Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Kjósa Sjálfstæðisflokkinn og greiða lægra útsvar

Þeir sem hafa ein­ung­is fjár­magn­s­tekj­ur greiða ekki út­svar og taka þar af leið­andi ekki þátt í að borga fyr­ir ým­iss kon­ar grunn­þjón­ustu. Út­svar­ið er lægst á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en skuldastaða sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur ver­ið að versna.

Áratugum saman hafa íbúar Garðabæjar og Seltjarnarness átt pólitískar skoðanir sameiginlegar, þótt aðeins hafi dregið úr einsleitninni þegar að þeim kemur á allra síðustu árum. Ef einstaklingur býr á Seltjarnarnesi eða í Garðabæ er hann mun líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Sá flokkur er með hreinan meiri­hluta á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garða­bæ, þar sem hann fékk um helm­ing allra greiddra atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra, á meðan að stuðn­ingur við hann er rúm­lega 24 pró­sent í Reykja­vík og á bil­inu 27 til 33 pró­sent í öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Greiða ekki til samneyslunnar

Þeir sem hafa einvörðungu fjármagnstekjur, líkt og algengt er í Garðabæ og á Nesinu, þurfa ekki að greiða útsvar til sveitarfélaga. Það þýðir að þeir taka ekki þátt í að borga fyrir leikskóla, grunn­­­skóla, göt­u­lýs­ingu, gist­i­­­skýli, menn­ing­­­ar­­­stofn­an­ir, umönnun aldr­aðra og veikra og allt annað sem útsvar sveitarfélaga fer í.

Útsvarið á …
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Elítusamfélagið á Nesinu

Slagurinn um hvort Nesið eigi bara að vera fyrir Seltirninga
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Slag­ur­inn um hvort Nes­ið eigi bara að vera fyr­ir Seltirn­inga

Guð­mund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Seltjarn­ar­nesi, seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið sé í áð­ur óþekktri krísu vegna þess að það á ekki leng­ur lóð­ir til að selja. Ekki ná­ist sátt um það hvort bær­inn eigi að standa vörð um op­in­bera þjón­ustu eða vera lág­skatta­sam­fé­lag með skerta þjón­ustu. Hann lýs­ir því hvernig minni­hluti hægri sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna hafi mik­il völd og áhrif í bæn­um.
Ásgerður um baráttuna við háværa minnihlutann sem vill rukka 4500 í sund
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Ás­gerð­ur um bar­átt­una við há­væra minni­hlut­ann sem vill rukka 4500 í sund

Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir, sem var bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi í 13 ár, seg­ir ákveð­inn arm sjálf­stæð­is­manna á Seltjarn­ar­nesi hafa í gegn­um tíð­ina beitt sér fyr­ir því að lág­marka kostn­að­ar­þátt­töku bæj­ar­fé­lags­ins í op­in­berri þjón­ustu. Hún nefn­ir sem dæmi hug­mynd­ir um að rukka bæj­ar­búa um kostn­að­ar­verð fyr­ir að­gang að sund­laug­inni og leik­skóla­pláss, sem væri um 310 þús­und á mán­uði.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár