Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlenging tollfrelsis fyrir Úkraínu ekki á dagskrá

Deil­ur eru sagð­ar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fram­leng­ingu á bráða­birgða­ákvæði um toll­frelsi úkraínskra vara. Ákvæði þar um rann út um lið­in mán­að­ar­mót og mál­ið er ekki með­al þeirra sem stefnt er að því að af­greiða fyr­ir þinglok. Er það fyrst og fremst inn­flutn­ing­ur á úkraínsk­um kjúk­lingi sem virð­ist standa í fólki en for­svars­fólk úr land­bún­aði hef­ur lagst hart gegn áfram­hald­andi toll­frelsi á inn­flutt­ar land­bún­aða­af­urð­ir.

Framlenging tollfrelsis fyrir Úkraínu ekki á dagskrá
Segir hagsmunaöflin hafa náð inn í þingið Þorgerður Katrín segir að Framsóknarflokkur og hluti Sjálfstæðisflokks vilji ekki að áframhaldandi tollfrelsi á úkraínskar vörur nái fram að ganga. Hagsmunaöfl í landbúnaði hafi náð að stoppa málið. Mynd: Bára Huld Beck

Framlenging ákvæðis í tollalögum um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu er ekki meðal þeirra mála sem afgreiða á fyrir þinglok, samkvæmt samkomulagi þingflokksformanna frá því í gær. Ákvæðið, sem sett var til bráðabirgða 16. júní á síðasta ári, féll úr gildi um síðustu mánaðamót. Munu skiptar meiningar hafa verið uppi innan ríkisstjórnarflokkanna um framlengingu ákvæðisins. Snýr meiningarmunurinn fyrst og fremst að innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum en fulltrúar bænda og samtök fyrirtækja í landbúnaði hafa lagst hart gegn því að niðurfelling tollanna verði framlengd.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kom í ræðustól á Alþingi nú rétt fyrir skemmstu og benti á að frumvarp um framlengingu ákvæðisins væri hvergi á að finna á dagskrá þingsins, „þrátt fyrir eindregna skoðun hæstvirts forsætisráðherra, eindregna skoðun hæstvirts utanríkisráðherra og ég veit að fleiri ráðherrar þessa beggja flokka beri sama hug til undanþágu fyrir vörur frá Úkraínu“.

„Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

„Við vitum það alveg, sem erum hér, að það er einn flokkur fyrst og fremst, og eitthvað brot innan úr Sjálfstæðisflokknum, sem er að stoppa þetta mál. Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér. Herkvaðning, að mínu mati, hagsmunaaflanna hefur náð hingað til þess að stoppa þetta mál, sem er mjög táknrænt,“ sagði Þorgerður Katrín enn fremur.

Hristi upp í stjórnarliðinu

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kom einnig upp í ræðustól um fundarstjórn forseta og benti á að Ísland virtist með því að ætla ekki að framlengja undanþáguna væri Ísland að eitt vestrænna ríkja sem skipaði sér á þann bekk. Geta má þess að bæði Evrópusambandið og Bretland hafa framlengt viðlíka ákvæði. Samflokksmenn þeirra Hönnu Katrínar og Þorgerðar Katrínar komu einnig í ræðustól og hjuggu í sama knérunn.

Samkvæmt upplýsingum sem Heimildin hefur fengið hristu ræður þingmanna Viðreisnar upp í þingmönnum stjórnarflokkanna. Var því lýst þannig að í kjölfarið væru ráðherrar og stjórnarþingmenn í samtölum „í öllum skúmaskotum“ þinghússins.

Eftir þeim upplýsingum sem Heimildin hefur aflað hafa harðar deilur staðið, einkum innan Sjálfstæðisflokksins, um málið. Rímar það við orð Þorgerðar Katrínar sem vísað er til hér að framan. Heimildin gerði tilraun til að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann efnahags- og viðskiptanefndar, til að spyrja hana um stöðu mála en án árangurs. Sömuleiðis reyndi Heimildin að ná sambandi við aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem málið heyrir undir. Það tókst ekki.

Bera fyrir sig að íslenskur landbúnaður berjist í bökkum

Í síðasta mánuði sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði fjármálaráðherra bréf þar sem þau lýstu þeirri skoðun að afar óvarlegt væri að framlengja einhliða niðurfellingar tolla á úkraínskar vörur „á sama tíma og íslenskur landbúnaður berst í bökkum“. Einkum er það innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu sem fer fyrir brjóstið á forsvarsmönnum bænda en það sem af er árið hafa verið flutt inn um 200 tonn.

Hins vegar eru það ekki landbúnaðarvörur sem eru obbinn af því sem flutt hefur verið inn, samkvæmt því sem Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, greindi frá úr ræðustól þingsins 31. maí síðastliðinn. Öllu heldur eru það iðnaðarvörur, fatnaður, húsgögn, járn og stál til að mynda, sem langmest er flutt inn af.

„Um leið hefði ég talið það skynsamlega ákvörðun að halda þessu áfram“
Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi 30. maí síðastliðinn að framlenging á ákvæðinu hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar. Hún sagði enn fremur að rétt væri að hafa eftirlit með umfangi innflutnings á vörum frá Úkraínu, í samhengi við aukinn innflutning alifuglakjöts, „en um leið hefði ég talið það skynsamlega ákvörðun að halda þessu áfram“.

Þetta svar Katrínar kom við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem spurði hreint út hvort ekki ætti að framlengja undanþáguákvæðið og hvað kæmi í veg fyrir að það yrði gert. Í svari Katrínar tók hún fram að hún liti á málið sem utanríkispólitíska ráðstöfun, stuðning við Úkraínu, miklu fremur en að málið sneri að innlendri matvælastefnu. Þrátt fyrir að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar væri hægur vandi að framlengja ákvæðið og liti hún svo á að það væri sitt að kanna stöðu málsins, og það myndi hún gera.

Hanna Katrín fær ekki svör

Síðan eru liðnir átta dagar og í gær náðist sem fyrr segir samkomulag um þinglok á fundi þingflokksformanna án þess að framlenging á bráðabirgðaákvæðinu um tollfrelsi á úkraínskar vörur væri meðal þeirra mála sem afgreiða ætti. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði í samtali við Heimildina að hún hefði í gær, eftir að hafa fengið upplýsingar um hvaða mál stæði til að afgreiða fyrir þinglok, sent tölvupóst og spurst fyrir um hvort að ekki stæði til að framlengja ákvæðið. Hún hefði hins vegar ekkert svar fengið við þeim tölvupósti.

Til þess að niðurfelling tollanna verði framlengd þarf lagabreytingu á tollalögum. Frumvarpi þar um hefur ekki verið útbýtt og hefur því ekki komið til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd, þangað sem það ætti með réttu að fara. Samkvæmt þingsköpum er óheimilt að taka lagafrumvörp til umræðu fyrr en tvær nætur hafa liðið frá því að því var útbýtt, og sömuleiðis skal frumvarpið ganga til þingnefndar til umfjöllunar. Hins vegar er mögulegt að beita afbrigðum til að taka frumvörp fyrir og þarf þá aukinn meirihluta þingmanna til.  Fundur verður í efnahags- og viðskiptanefnd á morgun og lýsti Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, því í ræðustól áðan að hann hygðist taka málið upp þar. Tíminn er hins vegar orðinn afar naumur ef til stendur að slíta þingi á föstudag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár