Formaður bæjarráðs á Seltjarnarnesi, Magnús Örn Guðmundsson, vék sæti þegar ákveðið var á fundi að hefja söluferli á fasteign sem hýsir dagvistun bæjarins fyrir eldri borgara og hjúkrunarheimilið Seltjörn í lok síðasta mánaðar. Ástæðan er sú að hann er starfsmaður Stefnis, sjóðstýringarfyrirtækis Arion banka, sem er meðal hluthafa í fasteignafélögum sem skráð eru á markaði hér á landi.
Magnús lagði fram sérstaka bókun um þetta á fundinum: „Vegna starfa minna hjá Stefni hf., sjóðstýringarfyrirtæki Arion banka, lýsi ég þegar mig vanhæfan til að fjalla um og ákvarða um sölu á fasteigninni Safnatröð 1, sem hýsir hjúkrunarheimilið Seltjörn. Ég gegni starfi forstöðumanns skráðra verðbréfa hjá Stefni en sjóðir í stýringu hjá félaginu gætu á hverjum tíma átt í þeim fjórum fasteignafélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði. Þessi félög gætu verið meðal bjóðenda í fasteignina.“ Stefnir rekur sjóði sem fjárfesta í fasteignafélögum eins og Eik og Reitum.
Eru virkilega til heiðarlegir stjórnmálamenn?!?!?!
Þú munt maður með meyrum, minn ágæti!?!?!