Að líða vel í myrkrinu

Lísa Mika­ela Gunn­ars­dótt­ir er hús­vörð­ur á kvenna­heim­il­inu Hall­veig­ar­stöð­um. Síð­asti vet­ur, vet­ur­inn 2022, var í fyrsta skipti sem Lísu leið vel í myrkr­inu, skamm­deg­inu, því hún setti sjálfa sig í for­gang.

Að líða vel í myrkrinu

Ég heiti Lísa og við erum á kvennaheimilinu Hallveigarstöðum. Ég var að klára að sópa lauf sem fuku hérna inn, ég er húsvörður hér, meðal annars. Ég man ekki hversu lengi ég hef verið húsvörður, Covid-faraldurinn hefur aðeins skemmt tímaskynið mitt. En jæja, það var nú þegar skemmt. Það kemur í bylgjum, hvort það er mikið eða lítið að gera. Ég sinni þessu meðfram skóla og annarri vinnu, fyrir og eftir vinnu. Ég er ekki virk í félagsstarfinu hérna en það er gaman að fylgjast með því. Konur af erlendum uppruna hittast stundum hérna á kvöldin, það er gaman að fylgjast með því. 

Ég er að læra talmeinafræði. Það er svo margt áhugavert við talmeinafræði, eins og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, til dæmis ef einstaklingur getur ekki tjáð sig með röddinni eða í talformi. Ég myndi klárlega segja að það væri eitt það áhugaverðasta, að geta skilið og sett sig í spor þeirra og þar með skilið þarfir þeirra og reynt að hjálpa þeim út frá því.

Síðustu daga hefur verið mér efst í huga að reyna að komast fram hjá skammdegisþunglyndinu. Ég sé að það er að koma. Kannski ekki þunglyndi beint, en þessi leiðindatilfinning sem kemur með skammdeginu. Ég er búin að vera að vinna í að taka D-vítamín og að hreyfa mig til að sporna gegn því.

„Að setja sig í forgang er að muna að mörk eru mikilvæg og að slæmar hugsanir og tilfinningar eru í lagi og þýða ekki að maður sjálfur sé ömurlegur“

Í janúar árið 2022 var í fyrsta skipti sem mér leið vel í myrkrinu þar sem ég byrjaði þá að stunda sund. Að labba að lauginni, fara ofan í, fara upp úr og ganga heim og fá mér kakó. Þetta er eitthvað það besta sem ég hef upplifað. Nú verður þetta árleg hefð í myrkrinu. 

Það voru frekar mörg lítil augnablik sem breyttu lífi mínu og að setja mig í forgang var fyrsta skrefið. Að setja sig í forgang er að muna að mörk eru mikilvæg og að slæmar hugsanir og tilfinningar eru í lagi og þýða ekki að maður sjálfur sé ömurlegur. Það er alltaf einhver ástæða fyrir þessu og maður á frekar að horfa á hana en á mann sjálfan. Að fara í sund er að setja sig í forgang. Kakó, halló, forgangur!

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár