Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Var Prígozhin gluggaður? Hvaðan kemur þetta orðalag yfir pólitísk morð?

Var Prígozhin gluggaður? Hvaðan kemur þetta orðalag yfir pólitísk morð?
Sendimenn Ferdínands 2. keisara gluggaðir í Prag.

Í gær spurðist dauði Prígozhins olígarka og málaliðaforingja í Rússlandi. Án þess að farið sé nánar út í það hafa margir sjálfsagt veitt athygli hótfyndnum getgátum um að Rússinn hafi slysast til að „detta út um glugga“ þótt allir viti náttúrlega að hann dó (ef hann er þá dáinn!) í flugvél sem hrapaði af himnum ofan. En hvað á þessi hótfyndni að þýða? Af hverju talar fólk um að „detta út um glugga“?

Raunin er sú að sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu hefur orðalagið „að detta út glugga“ mjög sértæka merkingu. Það merkir þegar valdhafar af einhverju tagi losa sig við andstæðinga með því að kasta þeim út um glugga — og er svo oft notað í yfirfærðri merkingu um hvers konar morð á til dæmis pólitískum andstæðingum.

Þá yfirleitt morð sem látið er líta út fyrir að vera slys.

Í mörgum tungumálum er til sérstakt sagnorð yfir þetta sem dregið er af síð-latnesku orðunum „de“ (sem merkir „niður“ eða „niður úr“) og fenestra (sem merkir „gluggi“). Í ensku er talað um „to defenestrate“ og á íslensku mætti kannski með hæfilegri léttúð tala um „að glugga (einhvern)“ þegar átt er við að myrða viðkomandi með þessum hætti.

En af hvaða tilefni er þetta orðalag notað? Hver eða hverjir voru fyrst „gluggaðir“?

Svo vill til að þetta orðalag tengist alveg sérstaklega Prag höfuðborg Tékklands (og áður Bæheims) þótt nú seinni árin detti menn oftar út um glugga í Rússlandi.

Allra elsta dæmið er samt úr Biblíunni, 2. konunungabók. Þar segir frá því þegar hin illa Jezebel fylgist með úr gluggum konungshallarinnar í borginni Jesreel er Jehú konungur og andstæðingur hennar heldur innreið sína í borgina:

Geldingarnir glugga Jezebel.Myndina gerði Gustave Doré.

„Hún hrópaði þegar Jehú var kominn gegnum borgarhliðið: „Hvernig líður [Jehú], morðingja húsbónda síns?“ [Jehú] leit upp í gluggann og spurði: „Hver styður mig, hver?“ Tveir eða þrír hirðmenn [geldingar] litu þá út um gluggann og hann hrópaði til þeirra: „Fleygið henni niður.“ Þeir fleygðu henni þá niður og blóðið úr henni slettist á múrvegginn og hestana þegar þeir tröðkuðu á henni.“

En þá víkur sögunni til Prag. Í elsta dæminu um „glugganir“ þar voru yfirvöldin reyndar ekki að verki, heldur þvert á móti.

Árið 1419 var allt á suðupunkti í borginni vegna trúarbragðadeilna. Einn af leiðtogum svonefndra Hússíta var presturinn Jan Želivský og eitt sinn leiddi hann kröfugöngu skoðanasystkina sinna að ráðhúsi borgarinnar. Einhver í ráðhúsinu kastaði þá steini að Želivský sem meiddist nokkuð. Ofsareiðir stuðningsmenn prestsins ruddust þá inn í ráðhúsið og hentu borgarstjóranum og nokkrum borgarráðsmönnum út um glugga og létu þeir allt líf sitt.

Rúmum 60 árum síðar átti sér stað mjög svipaður atburður í Prag og nokkrum nágrannaþorpum. Aftur geisuðu trúardeilur og einn trúflokkurinn stefndi sínu fólki í ráðhúsin þar sem borgarstjóri og sjö borgarráðsmenn hlutu skjótan dauða þegar þeir duttu skyndilega út um glugga.

Frægasta dæmið um „gluggun“ í Prag átti sér svo stað 1618 og enn voru það trúardeilur sem allt snerist um.

Bæheimur var þá orðinn hluti Habsborgararíkisins. Valdaætt Habsborgaranna var kaþólsk en mótmælendur höfðu lengi haft tögl og hagldir í Prag. Keisararnir Rudolf 2. og síðan Mattías höfðu veitt þeim formlegt leyfi til þess en nú var nýr keisari að taka við, Ferdinand 2., og hann gaf strax til kynna að hann yrði ekki jafn umburðarlyndur.

Sendimönnum keisara var varpað út um efsta gluggann.

Í maí 1618 birtust fjórir sendimenn Ferdinands í ráðhúsinu í Prag og lögðu þar fram bréf frá keisaranum þar sem skýrt kom fram að nú yrði aldeilis þjarmað að mótmælendum, þeir sviptir eigum sínum, þeim bannað að reisa kirkjur og kapellur og svo framvegis.

Borgararnir í Prag fyrtust illa við og heimtuðu að fá að vita hvort sendimennirnir sjálfir hefðu átt þátt í að semja þetta dónalega bréf keisarans. Tveir þeirra viðurkenndu það um síðir og þá var þeim umsvifalaust hent út um glugga úr 21s metra hæð og ritari þeirra fylgdi með til frekari áréttingar.

Þótt ótrúlegt kunni að virðast lifðu þremenningarnir allir fallið af. Ritarinn var síðar aðlaður og kallaðist eftir það Baron von Hohenfall eða Barón von Háfalls.

Kaþólikkar héldu því að sjálfsögðu fram að guð hefði haldið verndarhendi sinni yfir þremenningunum en mótmælendur svöruðu því að skýringin væri öllu jarðbundnari — þeir hefðu sem sé lent í skítahaug sem hefði tekið af þeim fallið.

Sendimenn keisara gluggaðir!

En hvað sem því leið, þá reiddist Ferdínand keisari ofsalega þegar hann spurði þessa meðferð á sendiboðum sínum og stefndi þegar her sínum til Bæheims til að refsa yfirvöldum í Prag.

Og þar hófst hið hryllilega blóðbað sem kallað hefur verið 30 ára stríðið.

Fjórða dæmið um „gluggun“ í Prag er líka oft nefnt til sögu. Sá atburður átti sér stað árið 1948. Við lok síðari heimsstyrjaldar réði Rauði herinn Tékkóslóvakíu og þrátt fyrir loforð um frjálsar kosningar, þar sem Tékkar og Slóvakar fengju að ráða framtíð sinni sjálfir, þá varð snemma ljóst að Stalín leiðtogi Sovétríkjanna ætlaði alls ekki að sleppa neinum tökum af landinu.

Ríkisstjórn undir forystu kommúnista var tekin við völdum en utanríkisráðherra var Jan Masaryk sem hafði verið einn helsti leiðtogi útlagastjórnar Tékka í London á stríðsárunum.

Í mars 1948 mátti heita ljóst að Masaryk yrði brátt ýtt til hliðar af kommúnistum og þeir tækju öll völd í landinu.

Jan Masaryk.

Þá var það, að því er flestir töldu, að Masaryk var ekki bara ýtt til hliðar heldur beinlínis ýtt út um gluggann. 

Lík hans fannst að morgni dags fyrir neðan baðherbergisglugga á húsi utanríkisráðuneytisins í Prag en þar hafði Masaryk haldið til. Líkið var aðeins í náttfötunum. Hin opinbera skýring yfirvalda kommúnista var sú að Masaryk hefði framið sjálfsmorð en því trúðu ekki margir. Auðvitað hefði Masaryk verið gluggaður af tékkneskum kommúnistum og/eða útsendurum Stalíns.

Eftir að Tékkland varð sjálfstætt við lok kalda stríðsins hefur málið verið rannsakað í þaula og niðurstaða yfirvalda er raunar sú að ekki verði úr því skorið hvort Masaryk hafi verið hjálpað út um gluggann eður ei. Vísbendingar eru til um hvora skýringu sem er — morð eða sjálfsmorð vegna örvæntingar yfir því hvernig komið væri fyrir Tékkum.

En hafi Masaryk verið kastað út um gluggann var að minnsta kosti ekki langt að sækja fyrirmyndir að aðferð morðingjanna.

Og síðan hafa svo ótal margir, ekki síst í Rússlandi, látið lífið einmitt á sama hátt, með því að detta svona slysalega út um glugga.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár