Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Úkraínski kjúklingurinn þriðjungi ódýrari

Úkraínsk­ar kjúk­linga­bring­ur sem seld­ar hafa ver­ið í lág­vöru­verð­sversl­un­um hafa reynst 700 til 1.100 krón­um ódýr­ari en aðr­ar kjúk­linga­bring­ur. Bráða­birgða­ákvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur er fall­ið úr gildi og fram­leng­ing þess er ekki á dag­skrá Al­þing­is. Markaðs­hlut­deild úkraínsks kjúk­lings er á bil­inu 2 til 3 pró­sent.

Úkraínski kjúklingurinn þriðjungi ódýrari
Tollfrjálsar hænur Íslenskir neytendur þurfa að borga hærra verð fyrir kjúklingakjötið ef hætt verður að flytja inn kjúkling frá Úkraínu. Mynd: Pixabay

Gera má ráð fyrir að íslenskir neytendur þurfi að punga út 700 til 1.100 krónum til viðbótar fyrir hvert kíló kjúklingakjöts sem keypt er í smásölu ef ekki verður lengur hægt að versla úkraínskar kjúklingabringur án tolla. Meðalinnflutningsverð úkraínsks kjúklingakjöts er um 32 prósent lægra en meðalverð annars kjúklingakjöts.

Í drögum að minnisblaði vegna tímabundinna niðurfellingu tolla á vörur frá Úkraínu, sem unnið var í matvælaráðuneytinu og er dagsett 20. mars kemur fram að frá áramótum höfðu verið flutt inn 137 tonn af úrbeinuðu kjúklingakjöti frá Úkraínu, að andvirði tæpra 73 milljóna króna. Meðalinnflutningsverð úkraínska kjúklingsins var um 529 krónur á kíló en meðalverð sambærilegrar vöru, óháð uppruna, var um 697 krónur á kíló, tæplega 32 prósent hærra.

Minni hækkun á fuglakjöti en öðru kjöti

Þá segir í minnisblaðinu að á tímabilinu júní 2022 til febrúar 2023 hafi verð á fuglakjöti hækkað um 5,5 prósent á móti 10,4 prósenta meðalhækkun á öllu kjöti. Erfitt sé að greina hvort og þá hversu mikil áhrif innflutningurinn hafi haft á verðþróun „en ólíklegt er að þau séu veruleg enda um hlutfallslega lítið magn að ræða og margir aðrir þættir sem spila þar inn.“

Í minnisblaðinu segir enn fremur að hingað til hafi kjúklingur frá Úkraínu að því er virðist í litlu mæli hafa ratað óunninn í verslanir. Þó bendi gróf athugun til þess að verð á frosnum kjúklingabringum frá Úkraínu kosti um 1.300 krónur hvert kíló í lágvöruverðsverslun, borið saman við danskar frosnar kjúklingabringur á um 2.000 krónur á kílóið og íslenskar ófrosnar kjúklingabringur á um 2.400 krónur á kílóið. Það þýðir að neytandi þarf að borga annars vegar 35 prósent og hins vegar um 46 prósent hærra verð fyrir kjúklingabringurnar, standi þær úkraínsku ekki til boða.

Takmörkuð markaðshlutdeild

Samkvæmt mati matvælaráðuneytisins má gera ráð fyrir að markaðshlutdeild úkraínsks kjúklingakjöts yrði á bilinu 2 til 3 prósent á markaði hérlendis yfir tólf mánaða tímabil, sé gert ráð fyrir svipaðri þróun á innflutningi og verið hafði fram í mars þegar minnisblaðið var skrifað.

Bráðabirgðaákvæði í tollalögum um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu var samþykkt á Alþingi í júní á síðasta ári. Það féll hins vegar úr gildi um síðustu mánaðamót. Framlenging þess ákvæðis er ekki meðal þeirra mála sem til stendur að afgreiða fyrir þinglok á föstudag, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi lýst þeirri skoðun sinni að það væri skynsamleg ákvörðun. Fleiri stjórnarþingmenn eru á sömu skoðun.

„Ég neita að trúa því að Alþingi Íslendinga ætli að vera svo smátt“
Hanna Katrín Friðriksson
þingflokksformaður Viðreisnar

Stjórnarandstöðuþingmenn undrast mjög að málið skuli ekki koma fram og að það sé ekki afgreitt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því á Alþingi í dag að Framsóknarflokkurinn og hluti Sjálfstæðisflokks stæðu gegn málinu. Það rímar við upplýsingar Heimildarinnar. Þá sagði Þorgerður Katrín að hagsmunaöfl í landbúnaði hefðu náð að stoppa málið. Samtök fyrirtækja í landbúnaði hafa enda lýst þeirra skoðun sinni að óvarlegt væri að framlengja tollfrelsið.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag að með því að framlengja ekki tollfrelsisákvæðið skipaði Ísland sér í lítt eftirsóknarverðan sérflokk vestrænna ríkja, nefnilega að með því yrði Ísland eina landið sem ekki veitti táknræna en þó mikilvæga aðstoð við Úkraínu. „Ég neita að trúa því að Alþingi Íslendinga ætli að vera svo smátt.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    vær ekki nær að borða hvalkjöt . . .
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ótrúlegt hvað landbúnaðarmafían hefur mikil ítök, og er tilbúin til að leggjast lágt. Kjúklingaframleiðsla engin landbúnaður hendur hreinn og klár iðnaðaður, sem flytur inn mest öll sín aðföng.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár