Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur hættur hjá Íslandsbanka

Ásmund­ur Tryggva­son hef­ur sagt upp störf­um hjá Ís­lands­banka. Hann var einn þeirra starfs­manna bank­ans sem keyptu í lok­uðu út­boði á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka.

Ásmundur hættur hjá Íslandsbanka
Farinn Ásmundur var einn af þeim starfsmönnum sem keyptu í útboði Íslandsbanka á sjálfum sér. Mynd: Íslandsbanki

Ásmundur Tryggvason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Í hans stað hefur verið ráðin Kristín Hrönn Guðmundsdóttir. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að Ásmundur hafi sjálfur ákveðið að hætta, eða stíga til hliðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. 

Ásmundur var einn þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem keyptu hluti fyrir 11,2 milljónir króna í bankanum í lokuðu útboði á 22,5 prósenta hlut ríkisins á síðasta ári. Í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um sátt sem Íslandsbanki gerði, þar sem stjórnendur bankans gengust við lögbrotum við útboðið, kom fram að Ásmundur hefði haft samband við regluvörð bankans með það fyrir augum að liðka fyrir kaupum starfsmanna í útboðinu. 

Með uppsögn sinni fylgir Ásmundur í fótspor Birnu Einarsdóttur sem lét af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt bankans við fjármálaeftirlitið var gerð opinber. Í millitíðinni, það er …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Eini tilgangur regluvarðar er að tryggja að reglunum sé framfylgt.

    I þessu tilfelli líkt og flestum öðrum var regluvarslan bara sýndarmennska... eða byggð á heimsku.

    Þurfum að taka gagnrýnið tal við regluverði eða fella þessa sýndarstarfsgrein niður líkt og sýndarframkvæmdir gegn spillingu og peningarþvætti.

    Sektin er eins og áður hefur verið sagt ... bara djók... því hún hefur öngva vikt á bankann sem veltir þessu strax áfram og öngvar kvaðir eru um tímabundið eftirlit um að "nýjir" aðilar fari eftir reglunum.

    Sama gamla 2000 og 2008 lagið.
    0
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Hef enga skoðun á stjórnmálum er líka orðin of gömul til þess að pæla í þeim hlutum í dag
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ásmundur Tryggvason er eiginmaður framkvæmdarstjóra Vinstri-grænna, hvað sem öllu líður þá er þetta góð ákvörðun hjá Ásmundi að hirða pokann sinn.
    1
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Eiginkona Ásmundar er hins vegar framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár