Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tíu af stærstu útgerðarfélögunum fjárfesta beint eða óbeint í laxeldi

Fyr­ir fimm ár­um síð­an höfðu eng­ar stór­ar út­gerð­ir á Ís­landi fjár­fest í lax­eldi í sjókví­um. Nú hef­ur þessi staða ger­breyst og hafa nú tíu af tutt­ugu stærstu út­gerð­um lands­ins fjár­fest beint eða óbeint í eld­inu. Sam­tím­is hef­ur kom­ið upp vax­andi óánægja með­al ein­hverra út­gerð­ar­manna að sjókvía­eld­ið til­heyri sömu hags­muna­sam­tök­um og út­gerð­ar­fé­lög­in, SFS.

Tíu af stærstu útgerðarfélögunum fjárfesta beint eða óbeint í laxeldi
Mesta fjárfestingin í Fiskeldi Austfjarða Þrjú stór útgerðarfélög fjárfesta nú í Fiskeldi Austfjarða. Myndin sýnir laxeldiskvíar í Fáskrúðsfirði. Mynd: Heimildin / Aðalsteinn

Tíu af tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins fjárfesta nú, beint eða óbeint í sjóakvíaeldi á eldislaxi. Fimm af útgerðunum fjárfesta beint í sjóakvíaeldinu á meðan aðrar fimm eru óbeinir fjárfestar í gegnum önnur útgerðarfélög sem þær eiga hluti í eða sem eiga þær. Þannig hafa tíu af tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins beina eða óbeina hagsmuni af sjóakvíaeldi á Íslandi. 

Þetta er gerbreytt staða frá því fyrir fimm árum síðan þegar engin stór útgerðarfélög höfðu fjárfest í sjóakvíaeldi á eldislaxi. Eina útgerðin sem þá stundaði laxeldi var Samherji en það var og er landeldi en ekki eldi í sjókvíum.

„Það eru auðvitað skiptar skoðanir um það, bara eins og á öllu í lífinu.“
Friðrik Þór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar

Þetta kemur fram í úttekt Heimildarinnar á fjárfestingum stórra útgerðarfélaga í sjóakvíaeldi á Íslandi og þeirri togstreitu sem hefur skapast á milli þeirra útgerða sem eru fylgjandi eldinu og annarra sem telja að best væri að sjókvíaeldisfyrirtækin tilheyri ekki Samtökum fyrirtækja í sjávarúvegi (SFS). 

Þessar mismunandi skoðanir útgerðarmanna á sjókvíaeldinu koma ágætlega fram í máli Friðriks Þórs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sem segir við Heimildina að skoðanirnar á veru sjókvíaeldisfyrirtækjanna séu skiptar en að fyrirtækin hafi verið samþykkt inn í SFS árið 2019.  „Menn samþykktu þetta á sínum tíma og það er bara þannig. Það eru auðvitað skiptar skoðanir um það, bara eins og á öllu í lífinu. Það er mótlæti í þessu.“

Tíu af tuttuguTíu af tuttugu stærstu útgerðum landsins eiga nú beinna og óbeinna hagsmuna að gæta í sjóakvíaeldi við Ísland. Auk þess hafa fimm hagsmuna að gæta í landeldi.

Fimm  fjárfesta beint

Síðasta beina fjárfesting íslenskrar stórútgerðar í sjókvíaeldisfyrirtæki átti sér stað í byrjun október þegar Eskja á Eskifirði ákvað að fara inn í hluthafahópinn hjá Fiskeldi Austfjarða og keypti 1,40 prósenta hlut í félaginu af stofnanda þess, Guðmundi Gíslasyni.

Áður hafði félagið Hólmi ehf., eignarhaldsfélag stærstu hluthafa Eskju þeirra Þorsteins Kristjánssonar og Bjarkar Aðalsteinsdóttur, fjárfest í Fiskeldi Austfjarða.

Fyrir voru útgerðarfélögin Skinney-Þinganes og Ísfélag Vestmannaeyja fjárfestar í Fiskeldi Austfjarða. Þannig eru þrjú stór útgerðarfélög hluthafar í Fiskeldi Austfjarða. 

Síldarvinnslan er svo annar stærsti hluthafi Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt hlutabréf í því af pólskum fjárfesti.

Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal er eigandi laxeldisfyrirtækisins Háafells, sem hefur hafið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, meðal annars við Vigur.

Raunar er það bara stærsta laxeldisfyrirtækið, Arnarlax, sem er ekki með neina stórútgerð í hluthafahópnum. 

Fimm fjárfesta óbeint

Þar að auki eru önnur fimm útgerðarfélög óbeinir hluthafar í laxeldisfyrirtækjum vegna þess að þau eiga eða eru í eigu útgerða sem eiga í slíkum fyrirtækjum.

Dæmi um þetta eru Jakob Valgeir í Bolungarvík, sem er hluthafi í fiskeldisfyrirtækinu Háafelli, sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar.

Þá er Samherji hluthafi í Síldarvinnslunni, sem fjárfestir í Arctic Fish, sem og Gjögur og Vísir í Grindavík. Loks er Bergur-Huginn í Eyjum í eigu Síldarvinnslunnar. Þannig tengjast fjögur stór útgerðarfélög sjóakvíaeldinu óbeint í gegnum Síldarvinnsluna. 

Heilt yfir eru því tíu af tuttugu stærstu útgerðum Íslands sem fjárfesta beint eða óbeint í sjókvíaeldi og þá einungis tíu sem gera það ekki með beinum eða óbeinum hætti. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár