Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra sagði á Al­þingi í dag að ekki væri mik­ill sómi að því að bráða­birgði­á­kvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur yrði ekki fram­lengt fyr­ir þinglok. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn furða sig á full­yrð­ing­um ráð­herra um að ekki tak­ist að af­greiða mál­ið út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt
Ekki mikill sómi að Þórdís Kolbrún var augljóslega mjög ósátt við að ekki næðist samstaða um framlengingu á tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bráðabirgðaákvæði um tollfrelsi á úkraínskar vörur verður ekki framlengt fyrr en í fyrsta lagi í haust. Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til þess að halda þessu áfram, það er þá ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust, sem mér finnst ekki mikill sómi að.“

Tollfrelsi á innfluttar vörur var sett á með bráðabirgðaákvæði í skattalögum í júní á síðasta ári, í þverpólitískri sátt og mikilli samstöðu á Alþingi. Bráðabirgðaákvæðið rann út um síðustu mánaðarmót. Á síðustu vikum jókst þrýstingur frá aðilum innan landbúnaðargeirans um að óvarlegt væri að framlengja ákvæðið, einkum vegna þess að til landsins hefur verið flutt nokkuð magn af úkríaínsku kjúklingakjöti. Litu bændur og Samtök fyrirtækja í landbúnaði á það sem ógn „á sama tíma og íslenskur landbúnaður berst í bökkum,“ eins og kom fram í bréfi sem samtökin sendu á efnahags- og fjármálaráðherra.

Kallar á vinnu að fara yfir málið

Í umræðum á Alþingi seint í síðasta mánuði var rætt hvort ekki ætti að framlengja tollfrelsis ákvæðið og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þá að hún hefði talið það skynsamlegt og hún myndi kanna stöðu málsins. Engu að síður rann 1. júní upp án þess að frumvarp um áframhaldandi tollfrelsi kæmi fram í þinginu og því rann bráðabirgðaákvæðið úr gildi.

Í fyrradag, þegar samkomulag náðist um þinglok, varð ljóst að framlenging á bráðabirgðaákvæðinu væri ekki eitt þeirra mála sem afgreiða ætti áður en þingið færi í sumarfrí. Í umræðum á Alþingi í gær kom hver þingmaður Viðreisnar á fætur öðrum í ræðustól og lýsti undrun sinni og vonbrigðum með það.

„Ég gerði mér vonir um að við myndum að sjálfsögðu halda þessum stuðningi áfram“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra

Í svörum sínum við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um hvernig stæði á því að ekki ætti að framlengja tollfrelsisákvæðið sagði Þórdís Kolbrún að málið væri á forræði þingsins og hún hefði gert sér vonir um að efnahags- og viðskiptanefndar að leggja málið fram og það væru vonbrigði að það hefði ekki gerst. „Ég gerði mér vonir um að við myndum að sjálfsögðu halda þessum stuðningi áfram og mér finnst ekkert ósanngjarnt eða óeðlilegt að það sé möögulega skoðað af einhverri yfirvegun einhver umframáhrif á ákveðna geira innan landbúnaðarins. Það kallar þá á vinnu og sú vinna þarf þá að fara fram.“

Titringur á nefndarfundi

Titringur var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, vegna málsins en engu að síður var málið ekki tekið til formlegrar umræðu þar né afgreiðslu. Annar fundur er á dagskrá nefndarinnar í dag.  Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfykingarinnar, sagði úr ræðustól nú áðan að sínar upplýsingar hermdu að umfjöllun um málið væri ekki lokið í nefndinni og spurði hvort Þórdís Kolbrún hefði tekið of stórt upp í sig.

Þórdís Kolbrún svaraði því til að hún hefði með orðum sínum um að málið yrði ekki afgreitt fyrr en í haust hreinlega átt við „að núna erum við að ljúka þingstörfum væntanlega á morgun, og þar sem ekki er neitt mál sem hefur komið út úr nefndinni núna þá geri ég ráð fyrir að það verði ekki afgreitt fyrir þessi þinglok. En alhæfi auðvitað ekki og vona að nefndin muni finna leið til þess að leggja fram mál, þó að það gerist ekki fyrir þessi þinglok. Þótt það sé bagalegt að það komi eitthvað bil á milli þá er ekki útilokað að hægt sé að tryggja áframhaldandi stuðning.“

„Hinsvegar næst einfaldlega ekki samstaða um það, eins og sakir standa, með hvaða hætti eigi að framlengja þetta mál“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra
Sigmar Guðmundsson,þingmaður Viðreisnar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, átti sömuleiðis orðastað við Þórdísi Kolbrúnu og fór fram á skýringar á því hverjir það væru sem bæru ábyrgð á því að málið væri stopp. Þórdís Kolbrún svaraði því ekki efnislega. „Hinsvegar næst einfaldlega ekki samstaða um það, eins og sakir standa, með hvaða hætti eigi að framlengja þetta mál. Ég hefði viljað að við hefðum getað komið því í frekari umræðu á þinginu.“

Gagnrýndu Guðrúnu Hafsteinsdóttur

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd, lýsti undrun sinni á orðum Þórdísar Kolbrúnar um að málið myndi ekki ná fram að ganga. Hann hefði talið að málið væri til meðferðar í nefndinni og liti svo á það þyrfti að koma til afgreiðslu þar.

„Það er bara stjórnarliðið sem stendur gegn úkraínsku þjóðinni í þessu máli“
Andrés Ingi Jónsson
þingmaður Pírata

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, benti á að með orðum ráðherra um að ekki hefði náðst samstaða um málið, væri hún að segja að málið næði ekki fram að ganga vegna ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar. „Að tala hér í pontu eins og það sé allt þingið sem er á móti þegar það er bara stjórnarliðið sem stendur gegn úkraínsku þjóðinni í þessu máli, það er ekki heiðarleg framsetning,“ sagði Andrés Ingi og lýsti óánægju sinni með framsetningu Þórdísar Kolbrúnar.  

Andrés Ingi Jónsson,þingmaður Pírata.

Fleiri stjórnarandstöðu þingmenn lýstu þeirri skoðun sinni að staðan væri skammarleg. „Það er okkur til minnkunar,“ sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þá var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Guðrún Hafsteinsdóttir, gagnrýnd og látið að því liggja að hennar væri ábyrgðin í málinu.

Stjórnarandstöðuþingmenn skoruðu þá á Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, að gera hlé á þingfundi til að hægt yrði að ná sátt um framlengingu á bráðabirgðaákvæðinu. 

Sjálfstæðisþingmenn segja aðstoðina ekki standa og falla með kjúklingi

„Aðstoð okkar til Úkraínu stendur ekki og fellur með kjúklingi,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og lýsti því að hann hefði í tvígang farið til Úkraínu á stríðstímum og vissi vel hver þörfin væri á aðstoð þar. Vel væri hægt að styðja við Úkraínu án þess að setja hagsmuni íslensks landbúnaðar í uppnám. Hann furðaði sig á málflutningi þingmanna sem lýstu því að það væri aumingjaskapur og skömm að því að framlengja ekki ákvæðið um tollfrelsi.

Sigmar Guðmundsson kom þá í pontu og lýsti því að með ræðu Birgis væru mál aðeins farin að skýrast, og átti þá við að þar hefði birst hverjir það væru sem stæðu fyrir afgreiðslu málsins. Hanna Katrín, samflokkskona Sigmars, benti Birgi Þórarinssyni á að hagur íslensks landbúnaðar stæði ekki og félli með því hvort hingað til lands yrðu flutt einhver tonn af úkraínskum kjúklingi, ekki frekar enn að sá innflutningur skipti öllu máli fyrir úkraínskt efnahagslíf.

„Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá, mér finnst það mjög meiðandi umræða“
Ásmundur Friðriksson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

„Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá, mér finnst það mjög meiðandi umræða, því við viljum öll gera vel,“ sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og taldi betur fara á því að styðja við úkraínska bændur beint frekar en afurðafyrirtæki. Þá væri eðlilegt að allur stuðningur við Úkraínu kæmi úr sameiginlegum sjóðum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til skammar, Kvitflibba Ölmusumenn verða að Hafa NYÐINGSTOLLA a SVINAKJÖTI og Hænsnakjöti. Þeir uppskera sin sindagjöld er VIÐ GÖNGUM I EU
    og EVRAN tekur við af Skitakronuni sem er VITA ONYT. Sa timi kemur að ISLAND GENGUR I EFROPUBANDALAGIÐ.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
9
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
10
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár