Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að líða vel í myrkrinu

Lísa Mika­ela Gunn­ars­dótt­ir er hús­vörð­ur á kvenna­heim­il­inu Hall­veig­ar­stöð­um. Síð­asti vet­ur, vet­ur­inn 2022, var í fyrsta skipti sem Lísu leið vel í myrkr­inu, skamm­deg­inu, því hún setti sjálfa sig í for­gang.

Að líða vel í myrkrinu

Ég heiti Lísa og við erum á kvennaheimilinu Hallveigarstöðum. Ég var að klára að sópa lauf sem fuku hérna inn, ég er húsvörður hér, meðal annars. Ég man ekki hversu lengi ég hef verið húsvörður, Covid-faraldurinn hefur aðeins skemmt tímaskynið mitt. En jæja, það var nú þegar skemmt. Það kemur í bylgjum, hvort það er mikið eða lítið að gera. Ég sinni þessu meðfram skóla og annarri vinnu, fyrir og eftir vinnu. Ég er ekki virk í félagsstarfinu hérna en það er gaman að fylgjast með því. Konur af erlendum uppruna hittast stundum hérna á kvöldin, það er gaman að fylgjast með því. 

Ég er að læra talmeinafræði. Það er svo margt áhugavert við talmeinafræði, eins og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, til dæmis ef einstaklingur getur ekki tjáð sig með röddinni eða í talformi. Ég myndi klárlega segja að það væri eitt það áhugaverðasta, að geta skilið og sett sig í spor þeirra og þar með skilið þarfir þeirra og reynt að hjálpa þeim út frá því.

Síðustu daga hefur verið mér efst í huga að reyna að komast fram hjá skammdegisþunglyndinu. Ég sé að það er að koma. Kannski ekki þunglyndi beint, en þessi leiðindatilfinning sem kemur með skammdeginu. Ég er búin að vera að vinna í að taka D-vítamín og að hreyfa mig til að sporna gegn því.

„Að setja sig í forgang er að muna að mörk eru mikilvæg og að slæmar hugsanir og tilfinningar eru í lagi og þýða ekki að maður sjálfur sé ömurlegur“

Í janúar árið 2022 var í fyrsta skipti sem mér leið vel í myrkrinu þar sem ég byrjaði þá að stunda sund. Að labba að lauginni, fara ofan í, fara upp úr og ganga heim og fá mér kakó. Þetta er eitthvað það besta sem ég hef upplifað. Nú verður þetta árleg hefð í myrkrinu. 

Það voru frekar mörg lítil augnablik sem breyttu lífi mínu og að setja mig í forgang var fyrsta skrefið. Að setja sig í forgang er að muna að mörk eru mikilvæg og að slæmar hugsanir og tilfinningar eru í lagi og þýða ekki að maður sjálfur sé ömurlegur. Það er alltaf einhver ástæða fyrir þessu og maður á frekar að horfa á hana en á mann sjálfan. Að fara í sund er að setja sig í forgang. Kakó, halló, forgangur!

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár