Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Barnamálaráðherra um fátæk börn: „Við erum að falla þarna“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra seg­ir í þætt­in­um Pressu að þörf sé á miklu meiri póli­tískri um­ræðu um þá stað­reynd að börn­um sem búi við fá­tækt á Ís­landi hafi fjölg­að. Rúm­lega 10 þús­und börn eru fá­tæk hér á landi sam­kvæmt UNICEF, það er eitt barn af hverju átta. „Við þurf­um að stíga inn í að­gerð­ir í meira mæli gagn­vart þess­um hópi,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.

Barnamálaráðherra um fátæk börn: „Við erum að falla þarna“

„Ég ætla ekki að sitja hér og segja að það sé í lagi að við séum með tíu þúsund börn sem búa við þessar aðstæður vegna þess að það er ekki í lagi.

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í þættinum Pressu sem er á dagskrá Heimildarinnar í hádeginu í dag.

Tvær skýrslur þar sem fátækt hefur verið mæld á Íslandi hafa komið út að undanförnu.

Í skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að 12,4 prósent barna á Íslandi búa við fátækt en það eru um 10.500 börn. Í skýrslunni segir að yfirvöld margra ríkra landa hafi sofið á verðinum á góðæristímum. Að í stað þess að uppræta fátækt í efnahagslegri velsæld hafi hún aukist í mörgum efnuðustu ríkjum heims.

Staða einhleypra foreldra „sérstaklega alvarleg


Í hinni skýrslunni sem birtir niðurstöður rannsóknar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og Öryrkjabandalagsins kemur fram að stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi er sárafátækur. Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg. Tæplega helmingur einhleypra foreldra getur ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Um fjögur af hverjum tíu geta ekki gefið börnum sínum jóla- og afmælisgjafir. Fjórðungur einhleypra mæðra þurftu mataraðstoð á síðastliðnu ári og ríflega átta af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við slæma andlega heilsu. 

„Þessar skýrslur tökum við mjög alvarlega en ég myndi líka vilja sjá miklu meiri pólitíska umræðu um hvernig við ætlum að ná þessum börnum. Vegna þess að eitt barn sem býr við fátækt er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur Einar. 

Barnamálaráðherra: „Þurfum að gera betur“

Hann segir einnig að það sé gríðarlega mikilvægt“ að bæta stöðu fatlaðra foreldra og þeirra sem séu á örorku. Félagsmálaráðherra er að vinna að endurskoðun örorkukerfisins með aukningu þar inni í huga. Ég styð hann eindregið í að ná árangri í að bæta almenna stöðu þessa hóps.

Ásmundur segir að skýrslurnar sýni að við séum að falla þarna“ og er að vísa til fjölgunar í hópi fátækra barna. Hann segist taka niðurstöðunum alvarlega. Þegar við búum í landi sem er jafnríkt og það er og við erum með 10 þúsund börn sem mælast með einhvern veraldlegan skort sem tengist húsnæðismálum, íþróttum æskulýðs- og tómstundastarfi, þá þurfum við að gera betur.

Í Pressu í dag verður einnig rætt um fátækt við þær Krist­ínu Hebu Gísla­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Vörðu – rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­markaðar­ins, Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs og Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins. Útsending hefst klukkan 12.00 á hádegi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er enginn fátækur með vonina og ljósið í hjarta sínu segja þau frelsuðu almenn almenn ammenn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Rannsakar bleikþvott Ísraels
6
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár