Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „rýmka vega­kerf­ið“ á helstu um­ferð­ar­göt­um borg­ar­inn­ar og draga úr þétt­ingu byggð­ar, þvert á stefnu flokks­ins í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýju hverf­is­blaði sem er rit­stýrt af fé­lagi Sjálf­stæð­is­manna, en ekk­ert stend­ur um tengsl­in á vef­síðu þess.

Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
Eyþór Arnalds Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill draga úr þéttingu byggðar og halda Skeifunni eins og hún er, samkvæmt viðtali í hverfisblaði. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vill draga úr þéttingu byggðar og rýmka umferð um Grensásveg, Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Bústaðaveg, þvert á stefnu flokksins fyrir kosningar í vor.

Þetta kemur fram í nýju hverfisblaði „Hverfið okkar - Reykjavík 108“, sem Félag Sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Fossvogs- og Bústaðahverfi gefur út. „Hverfisblaðið hefur verið í burðarliðnum um nokkurn tíma,“ segir í ritstjórnarpistli. „Það er ekki pólitískt þó svo þeir sem skrifa í blaðið hafi pólitískar skoðanir.“

Í blaðinu er, auk viðtals við Eyþór, grein eftir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa flokksins. Á síðustu opnu þess kemur fram að í ritnefnd séu Elinóra Inga Sigurðardóttir, Erlendur Borgþórsson og Júlíus Valsson, sem öll hafa verið í stjórn hverfisfélags Sjálfstæðisflokksins. Á vefsíðu blaðsins stendur ekkert um tengsl þess við flokkinn, fyrir utan að fálki prýðir merki síðunnar.

Rýmri götur og göngubrýr yfir

Í viðtalinu talar Eyþór um skipulagsmál, sér í lagi hvað varðar hverfið í póstnúmeri 108. Viðtalið tekur Erlendur Borgþórsson, formaður hverfisfélags Sjálfstæðismanna. Erlendur spyr Eyþór hvort hann vilji „spóla til baka“ aðgerðum núverandi meirihluta í þágu þéttingar byggðar.

„Já, ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið víða, bæði Grensásveginn, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, og Bústaðaveginn, þetta eru allt vegir sem eru orðnir eins og þrengdar slagæðar,“ segir Eyþór. „Við þurfum að fara í að snúa þessu alfarið við og bæta samgöngur í stað þess að gera þær verri.“

Aðspurður hvort slíkar framkvæmdir hafi neikvæð áhrif fyrir gangandi og hjólandi, segir Eyþór lausnina felast í að fjarlægja gönguljós og byggja brýr yfir vegina. „Ég sé fyrir mér göngubrýr yfir þessar helstu umferðaræðar til að létta á umferðinni,“ segir Eyþór. Þá bætir hann við að með því að létta á umferð muni strætó geta komið á réttum tíma svo „amma og afi geti fengið heimsókn frá afkomendunum.“

Þétting byggðar skapi „fátæka undirstétt öreiga“

Í viðtalinu segist Eyþór einnig vera andvígur þróunarverkefni í Skeifunni þar sem stefnt er að íbúabyggð á svæðinu. „Skeifan er eitt af þessum flóknu málum þar sem verið að umbreyta einhverju rótgrónu í eitthvað annað en það er en ég er frekar á því að það eigi að klára hverfin sem þegar er byrjað á og að menn séu síðan að vinna með hreint borð,“ segir Eyþór. „Við höfum því nefnt Örfirisey eða nýja Vesturbæinn, og Keldur, sem er miklu hagkvæmara heldur en að fara að brjóta upp gamlar götur. “

Í framhaldinu leiðist samtalið út í umræðu um þéttingu byggðar almennt. „Ég myndi vilja að gömul og gróin hverfi fái frekar að blómstra eins og þau eru í stað þess að reyna að breyta þeim í eitthvað annað,“ segir Eyþór. Nefnir hann að íbúðaverð í þéttari hverfum sé hærra en í úthverfum og talar um dýrar nýjar íbúðir í gömlum hverfum sem „lúxusíbúðir í boði Samfylkingarinnar“.

Erlendur spyr þá Eyþór hvort hann haldi að með þéttingu byggðar hafi núverandi meirihluti viljað „búa til fátæka undirstétt öreiga“. „Ég held að þetta hafi verið vel meint, en leiðin til heljar er stráð fögrum fyrirheitum eins og sagt er,“ segir Eyþór.

Viðsnúningur í stefnu frá því fyrir kosningar

Afstaða Eyþórs til þéttingar byggðar virðist viðsnúningur frá því fyrir kosningar, en hann skrifaði grein um málið í Fréttablaðið í janúar. „Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd,“ skrifaði Eyþór. „Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta.“ Gagnrýndi hann í framhaldinu frammistöðu meirihlutans í málaflokknum.

Þá tók Hildur Björnsdóttir, sem skipaði 2. sæti listans í kosningunum, í sama streng, talaði fyrir eflingu almenningssamgangna og sagðist vilja „alls ekki sjá einhver þriggja hæða, ógnvekjandi, mislæg gatnamót“ í viðtali í sama miðli. „Það er hægt að þétta víðar og þétta fleiri hverfi og það mun skapa aðstæður til að hverfið getið orðið meira lifandi,“ sagði Hildur.

„Baráttumaður af gamla skólanum“

Í formála skrifar Erlendur að líf Eyþórs hafi aldrei verið eintómur dans á rósum. „Hann er baráttumaður og hefur þurft að hafa fyrir því að koma sér áfram, bæði í tónlistarlífinu, viðskiptalífinu sem og í stjórnmálunum. Hann er baráttumaður af gamla skólanum.“

Þá lýsir hann því hvernig Eyþór „fór á rakarastofu, fékk sér herraklippingu og jakkaföt og lauk MBA-prófi í lögfræði frá HR og stundaði jafnframt nám við Harvard Business School“ og snéri úr tónlistarlífinu yfir í viðskipti.

„Hann á að baki afar farsælan feril í viðskiptalífinu og hefur sýnt að hann býr yfir frábærum stjórnunarhæfileikum,“ skrifar Erlendur. „Hann vekur athygli hvar sem hann fer vegna hlýlegrar framkomu og einlægni. Það er stutt í brosið og hann er alltaf reiðubúinn til að ræða málin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitastjórnarmál

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Vaðlaheiðargöng gera 25 milljóna króna samning við fyrirtæki forseta bæjarstjórnar Akureyrar
FréttirSveitastjórnarmál

Vaðla­heið­ar­göng gera 25 millj­óna króna samn­ing við fyr­ir­tæki for­seta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar

Tölvu­fyr­ir­tæki for­seta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar, Matth­ías­ar Rögn­valds­son­ar, var val­ið til að vinna að greiðslu­lausn fyr­ir Vaðla­heið­ar­göng. Ak­ur­eyr­ar­bær er næst­stærsti hluhtafi fyr­ir­tæk­is­ins sem á göng­in. Matth­ías seg­ir að­komu sína og Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar að samn­ingn­um ekki hafa ver­ið neina.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
6
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
8
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu