Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hefði verið gott ef frysting á greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hefði verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta sagði hún spurð hvort hún væri sammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að frysta það fé sem rynni frá Íslandi til UNRWA.
Farið var yfir ákvörðunina á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þar kom fram að utanríkisráðuneytið hafi óskað eftir frá UNRWA hvernig þau hyggist takast á við þær ásakanir sem hafa verið uppi gagnvart einstökum starfsmönnum í þessari stóru stofnun,“ segir Katrín. Framlag Íslands er áætlað á fyrsta fjórðungi ársins og „það eru nú allar líkur til þess að það skili sér.“ Beðið sé eftir að skýringar frá stofnuninni berist.
Á laugardaginn frysti Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjárframlög Íslands til UNRWA tímabundið. Var það gert í kjölfar þess að 12 starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru grunaðir um aðild að árás Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn.
UNRWA er næststærsti atvinnuveitandinn á Gasa og hjálpar m.a. við að dreifa mannúðaraðstoð frá öðrum hjálparsamtökum.
Mikilvægt að halda áfram stuðningi Íslands við stofnunina
Forsætisráðherra tók skýrt fram að stjórnvöld hefðu verið að auka framlag sitt verulega til stofnunarinnar. „Það er engin breyting á þeirri afstöðu að við þurfum að leggja okkar af mörkum og sinna okkar skyldum gagnvart þeirri skelfilegu mannúðarkrísu sem er á Gasa. Það er mjög mikilvægt að það verði fundinn botn í þessum málum og við getum haldið áfram okkar stuðningi,“ segir Katrín. Neyðin á Gasa sé brýn.
Katrín vildi ekki svara hvort ákvörðun utanríkisráðherra hefði áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þessi ákvörðun var tekin utanríkisráðherra og hún auðvitað heyrir undir hann,“ segir hún.
Í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson að veita 25 milljón króna viðbótarframlag til Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarinnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísland muni enn fremur verða aðili að sjóði á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun við enduruppbyggingu innviða í Palestínu. Árlegt framlag Íslands í sjóðinn mun nema 400 þúsund Bandaríkjadölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Hvers konar pólitík er það?
Enn finnst eigi passa sig þegar kemur til sionista og landnema þeir eru reyna reka Palestinumenn burt fra Gaza til byggja fyri landnema og ekki vilji þid þeir faid pening til byggja fyrir þá er þad! Þeir gætu stoli þvi peniing sem á fara byggja upp fyrir Palestinumenn!!!! Ættu passa ykkur a þi, þeir eru þekk fyri stela öllu og taka fra Palestinum.