Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
Heiðurskonsúll Ágúst Andrésson er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi, og hefur fengið bágt fyrir í opinberri umræðu undanfarið. Hann segir að slík umræða sé ekki svaraverð.

Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga (KS), sem haldinn var 6. júní síðastliðinn, var samþykkt ályktun þar sem því var beint til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. KS er samvinnufélag, að fullu í eigu tæplega 1.500 félagsmanna, sem flestir eru bændur. Í viðtali við Bændablaðið sagði Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri að ályktun aðalfundarins væri skýr skilaboð til fyrirtækisins.

Sigurjón Rúnar er jafnframt formaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, SAFL, sem börðust hart gegn áframhaldandi niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur. Sigurjón Rúnar situr einnig í stjórn Esju gæðafæðis, sem er meðal þeirra fyrirtækja sem flutt hafa inn allnokkuð magn landbúnaðarvara síðustu misseri, þar með talið úkraínskan kjúkling.

Esja hefur undanfarin misseri flutt inn tugi tonna af kjöti erlendis frá, unnið það og markaðssett hér á landi. Esja, og KS einnig, eru meðal stofnfélaga SAFL.

Þurfa að þjónusta viðskiptavini

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS og stjórnarformaður Esju gæðafæðis, segir í samtali við Heimildina, aðspurður um hví Esja hafi ekki sótt um tollkvóta við síðasta útboð á ESB kvótunum, að tekin hefði verið ákvörðun um að hætta innflutningi á kjöti. „Það var tekin ákvörðun um það hjá KS að standa ekki í frekari innflutningi á kjöti, svo við kaupum bara núna af öðrum innflytjendum, hvort sem það er Háihólmi eða önnur fyrirtæki. Það var búið að taka þessa ákvörðun áður en til aðalfundar KS kom.“

Esja kaupir því innflutt kjöt af öðrum innflytjendum, einfaldlega vegna þess að kjötframleiðslan í landinu dugar ekki til að uppfylla þarfir markaðarins, segir Ágúst. Það á ekki síst við, í tilfelli Esju, alifuglakjöt og svínakjöt þar eð KS og dótturfyrirtæki þess hafa ekki verið í slíkri framleiðslu eða slátrun. „Við viljum fyrst og fremst vera að höndla með íslenskt kjöt en þar sem það dugar ekki til þá þurfum við eftir sem áður að þjónusta okkar viðskiptavini. Ég held að félagsmenn KS séu ekkert á móti því að við sinnum okkar viðskiptavinum en hins vegar snýst þessi samþykkt aðalfundarins um að við séum ekki að flytja þetta inn sjálf, KS og dótturfélög.“

„Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi“
Ágúst Andrésson
stjórnarformaður Esju gæðafæðis, um innflutning á úkraínskum kjúklingi

Esja er meðal þeirra fyrirtækja sem flutti inn úkraínskan kjúkling, sem fyrr segir. Fyrirtækið flutti inn í tveimur sendingum um 40 tonn og hefur auk þess keypt úkraínskan kjúkling af öðrum innflytjendum. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hætta umræddum innflutningi, áður en til þess kom að bráðabirgðaákvæði um tollaleysi féll úr gildi. „Það var tekin ákvörðun um að við myndum borga af þessu full gjöld og við værum ekki að rugga neinum bátum í því. Síðan var tekin ákvörðun um að við myndum bara frekar láta aðra um þetta og nú er búið að loka fyrir þennan innflutning,“ segir Ágúst. Hann segir enn fremur að, þrátt fyrir að fyrirtækinu væri kleift að sækja um endurgreiðslu á tollunum af hinum úkraínska kjúklingi, þá standi það ekki til. Spurður hvernig á því standi svarar hann: „Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi, það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta, og við tókum bara ákvörðun um þetta á þeim tíma.“

Heiðurskonsúll Rússlands flytur inn vín frá Moldóvu

Ágúst er heiðurskonsúll Rússlands hér landi og hefur verið á það bent, meðal annars í umræðum um innflutning á úkraínskum kjúklingi og deilur á Alþingi um framlengingu á tollaniðurfellingu á úkraínskum vörum. Spurður hvort að sú umræða hafi farið fyrir brjóstið á honum segir Ágúst: „Ekki þannig. Mér þykir auðvitað leiðinlegt hvernig sumir hafa slitið hlutina úr samhengi en þá er það ekki svaravert og maður er ekkert að pirra sig á því.“

Ágúst segir jafnframt að konsúlsnafnbótin hafi alls ekki verið fyrir honum eða hamlað honum, hvorki nú né áður, en hann hefur borið nafnbótina frá árinu 2014. „Þetta kom til með persónulegum vinskap sem skapaðist milli mín og þáverandi sendiherra Rússlands hér á landi. Ég hef auðvitað stundað viðskipti þarna úti í Rússlandi síðan fyrir aldamót en núna er maður bara að reyna að vinna með öðrum aðilum þar sem opið er fyrir viðskipti. Ég flyt til að mynda inn vín núna frá Moldóvu, og hef gert í ein fjögur ár. Þeim vínframleiðanda kynntist ég einmitt á sýningu í Rússlandi þar sem við vorum að kynna lambakjöt og skyr og annað.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það borg­ar sig ekki að fram­leiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár