Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við þurfum að fara að taka af skarið“

Sveitastrák­ur­inn og stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Bald­ur Þór­halls­son er að reyna að yf­ir­stíga feimn­ina og hlusta á radd­ir fólks­ins sem skor­ar á hann að bjóða sig fram til for­seta. Hann seg­ir það hafa ver­ið óhugs­andi fyr­ir nokkr­um miss­er­um að sjá fyr­ir sér sam­kyn­hneigt par á Bessa­stöð­um. Nú er það mögu­leiki.

„Við þurfum að fara að taka af skarið“
Baldur og Felix - alla leið? Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson í gleðigöngunni síðasta sumar. Nú leitar hugurinn á Bessastaði. Yfir 16 þúsund manns eru í hóp á Facebook sem skora á Baldur að gefa kost á sér í embættið. Hópurinn nefnist Baldur og Felix - alla leið en er ekki Eurovision-hópur eins og einhverjir kunna að halda. Mynd: Golli

„Við erum bara að hlusta, í sannleika sagt er þetta hálf óraunverulegt fyrir okkur,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.  

„Vinur okkar, Gunnar Helgason, er einn af þeim sem hefur leitað til okkar og hvatt okkur til að fara í framboð. Við höfum verið feimnir gagnvart þessu og hann vildi bara hvetja okkur áfram.“ Stuðningssíðan Baldur og Felix – alla leið, var stofnuð á Facebook af Gunnari rétt fyrir miðnætti á mánudag. Þegar Baldur og eiginmaður hans, Felix Bergsson, vöknuðu á þriðjudagsmorgninum vissu þeir ekki hvaðan á þá stóð veðrið. „Þetta kemur okkur skemmtilega á óvart. Maður þakkar fyrir allan þennan hlýhug,“ segir Baldur. 

Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway, betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma eru Íslendingar jákvæðari gagvart því að Baldur verði næsti forseti en bæði Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldur er orðaður við Bessastaði, það sama var upp á teningnum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn í fyrsta sinn. „Þá vísuðum við þessu algjörlega frá okkur, við vorum bara á öðrum stað í lífinu,“ segir Baldur.

Sami hópur hefur komið að máli við Baldur upp á síðkastið og nú vill hann hlusta. „Felix spurði mig: „Af hverju viltu hlusta núna? Þú vildir ekkert hlusta fyrir átta árum.“ Þá fór ég að hugsa með sjálfum mér af hverju mér fyndist mikilvægt að hlusta og þá rann upp fyrir mér að eftir febrúar 2016 hefur svo gríðarlega margt gerst og breyst í heiminum,“ segir Baldur og nefnir að eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016 varð ákveðið bakslag í lýðræði, mannréttindamálum, réttindum kvenna og hinsegin fólks. „Svo er það öll hatursorðræðan, upplýsingaóreiðan. Þetta hefur allt dunið yfir okkur á síðustu átta árum.“ Allt þetta kallar á Baldur og þeir Felix eru tilbúnir að leggja við hlustir. „Þegar fólk er að biðja okkur að fara fram út af mannréttindamálum, alþjóðamálum og svo framvegis. Þá getur maður ekki annað en hlustað.“

„Ef við förum í þetta, þá hendum við okkur í það þúsund prósent.“

Áskorunin beinist einmitt að þeim hjónum, ekki bara Baldri, þó nafn hans verði á kjörseðlinum, ef ákvörðun um framboð verður tekin. „Ef við látum slag standa þá er þetta sameiginlegt verkefni. Við höfum gengið í gegnum lífið saman og tekið þátt eins og við getum í störfum hvor annars,“ segir Baldur, sem hefur til að mynda fylgt Felix í Eurovision síðastliðin ár. „Við höfum unnið saman í mannréttindabaráttu og ég fer með Felix að túra út á land þegar hann er að túra með Gunna og Felix,“ segir Baldur og hlær. „Mér sýnist það á áskoruninni, það er verið að skora á okkur saman.“

Baldur segir tilhugsunina um framboð óraunverulega sem stendur en hann finnur fyrir pressunni. „Við þurfum að fara að taka af skarið, ég geri mér fyllilega grein fyrir því. En þetta er stór ákvörðun. Ég er að reyna að yfirstíga feimnina gagnvart þessu. Ég er náttúrlega bara sveitastrákur, ég er alinn upp í Rangárvallasýslu, maður sá það ekki fyrir sér að vera orðaður við þetta embætti. Þegar við Felix byrjuðum saman gátum við ekki einu sinni skráð okkur í sambúð, við máttum það ekki. Það eru ekki nema 14 ár síðan við máttum gifta okkur, það eru ekki nema örfá misseri síðan einhver gat séð fyrir sér, og jafnvel maður sjálfur, að það væri raunhæft að samkynhneigt par færi á Bessastaði.“ Baldur segir dásamlegt að finna fyrir þessum mikla stuðningi. „Ef við förum í þetta, þá hendum við okkur í það þúsund prósent.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár