Ríkisstjórnin hefur boðað að unnið sé að lagafrumvarpi til að tryggja afkomu þeirra Grindvíkinga sem ekki eiga þess kost að stunda vinnu á meðan bærinn er rýmdur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að þar verði horft til fordæma úr kórónuveirufaraldrinum, er laun voru m.a. tryggð er fólk var í sóttkví.
Heimildin kannaði hjá stjórnarandstöðuflokkunum hvort þeir hefðu einhverjar hugmyndir til að bregðast við stöðu þeirra rúmlega 3.700 íbúa Grindavíkur sem mega ekki dvelja heima hjá sér um þessar mundir og glíma við afkomubrest og öryggisleysi.
Mikilvægasta verkefnið að eyða óvissu
Í svari sem blaðið fékk frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, segir að áhersla flokksins sé á samstöðu með Grindvíkingum og að þrýsta á að ríkisstjórnin bregðist við áhyggjum þeirra, að bæjarbúum verði tryggt öryggi bæði varðandi húsnæði og framfærslu og að grindvísk börn verði gripin af skólum og tómstundastarfi. „Þarna verður að vera til áætlun,“ segir Þorgerður Katrín í …
Athugasemdir (1)