Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Umsvifamiklir útgerðarmenn vilja losna við sjókvíaeldið úr SFS

Ís­lensk­ar stór­út­gerð­ir hafa í aukn­um mæli byrj­að að kaupa sig inn í sjókvía­eldi á laxi. Sam­hliða hef­ur um­ræð­an um eld­ið orð­ið gagn­rýnni vegna slysaslepp­inga og annarra um­hverf­isáhrifa. Inn­an Sam­bands ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er ekki ein­hug­ur um það hvort hags­muna­bar­átta fyr­ir sjókvía­eld­ið eigi að vera und­ir sama hatti og veið­ar á villt­um fiski.

Umsvifamiklir útgerðarmenn vilja losna við sjókvíaeldið úr SFS
Ólík sjónarmið innan útgerðarinnar Innan stórútgerðarinnar á Íslandi eru ólíkar hugmyndir um laxeldi í sjókvíum. Þannig hefur stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tekið þátt í fjáröflunum á vegum Icelandic Wildlife Fund. Hann sést hér með eiganda Ísfélagsins, Guðbjörgu Matthíasdóttur. og öðrum nánum samstarfsmanni hennar, Sigurbirni Magnússyni. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Árið 2019 bauð Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fjárfestir og stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, best í listaverk af veiðiflugu á fjölmennu uppboði á fjáröflunarkvöldi hjá umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Þessi samtök hafa síðastliðin ár fyrst og fremst einbeitt sér að því að berjast gegn laxeldi í opnum sjókvíum á Íslandi og eru þau meðal annars fjármögnuð af hagsmunaaðilum í laxveiði hér á landi. Samtökin stunda því aðallega lobbíisma gegn laxeldi. 

Samkoman fór fram á veitingastaðnum Messanum, sem á þeim tíma var staðsettur á Grandanum í Reykjavík, árið 2019. Yfirlýst markmið kvöldsins var að sækja peninga til að stunda þessa baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum. Gunnlaugur Sævar hefur ítrekað verið gestur á þessum fjáröflunarkvöldum og látið til sín taka. 

„Ég er algjörlega á móti því að þetta sé undir hatti SFS, algjörlega á móti því“
Ólafur Rögnvaldsson,
útgerðarmaður í Hraðfrystihúsi Hellissands

Árlega halda samtökin fjáraflanir þar sem meðal annars listaverk, eins og …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Svört skýrsla MAST um faraldur laxalúsar: Gagnrýna laxeldisfyrirtækin
FréttirLaxeldi

Svört skýrsla MAST um far­ald­ur laxal­ús­ar: Gagn­rýna lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in

Mat­væla­stofn­un hef­ur gef­ið út gagn­rýna skýrslu um laxal­úsafar­ald­ur hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um Arn­ar­lax og Arctic Fish í Tálkna­firði nú í haust. Stofn­un­in gagn­rýn­ir fyr­ir­tæk­in fyr­ir að hafa ekki ver­ið nægi­lega við­bú­in fyr­ir far­ald­ur­inn. Stofn­un­in vill að lög verði sett til að koma í veg fyr­ir að sam­bæri­leg­ur far­ald­ur end­ur­taki sig.
Forstjóri eiganda Arctic Fish segir að „skynsemin muni sigra“ á Íslandi
FréttirLaxeldi

For­stjóri eig­anda Arctic Fish seg­ir að „skyn­sem­in muni sigra“ á Ís­landi

Iv­an Vind­heim, for­stjóri norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Mowi, sem er eig­andi Arctic Fish á Ís­landi, hef­ur ekki áhyggj­ur af því að lax­eldi í sjókví­um muni líða und­ir lok á Ís­landi. Þetta sagði for­stjór­inn á blaða­manna­fundi í gær þar sem hann gagn­rýndi með­al ann­ars nýja mynd út­vistar­fyr­ir­tæk­is­ins Patagonia um lax­eldi á Ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár