Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra sagði á Al­þingi í dag að ekki væri mik­ill sómi að því að bráða­birgði­á­kvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur yrði ekki fram­lengt fyr­ir þinglok. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn furða sig á full­yrð­ing­um ráð­herra um að ekki tak­ist að af­greiða mál­ið út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt
Ekki mikill sómi að Þórdís Kolbrún var augljóslega mjög ósátt við að ekki næðist samstaða um framlengingu á tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bráðabirgðaákvæði um tollfrelsi á úkraínskar vörur verður ekki framlengt fyrr en í fyrsta lagi í haust. Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til þess að halda þessu áfram, það er þá ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust, sem mér finnst ekki mikill sómi að.“

Tollfrelsi á innfluttar vörur var sett á með bráðabirgðaákvæði í skattalögum í júní á síðasta ári, í þverpólitískri sátt og mikilli samstöðu á Alþingi. Bráðabirgðaákvæðið rann út um síðustu mánaðarmót. Á síðustu vikum jókst þrýstingur frá aðilum innan landbúnaðargeirans um að óvarlegt væri að framlengja ákvæðið, einkum vegna þess að til landsins hefur verið flutt nokkuð magn af úkríaínsku kjúklingakjöti. Litu bændur og Samtök fyrirtækja í landbúnaði á það sem ógn „á sama tíma og íslenskur landbúnaður berst í bökkum,“ eins og kom fram í bréfi sem samtökin sendu á efnahags- og fjármálaráðherra.

Kallar á vinnu að fara yfir málið

Í umræðum á Alþingi seint í síðasta mánuði var rætt hvort ekki ætti að framlengja tollfrelsis ákvæðið og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þá að hún hefði talið það skynsamlegt og hún myndi kanna stöðu málsins. Engu að síður rann 1. júní upp án þess að frumvarp um áframhaldandi tollfrelsi kæmi fram í þinginu og því rann bráðabirgðaákvæðið úr gildi.

Í fyrradag, þegar samkomulag náðist um þinglok, varð ljóst að framlenging á bráðabirgðaákvæðinu væri ekki eitt þeirra mála sem afgreiða ætti áður en þingið færi í sumarfrí. Í umræðum á Alþingi í gær kom hver þingmaður Viðreisnar á fætur öðrum í ræðustól og lýsti undrun sinni og vonbrigðum með það.

„Ég gerði mér vonir um að við myndum að sjálfsögðu halda þessum stuðningi áfram“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra

Í svörum sínum við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um hvernig stæði á því að ekki ætti að framlengja tollfrelsisákvæðið sagði Þórdís Kolbrún að málið væri á forræði þingsins og hún hefði gert sér vonir um að efnahags- og viðskiptanefndar að leggja málið fram og það væru vonbrigði að það hefði ekki gerst. „Ég gerði mér vonir um að við myndum að sjálfsögðu halda þessum stuðningi áfram og mér finnst ekkert ósanngjarnt eða óeðlilegt að það sé möögulega skoðað af einhverri yfirvegun einhver umframáhrif á ákveðna geira innan landbúnaðarins. Það kallar þá á vinnu og sú vinna þarf þá að fara fram.“

Titringur á nefndarfundi

Titringur var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, vegna málsins en engu að síður var málið ekki tekið til formlegrar umræðu þar né afgreiðslu. Annar fundur er á dagskrá nefndarinnar í dag.  Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfykingarinnar, sagði úr ræðustól nú áðan að sínar upplýsingar hermdu að umfjöllun um málið væri ekki lokið í nefndinni og spurði hvort Þórdís Kolbrún hefði tekið of stórt upp í sig.

Þórdís Kolbrún svaraði því til að hún hefði með orðum sínum um að málið yrði ekki afgreitt fyrr en í haust hreinlega átt við „að núna erum við að ljúka þingstörfum væntanlega á morgun, og þar sem ekki er neitt mál sem hefur komið út úr nefndinni núna þá geri ég ráð fyrir að það verði ekki afgreitt fyrir þessi þinglok. En alhæfi auðvitað ekki og vona að nefndin muni finna leið til þess að leggja fram mál, þó að það gerist ekki fyrir þessi þinglok. Þótt það sé bagalegt að það komi eitthvað bil á milli þá er ekki útilokað að hægt sé að tryggja áframhaldandi stuðning.“

„Hinsvegar næst einfaldlega ekki samstaða um það, eins og sakir standa, með hvaða hætti eigi að framlengja þetta mál“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra
Sigmar Guðmundsson,þingmaður Viðreisnar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, átti sömuleiðis orðastað við Þórdísi Kolbrúnu og fór fram á skýringar á því hverjir það væru sem bæru ábyrgð á því að málið væri stopp. Þórdís Kolbrún svaraði því ekki efnislega. „Hinsvegar næst einfaldlega ekki samstaða um það, eins og sakir standa, með hvaða hætti eigi að framlengja þetta mál. Ég hefði viljað að við hefðum getað komið því í frekari umræðu á þinginu.“

Gagnrýndu Guðrúnu Hafsteinsdóttur

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd, lýsti undrun sinni á orðum Þórdísar Kolbrúnar um að málið myndi ekki ná fram að ganga. Hann hefði talið að málið væri til meðferðar í nefndinni og liti svo á það þyrfti að koma til afgreiðslu þar.

„Það er bara stjórnarliðið sem stendur gegn úkraínsku þjóðinni í þessu máli“
Andrés Ingi Jónsson
þingmaður Pírata

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, benti á að með orðum ráðherra um að ekki hefði náðst samstaða um málið, væri hún að segja að málið næði ekki fram að ganga vegna ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar. „Að tala hér í pontu eins og það sé allt þingið sem er á móti þegar það er bara stjórnarliðið sem stendur gegn úkraínsku þjóðinni í þessu máli, það er ekki heiðarleg framsetning,“ sagði Andrés Ingi og lýsti óánægju sinni með framsetningu Þórdísar Kolbrúnar.  

Andrés Ingi Jónsson,þingmaður Pírata.

Fleiri stjórnarandstöðu þingmenn lýstu þeirri skoðun sinni að staðan væri skammarleg. „Það er okkur til minnkunar,“ sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þá var formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Guðrún Hafsteinsdóttir, gagnrýnd og látið að því liggja að hennar væri ábyrgðin í málinu.

Stjórnarandstöðuþingmenn skoruðu þá á Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, að gera hlé á þingfundi til að hægt yrði að ná sátt um framlengingu á bráðabirgðaákvæðinu. 

Sjálfstæðisþingmenn segja aðstoðina ekki standa og falla með kjúklingi

„Aðstoð okkar til Úkraínu stendur ekki og fellur með kjúklingi,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og lýsti því að hann hefði í tvígang farið til Úkraínu á stríðstímum og vissi vel hver þörfin væri á aðstoð þar. Vel væri hægt að styðja við Úkraínu án þess að setja hagsmuni íslensks landbúnaðar í uppnám. Hann furðaði sig á málflutningi þingmanna sem lýstu því að það væri aumingjaskapur og skömm að því að framlengja ekki ákvæðið um tollfrelsi.

Sigmar Guðmundsson kom þá í pontu og lýsti því að með ræðu Birgis væru mál aðeins farin að skýrast, og átti þá við að þar hefði birst hverjir það væru sem stæðu fyrir afgreiðslu málsins. Hanna Katrín, samflokkskona Sigmars, benti Birgi Þórarinssyni á að hagur íslensks landbúnaðar stæði ekki og félli með því hvort hingað til lands yrðu flutt einhver tonn af úkraínskum kjúklingi, ekki frekar enn að sá innflutningur skipti öllu máli fyrir úkraínskt efnahagslíf.

„Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá, mér finnst það mjög meiðandi umræða“
Ásmundur Friðriksson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

„Að við séum að rífast um það hvort einhverjir kjúklingar bjargi málunum til eða frá, mér finnst það mjög meiðandi umræða, því við viljum öll gera vel,“ sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og taldi betur fara á því að styðja við úkraínska bændur beint frekar en afurðafyrirtæki. Þá væri eðlilegt að allur stuðningur við Úkraínu kæmi úr sameiginlegum sjóðum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til skammar, Kvitflibba Ölmusumenn verða að Hafa NYÐINGSTOLLA a SVINAKJÖTI og Hænsnakjöti. Þeir uppskera sin sindagjöld er VIÐ GÖNGUM I EU
    og EVRAN tekur við af Skitakronuni sem er VITA ONYT. Sa timi kemur að ISLAND GENGUR I EFROPUBANDALAGIÐ.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Guðmundur Ingi Þóroddsson
9
Aðsent

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Af­staða heim­sæk­ir skóla

Af­staða, fé­lag fanga og áhuga­fólks um betr­un, mun á næstu dög­um og vik­um senda for­svars­fólki grunn­skóla, fram­halds­skóla, fé­lags­mið­stöðva og lög­reglu er­indi og bjóða upp á heim­sókn. Þeg­ar Af­staða hef­ur heim­sótt fram­halds- og há­skóla kem­ur þar fram ungt fólk sem hef­ur sjálft lent á glæpa­braut­inni og miðl­ar af reynslu sinni. Fé­lag­ið boð­ar til sam­starfs­ins vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp kom­in er í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
7
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár