Barnamálaráðherra um fátæk börn: „Við erum að falla þarna“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra seg­ir í þætt­in­um Pressu að þörf sé á miklu meiri póli­tískri um­ræðu um þá stað­reynd að börn­um sem búi við fá­tækt á Ís­landi hafi fjölg­að. Rúm­lega 10 þús­und börn eru fá­tæk hér á landi sam­kvæmt UNICEF, það er eitt barn af hverju átta. „Við þurf­um að stíga inn í að­gerð­ir í meira mæli gagn­vart þess­um hópi,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.

Barnamálaráðherra um fátæk börn: „Við erum að falla þarna“

„Ég ætla ekki að sitja hér og segja að það sé í lagi að við séum með tíu þúsund börn sem búa við þessar aðstæður vegna þess að það er ekki í lagi.

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í þættinum Pressu sem er á dagskrá Heimildarinnar í hádeginu í dag.

Tvær skýrslur þar sem fátækt hefur verið mæld á Íslandi hafa komið út að undanförnu.

Í skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að 12,4 prósent barna á Íslandi búa við fátækt en það eru um 10.500 börn. Í skýrslunni segir að yfirvöld margra ríkra landa hafi sofið á verðinum á góðæristímum. Að í stað þess að uppræta fátækt í efnahagslegri velsæld hafi hún aukist í mörgum efnuðustu ríkjum heims.

Staða einhleypra foreldra „sérstaklega alvarleg


Í hinni skýrslunni sem birtir niðurstöður rannsóknar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og Öryrkjabandalagsins kemur fram að stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi er sárafátækur. Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg. Tæplega helmingur einhleypra foreldra getur ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Um fjögur af hverjum tíu geta ekki gefið börnum sínum jóla- og afmælisgjafir. Fjórðungur einhleypra mæðra þurftu mataraðstoð á síðastliðnu ári og ríflega átta af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við slæma andlega heilsu. 

„Þessar skýrslur tökum við mjög alvarlega en ég myndi líka vilja sjá miklu meiri pólitíska umræðu um hvernig við ætlum að ná þessum börnum. Vegna þess að eitt barn sem býr við fátækt er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur Einar. 

Barnamálaráðherra: „Þurfum að gera betur“

Hann segir einnig að það sé gríðarlega mikilvægt“ að bæta stöðu fatlaðra foreldra og þeirra sem séu á örorku. Félagsmálaráðherra er að vinna að endurskoðun örorkukerfisins með aukningu þar inni í huga. Ég styð hann eindregið í að ná árangri í að bæta almenna stöðu þessa hóps.

Ásmundur segir að skýrslurnar sýni að við séum að falla þarna“ og er að vísa til fjölgunar í hópi fátækra barna. Hann segist taka niðurstöðunum alvarlega. Þegar við búum í landi sem er jafnríkt og það er og við erum með 10 þúsund börn sem mælast með einhvern veraldlegan skort sem tengist húsnæðismálum, íþróttum æskulýðs- og tómstundastarfi, þá þurfum við að gera betur.

Í Pressu í dag verður einnig rætt um fátækt við þær Krist­ínu Hebu Gísla­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Vörðu – rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­markaðar­ins, Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs og Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins. Útsending hefst klukkan 12.00 á hádegi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er enginn fátækur með vonina og ljósið í hjarta sínu segja þau frelsuðu almenn almenn ammenn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu