Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki spenntur fyrir „blautum hádegisverðum“

Jón Guðni Óm­ars­son banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir vert að skoða kunn­ingjakúltúr og frænd­hygli í ís­lenska fjár­mála­kerf­inu, sem hluta af end­ur­skoð­un á áhættu­menn­ingu.

Ekki spenntur fyrir „blautum hádegisverðum“
Telur kunningjakúltúr til staðar víða Jón Guðni segist telja að kunningjakúltur sé til staðar á ýmsum stöðum í íslensku samfélagi. Það geri smæð landsins og náin tengsl. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Kunningjakúltúr er til staðar í íslensku fjármálkerfi og mikilvægt er að sporna við honum. Viðhafa þarf eins mikla fagmennsku og unnt er, segir Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka. Jón Guðni kannast við að hafa heyrt af því að viðskiptasamningar séu ræddir, og jafnvel gerðir, yfir hádegisverðum þar sem vín er haft um hönd. Sjálfur hefur hann hins vegar ekki farið í slíkan „blautan hádegisverð“.

Í viðtali við Heimildina sagði Birna Einarsdóttir, forveri Jóns Guðna á bankastjórastóli,  að menning innan fjármálakerfisins yrði að breytast. Innan kerfisins væru hins vegar ákveðin öfl sem vildu alls ekki breytingu á ríkjandi kúltúr, kunningjakúltúr og nepotisma sem væri til staðar til að mynda. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins varðandi sátt Íslandsbanka sást þannig hvernig maður gekk undir manns hönd við að redda kunningjum sínum um stöðu fagfjárfesta til að geta tekið þátt í útboðinu. Þannig hófust tölvupóstar meðal annars á orðunum „Sælir strákar, gaman að hitta ykkur í dag,“ og í framhaldinu var viðtakendum leiðbeint sérstaklega um það hvernig þeir ættu að bera sig að við að verða fagfjárfestar.

Getur verið vandamál

Spurður hvort hann sé því sammála að innan fjármálageirans á Íslandi grasseri ómenning í þessum efnum og hvort þarft sé að taka á því, svarar Jón Guðni því til að slíkur kúltúr sé væntanlega til staðar víðar. „Ísland er náttúrlega lítið land þar sem allir þekkja alla, þannig að slíkur kúltúr held ég að sé nú á ýmsum stöðum. Klárlega er hann til staðar að einhverju marki innan fjármálakerfisins líka og það held ég að sé einmitt hluti af þessari áhættumenningu sem er vert að skoða, hvort það sé eitthvað sem hafi áhrif þar.“

Hvernig sérðu þá fyrir þér að verði hægt að girða fyrir frændhygli og kunningjakúltúr í fjármálakerfinu?

„Það er stór spurning. Ég held að ég geti nú bara svarað fyrir sjálfan mig og Íslandsbanka. Það sem við viljum gera til að styrkja okkar áhættumenningu er að fara í þessi úrbótaverkefni sem við erum með í gangi og erum með erlenda ráðgjafa til að hjálpa okkur í því. Þannig að við getum heyrt hvernig best er farið með þessa þætti þar, það eru náttúrlega hins vegar stærri lönd og öðruvísi umhverfi. Það er það fyrsta. Svo er það sem er kallað tónninn að ofan, það er mjög mikilvægt að hann sé skýr hvað þetta varðar.“

Þú þekkir þetta sem sagt og þú telur þörf á að breyta því?

„Það má segja að ég hef alveg heyrt af svona samtölum og þetta sé eða geti verið vandamál. Við viljum viðhafa eins mikla fagmennsku og mögulegt er og vinna að því.“

Þannig að það verður sett stopp á blauta hádegisverði? Eru þeir staðreynd í fjármálakerfinu?

„Ég náttúrlega heyri eitthvað af því en svo sem þekki það ekki mikið og hef held ég aldrei farið í slíkan sjálfur.“

Þetta er þér sem sagt ekki fullkomlega framandi þegar ég nefni það, þú hefur heyrt af svoleiðis viðskiptasamböndum og samtölum sem fara fram undir þeim kringumstæðum að menn eru að borða saman og hafa vín um hönd?

„Ég held að það þekkist í öllum geirum atvinnulífsins, bæði hérlendis og erlendis.“

En þú ert ekki spenntur fyrir því?

„Ég persónulega, nei, er ekkert gríðarlega mikið í því.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár