Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við þurfum að fara að taka af skarið“

Sveitastrák­ur­inn og stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Bald­ur Þór­halls­son er að reyna að yf­ir­stíga feimn­ina og hlusta á radd­ir fólks­ins sem skor­ar á hann að bjóða sig fram til for­seta. Hann seg­ir það hafa ver­ið óhugs­andi fyr­ir nokkr­um miss­er­um að sjá fyr­ir sér sam­kyn­hneigt par á Bessa­stöð­um. Nú er það mögu­leiki.

„Við þurfum að fara að taka af skarið“
Baldur og Felix - alla leið? Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson í gleðigöngunni síðasta sumar. Nú leitar hugurinn á Bessastaði. Yfir 16 þúsund manns eru í hóp á Facebook sem skora á Baldur að gefa kost á sér í embættið. Hópurinn nefnist Baldur og Felix - alla leið en er ekki Eurovision-hópur eins og einhverjir kunna að halda. Mynd: Golli

„Við erum bara að hlusta, í sannleika sagt er þetta hálf óraunverulegt fyrir okkur,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.  

„Vinur okkar, Gunnar Helgason, er einn af þeim sem hefur leitað til okkar og hvatt okkur til að fara í framboð. Við höfum verið feimnir gagnvart þessu og hann vildi bara hvetja okkur áfram.“ Stuðningssíðan Baldur og Felix – alla leið, var stofnuð á Facebook af Gunnari rétt fyrir miðnætti á mánudag. Þegar Baldur og eiginmaður hans, Felix Bergsson, vöknuðu á þriðjudagsmorgninum vissu þeir ekki hvaðan á þá stóð veðrið. „Þetta kemur okkur skemmtilega á óvart. Maður þakkar fyrir allan þennan hlýhug,“ segir Baldur. 

Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway, betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma eru Íslendingar jákvæðari gagvart því að Baldur verði næsti forseti en bæði Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldur er orðaður við Bessastaði, það sama var upp á teningnum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn í fyrsta sinn. „Þá vísuðum við þessu algjörlega frá okkur, við vorum bara á öðrum stað í lífinu,“ segir Baldur.

Sami hópur hefur komið að máli við Baldur upp á síðkastið og nú vill hann hlusta. „Felix spurði mig: „Af hverju viltu hlusta núna? Þú vildir ekkert hlusta fyrir átta árum.“ Þá fór ég að hugsa með sjálfum mér af hverju mér fyndist mikilvægt að hlusta og þá rann upp fyrir mér að eftir febrúar 2016 hefur svo gríðarlega margt gerst og breyst í heiminum,“ segir Baldur og nefnir að eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016 varð ákveðið bakslag í lýðræði, mannréttindamálum, réttindum kvenna og hinsegin fólks. „Svo er það öll hatursorðræðan, upplýsingaóreiðan. Þetta hefur allt dunið yfir okkur á síðustu átta árum.“ Allt þetta kallar á Baldur og þeir Felix eru tilbúnir að leggja við hlustir. „Þegar fólk er að biðja okkur að fara fram út af mannréttindamálum, alþjóðamálum og svo framvegis. Þá getur maður ekki annað en hlustað.“

„Ef við förum í þetta, þá hendum við okkur í það þúsund prósent.“

Áskorunin beinist einmitt að þeim hjónum, ekki bara Baldri, þó nafn hans verði á kjörseðlinum, ef ákvörðun um framboð verður tekin. „Ef við látum slag standa þá er þetta sameiginlegt verkefni. Við höfum gengið í gegnum lífið saman og tekið þátt eins og við getum í störfum hvor annars,“ segir Baldur, sem hefur til að mynda fylgt Felix í Eurovision síðastliðin ár. „Við höfum unnið saman í mannréttindabaráttu og ég fer með Felix að túra út á land þegar hann er að túra með Gunna og Felix,“ segir Baldur og hlær. „Mér sýnist það á áskoruninni, það er verið að skora á okkur saman.“

Baldur segir tilhugsunina um framboð óraunverulega sem stendur en hann finnur fyrir pressunni. „Við þurfum að fara að taka af skarið, ég geri mér fyllilega grein fyrir því. En þetta er stór ákvörðun. Ég er að reyna að yfirstíga feimnina gagnvart þessu. Ég er náttúrlega bara sveitastrákur, ég er alinn upp í Rangárvallasýslu, maður sá það ekki fyrir sér að vera orðaður við þetta embætti. Þegar við Felix byrjuðum saman gátum við ekki einu sinni skráð okkur í sambúð, við máttum það ekki. Það eru ekki nema 14 ár síðan við máttum gifta okkur, það eru ekki nema örfá misseri síðan einhver gat séð fyrir sér, og jafnvel maður sjálfur, að það væri raunhæft að samkynhneigt par færi á Bessastaði.“ Baldur segir dásamlegt að finna fyrir þessum mikla stuðningi. „Ef við förum í þetta, þá hendum við okkur í það þúsund prósent.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár