Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Umsvifamiklir útgerðarmenn vilja losna við sjókvíaeldið úr SFS

Ís­lensk­ar stór­út­gerð­ir hafa í aukn­um mæli byrj­að að kaupa sig inn í sjókvía­eldi á laxi. Sam­hliða hef­ur um­ræð­an um eld­ið orð­ið gagn­rýnni vegna slysaslepp­inga og annarra um­hverf­isáhrifa. Inn­an Sam­bands ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er ekki ein­hug­ur um það hvort hags­muna­bar­átta fyr­ir sjókvía­eld­ið eigi að vera und­ir sama hatti og veið­ar á villt­um fiski.

Umsvifamiklir útgerðarmenn vilja losna við sjókvíaeldið úr SFS
Ólík sjónarmið innan útgerðarinnar Innan stórútgerðarinnar á Íslandi eru ólíkar hugmyndir um laxeldi í sjókvíum. Þannig hefur stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tekið þátt í fjáröflunum á vegum Icelandic Wildlife Fund. Hann sést hér með eiganda Ísfélagsins, Guðbjörgu Matthíasdóttur. og öðrum nánum samstarfsmanni hennar, Sigurbirni Magnússyni. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Árið 2019 bauð Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fjárfestir og stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, best í listaverk af veiðiflugu á fjölmennu uppboði á fjáröflunarkvöldi hjá umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Þessi samtök hafa síðastliðin ár fyrst og fremst einbeitt sér að því að berjast gegn laxeldi í opnum sjókvíum á Íslandi og eru þau meðal annars fjármögnuð af hagsmunaaðilum í laxveiði hér á landi. Samtökin stunda því aðallega lobbíisma gegn laxeldi. 

Samkoman fór fram á veitingastaðnum Messanum, sem á þeim tíma var staðsettur á Grandanum í Reykjavík, árið 2019. Yfirlýst markmið kvöldsins var að sækja peninga til að stunda þessa baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum. Gunnlaugur Sævar hefur ítrekað verið gestur á þessum fjáröflunarkvöldum og látið til sín taka. 

„Ég er algjörlega á móti því að þetta sé undir hatti SFS, algjörlega á móti því“
Ólafur Rögnvaldsson,
útgerðarmaður í Hraðfrystihúsi Hellissands

Árlega halda samtökin fjáraflanir þar sem meðal annars listaverk, eins og …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár