Hópur mótmælanda safnaðist saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnarfundi stóð í morgun. Vilja þeir frekari aðgerðir til stuðnings Palestínu. Heimildin var á staðnum og ræddi við fólk sem þar var statt.
Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland–Palestína, og Lea María Lemarquis afhentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra málsókn Suður-Afríku, ásamt Palestínumanninum Naji Asar. Suður-Afríka kærði nýlega Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag fyrir þjóðarmorð í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands var auk þess afhent hvatning að sinna skyldum sínum í að bregðast við mannúðarástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hér að ofan má sjá Hjálmtý Heiðdal ræða við forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Fyrir utan má heyra köll mótmælendanna. „Það er búið að drepa tólf þúsund börn í Gasa. Það er drepið um 110 á dag að meðaltali. Það eru 110 í dag og 110 á morgun. Það verður að reyna að stöðva þetta,“ segir Hjálmtýr.
„Við sjáum ekki í augnablikinu betri aðgerð af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar …
Athugasemdir (2)