Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvetja ríkisstjórnina til að taka undir málsókn Suður-Afríku

Mót­mæl­end­ur kröfð­ust frek­ari að­gerða í mál­efn­um Palestínu fyr­ir ut­an ráð­herra­bú­stað­inn í morg­un. For­sæt­is­ráð­herra var af­hend kæra Suð­ur-Afr­íku gegn Ísra­els­ríki fyr­ir Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag. Rík­is­stjórn­in var auk þess hvött til að taka und­ir kær­una.

Krefjast aðgerða Hjálmtýr Heiðdal, formaður FÍP, afhendir forsætisráðherra kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael.

Hópur mótmælanda safnaðist saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnarfundi stóð í morgun. Vilja þeir frekari aðgerðir til stuðnings Palestínu. Heimildin var á staðnum og ræddi við fólk sem þar var statt.

Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland–Palestína, og Lea María Lemarquis afhentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra málsókn Suður-Afríku, ásamt Palestínumanninum Naji Asar. Suður-Afríka kærði nýlega Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag fyrir þjóðarmorð í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands var auk þess afhent hvatning að sinna skyldum sínum í að bregðast við mannúðarástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Hér að ofan má sjá Hjálmtý Heiðdal ræða við forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Fyrir utan má heyra köll mótmælendanna. „Það er búið að drepa tólf þúsund börn í Gasa. Það er drepið um 110 á dag að meðaltali. Það eru 110 í dag og 110 á morgun. Það verður að reyna að stöðva þetta,“ segir Hjálmtýr.

„Við sjáum ekki í augnablikinu betri aðgerð af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar …
Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Ekki gagnrýndi Týri húmanistann og vinstri jafnaðarmanninn Pol Pot né Maó Tse Tung fyrir þjóðarmorð meðan á þeirra valdatíma stóð í Kamputsèu og Alþýðu lýðveldinu Kína. Hreint hið gagnstæða. Hann studdi ódæði rauðu khmeranna og rauðliða Maó. Tugir milljóna var brytjað niður með steinum og heykvíslum. Hann bara kann ekki að unna mannkyni sínu né bera minnstu virðingu fyrir því. Siðblinda er ekki val neins og ég óska þessum stuðningsmanni illverka alls góðs. Ekki veitir honum af.
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Ekki gagnrýndi Týri húmanistann og vinstri jafnaðarmanninn Pol Pot né Maó Tse Tung fyrir þjóðarmorð meðan á þeirra valdatíma stóð í Kamputsèu og Alþýðu lýðveldinu Kína. Hreint hið gagnstæða. Hann studdi ódæði rauðu khmeranna og rauðliða Maó. Tugir milljóna var brytjað niður með steinum og heykvíslum. Hann bara kann ekki að unna mannkyni sínu né bera minnstu virðingu fyrir því. Siðblinda er ekki val neins og ég óska þessum stuðningsmanni illverka alls góðs. Ekki veitir honum af.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár