Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „rýmka vega­kerf­ið“ á helstu um­ferð­ar­göt­um borg­ar­inn­ar og draga úr þétt­ingu byggð­ar, þvert á stefnu flokks­ins í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýju hverf­is­blaði sem er rit­stýrt af fé­lagi Sjálf­stæð­is­manna, en ekk­ert stend­ur um tengsl­in á vef­síðu þess.

Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
Eyþór Arnalds Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill draga úr þéttingu byggðar og halda Skeifunni eins og hún er, samkvæmt viðtali í hverfisblaði. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vill draga úr þéttingu byggðar og rýmka umferð um Grensásveg, Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Bústaðaveg, þvert á stefnu flokksins fyrir kosningar í vor.

Þetta kemur fram í nýju hverfisblaði „Hverfið okkar - Reykjavík 108“, sem Félag Sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Fossvogs- og Bústaðahverfi gefur út. „Hverfisblaðið hefur verið í burðarliðnum um nokkurn tíma,“ segir í ritstjórnarpistli. „Það er ekki pólitískt þó svo þeir sem skrifa í blaðið hafi pólitískar skoðanir.“

Í blaðinu er, auk viðtals við Eyþór, grein eftir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa flokksins. Á síðustu opnu þess kemur fram að í ritnefnd séu Elinóra Inga Sigurðardóttir, Erlendur Borgþórsson og Júlíus Valsson, sem öll hafa verið í stjórn hverfisfélags Sjálfstæðisflokksins. Á vefsíðu blaðsins stendur ekkert um tengsl þess við flokkinn, fyrir utan að fálki prýðir merki síðunnar.

Rýmri götur og göngubrýr yfir

Í viðtalinu talar Eyþór um skipulagsmál, sér í lagi hvað varðar hverfið í póstnúmeri 108. Viðtalið tekur Erlendur Borgþórsson, formaður hverfisfélags Sjálfstæðismanna. Erlendur spyr Eyþór hvort hann vilji „spóla til baka“ aðgerðum núverandi meirihluta í þágu þéttingar byggðar.

„Já, ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið víða, bæði Grensásveginn, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, og Bústaðaveginn, þetta eru allt vegir sem eru orðnir eins og þrengdar slagæðar,“ segir Eyþór. „Við þurfum að fara í að snúa þessu alfarið við og bæta samgöngur í stað þess að gera þær verri.“

Aðspurður hvort slíkar framkvæmdir hafi neikvæð áhrif fyrir gangandi og hjólandi, segir Eyþór lausnina felast í að fjarlægja gönguljós og byggja brýr yfir vegina. „Ég sé fyrir mér göngubrýr yfir þessar helstu umferðaræðar til að létta á umferðinni,“ segir Eyþór. Þá bætir hann við að með því að létta á umferð muni strætó geta komið á réttum tíma svo „amma og afi geti fengið heimsókn frá afkomendunum.“

Þétting byggðar skapi „fátæka undirstétt öreiga“

Í viðtalinu segist Eyþór einnig vera andvígur þróunarverkefni í Skeifunni þar sem stefnt er að íbúabyggð á svæðinu. „Skeifan er eitt af þessum flóknu málum þar sem verið að umbreyta einhverju rótgrónu í eitthvað annað en það er en ég er frekar á því að það eigi að klára hverfin sem þegar er byrjað á og að menn séu síðan að vinna með hreint borð,“ segir Eyþór. „Við höfum því nefnt Örfirisey eða nýja Vesturbæinn, og Keldur, sem er miklu hagkvæmara heldur en að fara að brjóta upp gamlar götur. “

Í framhaldinu leiðist samtalið út í umræðu um þéttingu byggðar almennt. „Ég myndi vilja að gömul og gróin hverfi fái frekar að blómstra eins og þau eru í stað þess að reyna að breyta þeim í eitthvað annað,“ segir Eyþór. Nefnir hann að íbúðaverð í þéttari hverfum sé hærra en í úthverfum og talar um dýrar nýjar íbúðir í gömlum hverfum sem „lúxusíbúðir í boði Samfylkingarinnar“.

Erlendur spyr þá Eyþór hvort hann haldi að með þéttingu byggðar hafi núverandi meirihluti viljað „búa til fátæka undirstétt öreiga“. „Ég held að þetta hafi verið vel meint, en leiðin til heljar er stráð fögrum fyrirheitum eins og sagt er,“ segir Eyþór.

Viðsnúningur í stefnu frá því fyrir kosningar

Afstaða Eyþórs til þéttingar byggðar virðist viðsnúningur frá því fyrir kosningar, en hann skrifaði grein um málið í Fréttablaðið í janúar. „Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd,“ skrifaði Eyþór. „Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta.“ Gagnrýndi hann í framhaldinu frammistöðu meirihlutans í málaflokknum.

Þá tók Hildur Björnsdóttir, sem skipaði 2. sæti listans í kosningunum, í sama streng, talaði fyrir eflingu almenningssamgangna og sagðist vilja „alls ekki sjá einhver þriggja hæða, ógnvekjandi, mislæg gatnamót“ í viðtali í sama miðli. „Það er hægt að þétta víðar og þétta fleiri hverfi og það mun skapa aðstæður til að hverfið getið orðið meira lifandi,“ sagði Hildur.

„Baráttumaður af gamla skólanum“

Í formála skrifar Erlendur að líf Eyþórs hafi aldrei verið eintómur dans á rósum. „Hann er baráttumaður og hefur þurft að hafa fyrir því að koma sér áfram, bæði í tónlistarlífinu, viðskiptalífinu sem og í stjórnmálunum. Hann er baráttumaður af gamla skólanum.“

Þá lýsir hann því hvernig Eyþór „fór á rakarastofu, fékk sér herraklippingu og jakkaföt og lauk MBA-prófi í lögfræði frá HR og stundaði jafnframt nám við Harvard Business School“ og snéri úr tónlistarlífinu yfir í viðskipti.

„Hann á að baki afar farsælan feril í viðskiptalífinu og hefur sýnt að hann býr yfir frábærum stjórnunarhæfileikum,“ skrifar Erlendur. „Hann vekur athygli hvar sem hann fer vegna hlýlegrar framkomu og einlægni. Það er stutt í brosið og hann er alltaf reiðubúinn til að ræða málin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitastjórnarmál

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Vaðlaheiðargöng gera 25 milljóna króna samning við fyrirtæki forseta bæjarstjórnar Akureyrar
FréttirSveitastjórnarmál

Vaðla­heið­ar­göng gera 25 millj­óna króna samn­ing við fyr­ir­tæki for­seta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar

Tölvu­fyr­ir­tæki for­seta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar, Matth­ías­ar Rögn­valds­son­ar, var val­ið til að vinna að greiðslu­lausn fyr­ir Vaðla­heið­ar­göng. Ak­ur­eyr­ar­bær er næst­stærsti hluhtafi fyr­ir­tæk­is­ins sem á göng­in. Matth­ías seg­ir að­komu sína og Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar að samn­ingn­um ekki hafa ver­ið neina.

Mest lesið

María Rut Kristinsdóttir
2
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
7
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
2
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
3
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár