. Við höfum að auki ekki verið í neinum beinum samskiptum við aðila á vegum Betra lífs.“

Þær upplýsingar fengust hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar að Betra líf hafi skilað inn styrkumsókn á umsóknareyðublöðum, ásamt listum yfir kennitölur fólks sem hafi búið hjá þeim ásamt nýtingarhlutfalli, fyrir árin 2020 og 2021. Fyrir seinni árin tvö sem Betra líf fékk styrki, 2022 og 2023, var hins vegar ekkert umsóknareyðublað fyllt út heldur sendi félagið aðeins kennitölulista með nýtingarhlutfalli í tölvupósti. 

Heimildin óskaði eftir rökstuðningi með samþykkt frá borginni vegna styrkja til Betra lífs þar sem fram kæmi á hvaða forsendum styrkirnir væru veittir. Í svari frá velferðarsviði vegna þessa segir: „Samþykki á styrkveitingu fólst í greiðslu styrkjanna.“ Ekkert virðist hafa verið gert til að sannreyna það sem fram kom í umsóknunum þar sem styrkirnir voru greiddir þrátt fyrir rangfærslur um samstarfsaðila.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Heimildarinnar um áfangaheimili Betra lífs sem Arnar hefur rekið á nokkrum stöðum síðan 2019.

Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni:

Nafn áfangaheimilia Betra lífs er fengið að láni úr lagi Páls Óskars Hjálmtýssonar, en hann er bróðir Arnars. „Fann á ný, betra líf, af því ég fór loks að trúa því, að það væri eitthvað annað, eitthvað meir og miklu stærra,“ segir í textanum. Bræðurnir ræddu alkóhólisma og áfangaheimili Arnars í þættinum Hvunndagshetjur á RÚV í febrúar 2022. 

Arnar sagði þar að hann hefði fengið hugmyndina að því að stofna áfangaheimili þegar hann leitaði að plássi handa syni sínum á áfangaheimilum borgarinnar en hvergi var pláss. „Ég vissi af þessu húsi hérna í Kópavogi og hafði samband við eigandann. Hann var tilbúinn að leigja mér þetta hús og ég opnaði bara áfangaheimili,“ sagði Arnar og átti þá við Fannborg 4 sem hann opnaði í lok árs 2019. „Við reynum alltaf að kveikja vonina hjá fólki um að það sé betra líf í vændum,“ sagði hann svo í lok viðtalsins um skjólstæðinga sína.

Arnar vísaði út blaðamönnum, sem leigjandi á áfangaheimilinu á Kópavogsbraut hafði boðið inn, nú í byrjun mánaðar þegar byrjað var að rífa húsið, og neitaði að svara spurningum um rekstur Betra lífs.Golli
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Gott mál að Heimildin.is afhjúpi vinnubrögð á velferðarsviði RVK og þ.a.l. vinnubrögð borgarfulltrúanna sem greiddu þessum vinnubrögðum atkvæði .
    6
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Krakkgreni kemur fyrst í hugann. Þessi íslensku Ópioða oxysvefnhús og spíttsölugreni eru alltaf á fjárlögum núorðið. Kallast skaða minnkandi úrræði.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.
„Auðvitað fullkomlega galið“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi tel­ur áfanga­heim­ili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár