Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Enn eitt eldstöðvakerfið hefur rumskað – eða hvað?

Krýsu­vík. Fagra­dals­fjall. Svartsengi. Og nú Brenni­steins­fjöll. Snarp­ir jarð­skjálft­ar í Bláfjöll­um benda að mati Veð­ur­stof­unn­ar ekki til kviku­hreyf­inga held­ur eigi þeir upp­tök í þekktu mis­gengi, þar sem orð­ið hafa risa­stór­ir skjálft­ar í gegn­um tíð­ina.

Enn eitt eldstöðvakerfið hefur rumskað – eða hvað?
Bláfjöll Kvika kann að mati eldfjallafræðings að vera að safnast saman á töluverði dýpi undir Brennisteinsfjöllum og nágrenni. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja þó engin merki um kvikusöfnun að finna á sínum mælum. Mynd: Shutterstock

Eitt af eldstöðvakerfum Reykjanesskaga, það sem kennt er við Brennisteinsfjöll, hefur virkjast að mati eldfjallafræðinganna Þorvaldar Þórðarsonar og Ármanns Höskuldssonar. Ef rétt reynist er það fjórða kerfið á skaganum sem er vaknað en gosið hefur þegar í tveimur kerfum þeirra þriggja sem segja má að hafi rumskað síðustu misseri.

Eldfjallafræðingarnir tveir telja að jarðskjálftahrina í Bláfjöllum fyrir nokkrum dögum, þar sem stærsti skjálftinn mældist 3,1, sé til marks um að Brennisteinsfjallakerfið, sem liggur milli eldstöðvakerfa sem kennd eru við Hengilinn og Krýsuvík, hafi virkjast.  

 Skjálftahrinan í Bláfjöllum taldi um 20 skjálfta sem urðu á milli Húsfells og Bláfjalla. Enginn skjálfti hefur mælst frá því á mánudag, en mögulegt er þó að virknin taki sig upp á ný, líkt og segir í samantekt Veðurstofu Íslands, um hrinuna.

Skjálftarnir urðu í svokölluðum Húsfellsbruna, norðarlega á misgengi sem hefur verið kallað Hvalhnúksmisgengið. Misgengi þetta er um 17 kílómetra langt norður-suðlægt sniðgengi og nær frá Hlíðarvatni í suðri. Það er, að mati Veðurstofunnar, líklega ábyrgt fyrir stærstu skjálftum sem mælst hafa á Reykjanesskaganum, svokölluðum Brennisteinsfjallaskjálftum sem urðu árin 1968 og 1929 og voru um 6 að stærð.

Húsafellsbruni er það hraun sem næst rann Reykjavík á síðasta gosskeiði Reykjanesskagans.

HrinanKortið sýnir skjálftavirkni á Reykjanesskaga frá því á föstudaginn 26. janúar. Skjálftahrinan um helgina er sýnd á milli Bláfjalla og Heiðmerkur, grænir og bláir hringir.

Engar mælingar benda til kvikusöfnunar

„Það eru engar mælingar sem benda til þess að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum“, segir Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands. „Skjálftavirknin sem mældist um helgina er ekki vegna kvikuhreyfinga eins sést hefur í tengslum við jarðhræringar við Fagradalsfjall og norðan Grindavíkur,“ er ennfremur haft eftir henni í samantekt stofnunarinnar.

„Ég held að þetta sé í raun að segja okkur að þessi kerfi eru komin í gang.“
Þorvaldur Þórðarson,
eldfjallafræðingur

Þar kemur fram að sniðgengisskjálftar verði vegna landreksspennu sem hleðst upp þegar Norður-Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn hreyfast framhjá hver öðrum. Þessi spenna losni reglulega í stærri skjálftum sem talið sé að ríði yfir skagann á um 50 ára fresti. „Má því segja að kominn sé tími á annan Brennisteinsfjallaskjálfta, óháð öðrum jarðhræringum,“ segir í samantektinni.

Ef kvika væri að safnast þarna saman ættu að sjást merki um landris í gögnum Veðurstofunnar líkt og sést hefur við Svartsengi og Fagradalsfjall. „Við sjáum engin merki um slíkt,“ segir Kristín. „Það er hins vegar mikilvægt að vera meðvituð um að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu eru stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann“.

Myndu finnast um allt land

„Það eru engar mælingar sem benda til þess að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum“
Kristín Jónsdóttir,
deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands.

Verði jarðskjálfti af stærðinni 6 á Hvalhnúksmisgenginu myndi hann finnast vel um mest allt landið og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. Helsta hættan er tengd snörpum hreyfingum á innanstokksmunum og mestu hreyfingar geta fært húsgögn úr stað. „Þó er vert að geta þess að hreyfingar verða ekki þess eðlis að byggingar laskist verulega, enda gera byggingarstaðlar ráð fyrir slíkum hreyfingum,“ segir í samantekt Veðurstofunnar.

Fimm gos nú þegar

Eldvirknibeltið, sem nær frá vestasta odda Reykjaness og að Henglinum og telur sex eldstöðvakerfi, er að mati flestra vísindamanna komið í gang, með jarðskjálftum og fimm eldgosum síðustu þrjú árin.

Á þessu belti eru 6-7 staðir þar sem gæti gosið á að mati Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. Í viðtali við mbl.is sagði hann að eldgosatímabil gæti staðið í 3-4 aldir og hver lota í 10-20 ár.

Hann sagði skjálftana í Bláfjöllum gefa til kynna kvikusöfnun á töluverðu dýpi. Hann sagðist þó efast um að einhver umbrot væru væntanleg á næstunni. „Ég held að þetta sé í raun að segja okkur að þessi kerfi eru komin í gang. Og þau eru farin að undirbúa sig.“

Kristín hjá Veðurstofunni tekur ekki svo djúp í árinni líkt og að framan er rakið. Það sem Þorvaldur og Ármann hafi hins vegar báðir bent á er að þvi fyrr sem undirbúningur forvarna hefst, þeim mun betra. Bæði Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun eru á svæðum sem jarðhræringar í Hengli og Brennisteinsfjöllum gætu haft áhrif á. Huga verði að því að verja slíka innviði, sem og vatnsbólin í Heiðmörk.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár