Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hagsmunaöflin höfðu betur

Ekki verð­ur fram­hald á tákn­ræn­um og efna­hags­leg­um stuðn­ingi Ís­lands við Úkraínu með nið­ur­fell­ingu tolla. Hags­muna­öfl í land­bún­aði lögð­ust þungt á þing­menn í því skyni að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi tolla­leysi á kjúk­lingi, sem hin sömu öfl hafa með­al ann­ars flutt inn sjálf. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagð­ist þver gegn áfram­hald­andi tolla­leysi og hluti Sjálf­stæð­is­flokks­þing­manna, í óþökk ut­an­rík­is­ráð­herra með­al annarra.

Andstaða Framsóknarflokks og hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins varð til þess að ekki verður áframhald á stuðningi við Úkraínu í formi tollfrelsis á innfluttar vörur þaðan. Andstæðingar áframhaldandi tollfrelsis innan efnahags- og viðskiptanefndar beygðu aðra nefndarmenn stjórnarflokkanna í málinu og varð það niðurstaða meirihlutans í nefndinni að leggja ekki fram frumvarp til að framlengja bráðabirgðaákvæði við tollalög í ætt við ákvæði sem sett var á í júní á síðasta ári.

Bráðabirgðaákvæðið rann út um síðustu mánaðamót. Þá þegar höfðu Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sambærileg ákvæði, um niðurfellingu tolla til stuðnings við úkraínskt atvinnulíf. Hins vegar hafði lítið heyrst hvað varðaði framlengingu á tollfrelsinu hér á landi. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi 30. maí síðastliðinn lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því að hún teldi rétt að framlengja stuðninginn. Hún sagði að rétt væri að hafa eftirlit með umfangi á innflutning vara frá Úkraínu, „en um leið hefði ég talið það skynsamlega ákvörðun að halda þessu áfram“.

Snýst um kjúkling og annað ekki

Þegar Katrín talaði um eftirlit með umfangi á innflutningi var hún að setja það í samband við aukningu á innflutningi á alifuglakjöti. Og það er þar sem hnífurinn stóð í kúnni, eða öllu heldur í kjúklingnum. Innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu er það sem verið hefur að bögglast fyrir þingmönnum stjórnarflokkanna þegar kemur að því að framlengja tollfrelsið, en það sem af er ári voru flutt inn um það bil 200 tonn af kjúklingakjöti frá Úkraínu.

Og það var eitur í beinum bænda, sem og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL), sem furðulegt nokk eru þó meðal annars byggð upp af einmitt þeim sömu fyrirtækjum sem flutt hafa kjúklingakjötið inn til þessa. Kúnstugt.

Segja íslenskan landbúnað berjast í bökkum

SAFL sendu í síðasta mánuði fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem þau lögðust eindregið gegn því að einhliða niðurfellingar á tollum á úkraínskar vörur yrðu framlengdar. Það væri afar óvarlegt „á sama tíma og íslenskur landbúnaður berst í bökkum“.

Bændur hafa enn sterka málsvara á þingi. Framsóknarflokkurinn lagðist gegn því sem einn maður gegn áframhaldandi tollfrelsi. Hluti Sjálfstæðisflokksins lagðist á sömu árar, þó innan flokksins væru líka raddir sem andæfðu því, og af krafti. Vinstri græn voru meðmælt því að ákvæðið um tollfrelsi yrði framlengt en þóttu lítt beita sér.

Til að ákvæðið yrði framlengt þurfti lagabreytingu til, og það var á valdi efnahags- og viðskiptanefndar að ganga frá málinu svo að af gæti orðið. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og ásamt henni sitja í nefndinni, fyrir hönd stjórnarflokkanna þriggja, þau Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vitað er að Diljá Mist studdi áframhaldandi stuðning við Úkraínu með tollfrelsi af ákafa. Hún var hins vegar stödd á þingi Samtaka kvenleiðtoga í Brussel bæði í gær og fyrradag og gat því takmarkað beitt sér í málinu. Varamaður hennar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók sæti í nefndinni í gær.

Nefndarmaður giftur framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja bænda

TengdMargrét Gísladóttir, formaður SAFL, er eiginkona Teits Björns Einarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Þær Guðrún og Hafdís Hrönn koma því báðar af Suðurlandinu, einhverju helsta landbúnaðarhéraði Íslands. Teitur Björn, sem tók sæti Haraldar Benediktssonar, fyrrverandi formanns Bændasamtaka Íslands á þingi fyrir skemmstu, er þá giftur Margréti Gísladóttur, sem vill þannig til að er framkvæmdastjóri SAFL.

Þá má geta þess  að stjórnarformaður SAFL er Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Einn helsti samstarfsmaður Sigurjóns Rúnars, Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, er kjörræðismaður Rússlands á Íslandi.

Á aðalfundi KS, sem haldinn var 6. júní síðastliðinn, var samþykkt ályktun þar sem því var beint til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Dótturfyrirtæki KS, kjötvinnslan Esja gæðafæði, flutti á síðasta ári inn um 40 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti, en Esja er einmitt eitt af stofnfélögum SAFL. Í viðtali við Bændablaðið sagði Sigurjón Rúnar ályktun aðalfundarins skýr skilaboð til fyrirtækisins.

Að minnsta kosti tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks vildu áframhald

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar stóðu, eins og áður hefur verið nefnt, harðar deilur um framlengingu á ákvæði um tollfrelsi innan Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að úr ráðherraliði flokksins voru að minnsta kosti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mjög á þeirri skoðun að framlengja ætti ákvæðið og styðja þar með áfram við Úkraínu með þeim hætti. Þá voru fleiri þingmenn sömu skoðunar, meðal annars Diljá Mist, sem fyrr segir.

Á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn þriðjudag var málið tekið til umræðu utan dagskrár og urðu deilur um það töluverðar. Seinna sama dag náðist samkomulag þingflokksformanna um þinglok og þau mál sem til stæði að afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí. Framlenging bráðabirgðaákvæðisins um tollfrelsi, eða einhver útfærsla þar á, var ekki á meðal þeirra mála. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sendi þann sama dag tölvupóst þar sem hún spurðist fyrir um hvort um mistök væri að ræða, hvort ekki stæði til að framlengja ákvæðið. Við því fékk hún engin svör.

Í umræðum í þinginu miðvikudaginn 7. júní síðastliðinn komu þingmenn Viðreisnar hver á fætur öðrum í ræðustól og bentu á að framlenging ákvæðisins væri hvergi að finna á dagskránni, „þrátt fyrir eindregna skoðun hæstvirts forsætisráðherra, eindregna skoðun hæstvirts utanríkisráðherra og ég veit að fleiri ráðherrar þessa beggja flokka beri sama hug til undanþágu fyrir vörur frá Úkraínu,“ eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar orðaði það.

„Herkvaðning, að mínu mati, hagsmunaaflanna hefur náð hingað til þess að stoppa þetta mál, sem er mjög táknrænt“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
formaður Viðreisnar

„Við vitum það alveg, sem erum hér, að það er einn flokkur fyrst og fremst, og eitthvað brot innan úr Sjálfstæðisflokknum, sem er að stoppa þetta mál. Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér. Herkvaðning, að mínu mati, hagsmunaaflanna hefur náð hingað til þess að stoppa þetta mál, sem er mjög táknrænt,“ sagði Þorgerður Katrín enn fremur.

Titringur innan ríkisstjórnarinnar

Ræður þingmanna Viðreisnar hristu upp í þingmönnum stjórnarflokkanna, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Var því lýst þannig að í kjölfarið væru ráðherrar og stjórnarþingmenn í samtölum „í öllum skúmaskotum“ þinghússins.

Leið svo og beið, og gærdagurinn rann upp. Töluverður titringur var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gærmorgun, eftir umræðu um málið deginum áður. Var því lýst þannig við blaðamann Heimildarinnar að nefndarmenn stjórnarmeirihlutans hefðu verið eins og „þeytispjöld“ inn og út af fundinum í símtölum og mátti ljóst vera að það væri vegna hins úkraínska kjúklings. Málið var hins vegar ekki tekið á dagskrá þess fundar.

Guðrún sögð hafa beitt sér gegn framlengingu

Sætir gagnrýniStjórnarandstöðuþingmenn segja Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa lagst gegn áframhaldandi tollaleysi.

Upplýsingar Heimildarinnar herma að Guðrún Hafsteinsdóttir hafi, sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, beitt sér gegn því að framlenging ákvæðisins fengi framgang. Þingmenn sem Heimildin hefur rætt við segja málið raunar hafi verið komið inn á borð nefndarinnar, frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, fyrir all nokkru en Guðrún hafi beinlínis dregið lappirnar við afgreiðslu þess. Í athugasemd um fundarstjórn forseta á þingi í gær sagði Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd að hann hefði óskað eftir því „fyrir einhverju síðan" að málið yrði sett á dagskrá. „Þá kom berlega í ljós að ágreiningur var í meiri hlutanum um hvort það ætti að halda þessu áfram eða ekki. Ég óskaði eftir því að þetta yrði tekið til meðferðar og formaður nefndarinnar tjáði mér að þetta væri í vinnslu.“

Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, lýsti því þá einnig úr ræðustól í gær að hann hefði fyrir rúmri viku sent bréf til Guðrúnar þar sem hann hvatti hana til að taka málið upp og klára það. „Þetta er búið að liggja fyrir í talsverðan tíma og ég ítreka að það er hálfskammarlegt fyrir þingið ef við förum héðan burt án þess að framlengja þetta.“

Utanríkisráðherra misboðið

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í gær sagði Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra að bráðabirgðaákvæði um tollfrelsi á úkraínskar vörur yrði ekki framlengt fyrr en í fyrsta lagi í haust. „Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til þess að halda þessu áfram, það er þá ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust, sem mér finnst ekki mikill sómi að,“ sagði Þórdís Kolbrún og engum mátti dyljast að henni var all misboðið.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, átti orðastað við Þórdísi Kolbrúnu og fór fram á skýringar á því hverjir það væru sem bæru ábyrgð á því að málið væri stopp. Þórdís Kolbrún svaraði því ekki efnislega. „Hinsvegar næst einfaldlega ekki samstaða um það, eins og sakir standa, með hvaða hætti eigi að framlengja þetta mál. Ég hefði viljað að við hefðum getað komið því í frekari umræðu á þinginu.“

Síðar á þingfundinum kom hver þingmaður stjórnarandstöðunnar á fætur öðrum upp undir liðnum fundarstjórn forseta og kallaði eftir því að nefndarmenn efnahags- og viðskiptanefndar tækju málið til sín og ynnu það þannig að hægt væri að taka afstöðu til þess í þingsal. Skorað var á þingforseta að gera hlé á þingfundi til að stjórnarflokkarnir gætu sest saman og „ákveðið hvort þeir ætli að standa með Úkraínu eða ekki,“ eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata orðaði það.

„Það er enginn bragur á því að á meðan Úkraínumenn eru að berjast fyrir sínu lífi sínu, sínu landi og okkar frelsi að við séum ekki að framlengja það viðskiptafrelsi sem við settum á að þeirra ósk“
Guðlaugur Þór Þórðarson
umhverfisráðherra

Þá nýtti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tækifærið, í umræðu um atkvæðagreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins, til að lýsa óánægju sinni. „Það er enginn bragur á því að á meðan Úkraínumenn eru að berjast fyrir sínu lífi sínu, sínu landi og okkar frelsi að við séum ekki að framlengja það viðskiptafrelsi sem við settum á að þeirra ósk,“ sagði Guðlaugur Þór en fáheyrt er að þingmenn nýti orðið í umræðum um önnur og óskyld mál með þessum hætti.

Birgir og Ásmundur sögðu sinn hug

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins stigu hins vegar fram og lýstu öndverðri skoðun í málinu í umræðunum í gær, þeir Birgir Þórarinsson og Ásmundur Friðriksson í pontu og lýstu því að eðlilegra væri að styðja Úkraínu með öðrum hætti, hætti sem ekki setti „okkar eigin landbúnað í vanda,“ eins og Birgir orðaði það. „Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar til eða frá bjargi málunum finnst mér mjög meiðandi umræða vegna þess að við viljum öll gera vel og við viljum öll gera betur,“ var meðal þess sem Ásmundur hafði fram að færa í sínum málflutningi.

Á síðari fundi efnahags- og viðskiptanefndar, í gærkvöldi, varð svo ljóst að ekkert yrði úr málinu, hvorki óbreyttu tollfrelsi né einhvers konar útfærslu.

Lúalegt gagnvart ÚkraínumönnumDiljá Mist er mjög ósátt við niðurstöðu málsins.

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Heimildina að hún sé mjög ósátt með niðurstöðuna. „Ég tek undir með utanríkisráðherra með að það er enginn sómi að þessu. Þetta er stuðningur sem Úkraínumenn hafa sérstaklega leitað eftir því þeir vilja reyna að reisa við efnahagskerfi sitt, sem er auðvitað í molum. Mér finnst lúalegt að á meðan Úkraínumenn eru að fórna lífi sínu, limum, frelsi og öllu sem þeir eiga til að berjast fyrir okkar frelsi og okkar gildum, að við getum ekki gengið eins langt og við mögulega komumst. Það er alls ekki svo að ég skilji ekki þau varnaðarorð sem eru uppi í íslenskum landbúnaði en ef þetta er áhyggjuefni þá þurfum við bara að taka það samtal og bregðast við því.“

„Mér finnst lúalegt að á meðan Úkraínumenn eru að fórna lífi sínu, limum, frelsi og öllu sem þeir eiga til að berjast fyrir okkar frelsi og okkar gildum, að við getum ekki gengið eins langt og við mögulega komumst“
Diljá Mist Einarsdóttir
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Spurð hvort að hún telji það muni hafa einhverjar afleiðingar innan Sjálfstæðisflokksins að þessar deilur hafi skapast segir Diljá að flokksmenn séu vanir því að uppi séu mismunandi sjónarmið. „Þetta fólk verður bara að svara fyrir sjálft sig þegar það er að vega og meta hagsmuni, það sem raunverulega skiptir máli og hvernig hægt er að komast að niðurstöðu. Ég er að segja að þegar ákallið er svona sterkt, svona mikið er undir og svona miklu hefur verið fórnað fyrir okkar hönd, þá er mjög erfitt fyrir okkur að færa góð rök fyrir því að hafa ekki getað fundið út úr þessu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki góður bragur á þessu og að við hefðum átt að leita allra leiða til að taka samtalið og finna út úr því hvernig við gætum haldið áfram að sýna Úkraínumönnum þann stuðning sem þeir óska eftir. Ekki það sem hentar okkur best eða skást eða hefur minnstar afleiðingar fyrir okkur.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Óskar Guðmundsson skrifaði
  Catch 22.
  Það skiptir engu máli hvað gert verður því fylgir fordæming.
  Í sömu viku og verið er að ræða hækkun afurðaverðs um nálega 20% er umræða um erlendann innflutning olía á eldinn.
  -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Eins manns harmleikur er annars afþreying
Viðtal

Eins manns harm­leik­ur er ann­ars af­þrey­ing

Inga Kristjáns­dótt­ir er ókrýnd saka­mála­hlað­varps­drottn­ing Ís­lands. Í sum­ar fór hún til Banda­ríkj­anna og stund­aði myrka ferða­mennsku þeg­ar hún heim­sótti með­al ann­ars heim­ili Ted Bun­dy og var við­stödd fyr­ir­töku í máli grun­aðs morð­ingja í Ida­ho. Hún seg­ist skilja þau sem furða sig á því hvernig hún geri af­þrey­ingu úr harm­leik annarra en seg­ir þetta allt snú­ast um for­vitni og að segja sög­ur.
Þrjár 19 ára stelpur stofnuðu eitt efnilegasta fótboltalið landsins
Fréttir

Þrjár 19 ára stelp­ur stofn­uðu eitt efni­leg­asta fót­boltalið lands­ins

„Við höfð­um ekki eft­ir neinu að bíða,“ seg­ir knatt­spyrnu­kon­an og lög­fræð­ing­ur­inn Jór­unn María Bachmann Þor­steins­dótt­ir, ein þeirra ungu kvenna sem krafð­ist þess að stofn­að­ur yrði meist­ara­flokk­ur kvenna í fót­bolta hjá Gróttu. Lið­ið keppti ný­ver­ið í úr­slita­leik um sæti í Bestu deild kvenna, að­eins átta ár­um eft­ir stofn­un.
Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
„Ég held að það sé mikilvægt að sveitarfélagið standi ekki í skuld við fyrirtæki“
FréttirLaxeldi

„Ég held að það sé mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lag­ið standi ekki í skuld við fyr­ir­tæki“

Ásrún Mjöll Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­kona VG í Múla­þingi, seg­ir að það sé mik­il­vægt að sett­ar verði regl­ur á sveita­stjórn­arstig­inu um gjaf­ir frá fyr­ir­tækj­um. Ný­lega gaf Fisk­eldi Aust­fjarða 6 til 8 millj­óna króna gjöf í formi meng­un­ar­varna til Seyð­is­fjarð­ar­bæj­ar. Yf­ir­hafn­ar­vörð­ur seg­ir mál­ið ver­ið storm í vatns­glasi þar sem höfn­in hafi upp­haf­lega ætl­að að kaupa bún­að­inn af Fisk­eldi Aust­fjarða.
Fögnum ágæti og fjölbreytileika í tæknigeiranum okkar
Alondra Silva Muñoz
Aðsent

Alondra Silva Muñoz

Fögn­um ágæti og fjöl­breyti­leika í tækni­geir­an­um okk­ar

For­stjóri Women Tech Ice­land skrif­ar um mik­il­vægi þess að kon­ur knýi fram fram­far­ir í tækni­drifn­um heimi nú­tím­ans, þrátt fyr­ir við­v­arn­andi kynjamun í geir­an­um.
Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
FréttirNeytendamál

Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Fréttir

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hætt­ir og byrj­ar aft­ur í fjórða sinn að kanna eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.
Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum
Viðtal

Lesa stund­um en eiga erfitt með að minnka tíma á sam­fé­lags­miðl­um

Fjór­ir nem­end­ur í Haga­skóla svara sömu spurn­ing­um og lagð­ar eru fyr­ir í Ís­lensku æsku­lýðs­rann­sókn­inni og skýra hvað ligg­ur að baki svör­un­um. Ragný Þóra Guðjohnsen, fag­leg­ur stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar og lektor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar af­ger­andi.
„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“
Viðtal

„Mun­um aldrei mæta allri orku­þörf allra“

Ef ekki verða sett lög um for­gang al­menn­ings að orku verð­ur hon­um smám sam­an þrýst út af orku­borð­inu og þá stund­um of­an í ol­íu­tunnu. Því þótt borð­ið svigni vissu­lega af end­ur­nýj­an­legri orku verð­ur það alltaf tak­mark­að að stærð. Nú þeg­ar eft­ir­spurn­in hef­ur marg­fald­ast og sal­an auk­ist er gott að hugsa um „orku­skort hverra“ og þá stað­reynd að al­menn­ing­ur not­ar að­eins um 5 pró­sent raf­orkunn­ar, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. „Því þetta verð­ur alltaf val – hversu mik­ið þú ætl­ir að selja og í hvað.“
Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
FréttirLaxeldi

Fisk­eldi Aust­fjarða gaf Seyð­is­firði 6 til 8 millj­óna króna gjöf

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Múla­þingi hafa spurt spurn­inga um gjöf­ina frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fisk­eldi Aust­fjarða þarf að fá íbúa Múla­þings í lið með sér ef það á að verða af lax­eld­is­áform­um fyr­ir­tæk­is­ins í Seyð­is­firði.
Ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra fá 828 milljónir í laun á næsta ári
Greining

Ráð­herr­ar og að­stoð­ar­menn þeirra fá 828 millj­ón­ir í laun á næsta ári

Laun tólf ráð­herra voru hækk­uð í sum­ar og launa­kostn­að­ur vegna þeirra er áætl­að­ur um 332 millj­ón­ir króna á næsta ári. Rík­is­stjórn­in má ráða alls 27 að­stoð­ar­menn og sem stend­ur eru 26 þeirra starfa mönn­um. Hlut­fall að­stoð­ar­manna á hvern ráð­herra hef­ur aldrei ver­ið hærra.
Skilin eftir á ofbeldisheimili
Myndband

Skil­in eft­ir á of­beld­is­heim­ili

Linda ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem mis­þyrmdi börn­un­um. Eldri syst­ir henn­ar var send í fóst­ur þeg­ar rann­sókn hófst á hend­ur for­eldr­un­um. Hún var skil­in eft­ir og of­beld­ið hélt áfram þrátt fyr­ir vitn­eskju í kerf­inu.

Mest lesið undanfarið ár

 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  1
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  2
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  3
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
 • Þóra Dungal fallin frá
  4
  Menning

  Þóra Dungal fall­in frá

  Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  5
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  6
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
  7
  Afhjúpun

  „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

  Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  8
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
 • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
  9
  Viðtal

  Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

  Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
 • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
  10
  Fréttir

  Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

  Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.