Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Slagurinn um hvort Nesið eigi bara að vera fyrir Seltirninga

Guð­mund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Seltjarn­ar­nesi, seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið sé í áð­ur óþekktri krísu vegna þess að það á ekki leng­ur lóð­ir til að selja. Ekki ná­ist sátt um það hvort bær­inn eigi að standa vörð um op­in­bera þjón­ustu eða vera lág­skatta­sam­fé­lag með skerta þjón­ustu. Hann lýs­ir því hvernig minni­hluti hægri sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna hafi mik­il völd og áhrif í bæn­um.

„Maður heyrir þessi sjónarmið í ferðamálastefnunni: Það er fólk sem vill nánast setja myndavélar á hliðin við húsin í bænum, þannig að bara við séum þarna: Seltirningar, og að enginn sæki þjónustu til okkar,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Seltjarnarness, þegar hann ræðir um þau hugmyndafræðilegu átök á milli harðra hægrimanna og félagslega sinnaðra fólks í bæjarstjórnarpólitíkinni á Nesinu. Guðmundur Ari er 34 ára gamall og er á sínu þriðja kjörtímabili sem bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Hann segir að hægri mennirnir vilji hafa samfélagið á Nesinu lokaðra og exklúsífara, halda útsvarinu lágu og takmarka aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði eins og hægt er til að spara notkun á opinberu fé á meðan hinn hópurinn vilji standa vörð um þjónustu sveitarfélagsins. „Þessi hægrisinnaði hópur, það er ekkert sem svíður meira hjá honum en að við höfum byggt fimleikahúsið af því að það er svo mikið af …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Elítusamfélagið á Nesinu

Ásgerður um baráttuna við háværa minnihlutann sem vill rukka 4500 í sund
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Ás­gerð­ur um bar­átt­una við há­væra minni­hlut­ann sem vill rukka 4500 í sund

Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir, sem var bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi í 13 ár, seg­ir ákveð­inn arm sjálf­stæð­is­manna á Seltjarn­ar­nesi hafa í gegn­um tíð­ina beitt sér fyr­ir því að lág­marka kostn­að­ar­þátt­töku bæj­ar­fé­lags­ins í op­in­berri þjón­ustu. Hún nefn­ir sem dæmi hug­mynd­ir um að rukka bæj­ar­búa um kostn­að­ar­verð fyr­ir að­gang að sund­laug­inni og leik­skóla­pláss, sem væri um 310 þús­und á mán­uði.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár