Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að líða vel í myrkrinu

Lísa Mika­ela Gunn­ars­dótt­ir er hús­vörð­ur á kvenna­heim­il­inu Hall­veig­ar­stöð­um. Síð­asti vet­ur, vet­ur­inn 2022, var í fyrsta skipti sem Lísu leið vel í myrkr­inu, skamm­deg­inu, því hún setti sjálfa sig í for­gang.

Að líða vel í myrkrinu

Ég heiti Lísa og við erum á kvennaheimilinu Hallveigarstöðum. Ég var að klára að sópa lauf sem fuku hérna inn, ég er húsvörður hér, meðal annars. Ég man ekki hversu lengi ég hef verið húsvörður, Covid-faraldurinn hefur aðeins skemmt tímaskynið mitt. En jæja, það var nú þegar skemmt. Það kemur í bylgjum, hvort það er mikið eða lítið að gera. Ég sinni þessu meðfram skóla og annarri vinnu, fyrir og eftir vinnu. Ég er ekki virk í félagsstarfinu hérna en það er gaman að fylgjast með því. Konur af erlendum uppruna hittast stundum hérna á kvöldin, það er gaman að fylgjast með því. 

Ég er að læra talmeinafræði. Það er svo margt áhugavert við talmeinafræði, eins og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, til dæmis ef einstaklingur getur ekki tjáð sig með röddinni eða í talformi. Ég myndi klárlega segja að það væri eitt það áhugaverðasta, að geta skilið og sett sig í spor þeirra og þar með skilið þarfir þeirra og reynt að hjálpa þeim út frá því.

Síðustu daga hefur verið mér efst í huga að reyna að komast fram hjá skammdegisþunglyndinu. Ég sé að það er að koma. Kannski ekki þunglyndi beint, en þessi leiðindatilfinning sem kemur með skammdeginu. Ég er búin að vera að vinna í að taka D-vítamín og að hreyfa mig til að sporna gegn því.

„Að setja sig í forgang er að muna að mörk eru mikilvæg og að slæmar hugsanir og tilfinningar eru í lagi og þýða ekki að maður sjálfur sé ömurlegur“

Í janúar árið 2022 var í fyrsta skipti sem mér leið vel í myrkrinu þar sem ég byrjaði þá að stunda sund. Að labba að lauginni, fara ofan í, fara upp úr og ganga heim og fá mér kakó. Þetta er eitthvað það besta sem ég hef upplifað. Nú verður þetta árleg hefð í myrkrinu. 

Það voru frekar mörg lítil augnablik sem breyttu lífi mínu og að setja mig í forgang var fyrsta skrefið. Að setja sig í forgang er að muna að mörk eru mikilvæg og að slæmar hugsanir og tilfinningar eru í lagi og þýða ekki að maður sjálfur sé ömurlegur. Það er alltaf einhver ástæða fyrir þessu og maður á frekar að horfa á hana en á mann sjálfan. Að fara í sund er að setja sig í forgang. Kakó, halló, forgangur!

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár