Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Íslenskir rithöfundar klofnir vegna Palestínu

Nokkr­ir rit­höf­und­ar hafa gagn­rýnt Rit­höf­unda­sam­band Ís­lands fyr­ir að taka ekki af­stöðu gegn árás­um Ísra­els á Palestínu. Formað­ur RSÍ seg­ir að í lög­um sam­bands­ins standi að það taki ekki póli­tíska af­stöðu og ein­hug­ur sé með­al stjórn­ar­inn­ar að senda ekki út yf­ir­lýs­ing­ar um mál­ið. Þeir fé­lags­menn sem hún hafi heyrt í séu klofn­ir í tvennt í af­stöðu sinni.

Íslenskir rithöfundar klofnir vegna Palestínu
Rithöfundar Bragi Páll Sigurðarson og Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands.

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur segir að sér finnist sorgleg útkoma og þröng valkvæð túlkun á lögum Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) að taka ekki opinbera afstöðu með palestínsku þjóðinni.

„Það er val hjá þeim að gera þetta – að nýta orðið pólitík í þessari þriðju grein og túlka það sem svo að þau geti ekki sýnt samkennd með þjóð sem er að verða fyrir þjóðarmorði því það sé pólitísk afstaða,“ segir hann í samtali við Heimildina.

Fyrr í vikunni sendu fagfélögin MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag byggingamanna (Byggiðn) frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Í henni fordæmdu þau árásir Ísrael á Gasa og skoruðu á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að endir væri bundinn á hörmungarnar. Enn fremur flögguðu þau palestínska fánanum við skrifstofur sínar á Stórhöfða. Slíkt hið sama gerðu meðal annars Alþýðusamband Íslands og BSRB.

Ísrael ráðist á þá sem hafi rödd í Palestínu

Bragi …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gerdur Palmadottir skrifaði
    Útrýmingarherferð Ísraela getur ekki flokkast undir pólitík hvernig svo sem ritsnilld Rithöfundasambandsins setur það fram. Um er að ræða stærsta glæp sem nokkurn tíma hefur verið framinn og búið er að dæma sem slíkan af Alþjóða réttlætis dómstóli - International Court of Justice .Með því að berjast ekki gegn slíkum glæp eru þeir sem ekki gera það taldir meðsekir, svo skelfilegur er þessi blóðuga útrýmingarherferð Ísraela.
    3
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Palestínu arabar eru ekki og hafa aldrei verið ríki með eigin þjóðar einkenni. Farandverkafólk sem langaði ekki að búa við eigin lönd gátu tekið sér bólsetu í Palestínu eftir að ottomanir voru sigraðir 1918. Arabar frá Sýrlandi og Írak tóku sér bara skika með leyfi hernáms yfirvalda Breta. Bretar vildu halda aröbum sínum góðum þegar landflótta Gyðingar voru orðnir hælisleitendur heimsins undan nazismanum. Allir lokuðu á þá. Líka Arabarnir í Palestínu sem áttu ekkert tilkall til Palestínu voru ríkisborgarar annarra ríkja í grenndinni. Bretar gáfu þó gyðingum balfour yfirlýsinguna um Palestínu sem heimili sem ætlað yrði þeim árið 1923. Ekki aröbunum né neinum öðrum. Arabarnir réðust á gyðingana og myrtu þá þegar þeir komu. Allavega reyndu það. Rest is History 🙂
    -7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár